Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Síða 24
fóru þverrandi. Hún segist hafa gert það bœði meðvitað og
ómeðvitað. Hún gekk lítið til lœkna og aldrei nema undir
áhrifum. Þó segist hún einhvern tímann hafa beðið
heimilislœkninn um Valíum og óskað eftir svefntöjlum með en
var synjað um það. Ef á þurfti að halda gat hún sleppt því að
taka töflur, t.d. efhún þurfti að fara íviðtöl vegna barnanna hjá
barnaverndarnefnd.
- Það sem ég botnaði ekkert í var að þegar ég sleppti lyfjunum
leið mér mjög illa, varð sinnulaus og fór jafnvel að nötra.
Margir f kringum mig vissu að ég var ánetjuð áfengi en færri
vissu um pillumar. Þeir sem gerðu tilraun lil að hjálpa mér
töluðu aldrei hreint út heldur einblíndu á afleiðingamar. Einu
sinni kom þó félagsráðgjafi frá Reykjavíkurborg til mín vegna
húsnæðisumsóknar. Hann var búinn að kynna sér aðstæður
mínar og talaði um að ég notaði lyf. Ég varð öskureið og
leiðinleg við hann fyrir það. Eftir að hann fór áttaði ég mig á
því að fyrst hann hafði upplýsingar um lyfjanotkun mína þá
hlyti það að vera vitað. Hann hafði spurst fyrir um mig þar sem
ég hafði unnið. Fram að því hafði ég aldrei áttað mig á ástandi
mínu. Þessi maður veit ekki hvað hann hjálpaði mér mikið með
því að tala svona hreint út.
Hún liafði misst íbúðina sína vegna óábyrgrar hegðunar í
jjármálum og sótti um húsnœði hjá bœnum. Á meðan hún var
húsnœðislaus fékk hún inni hjá œttingjum og hjá þeim gekk hún
í gegnum verstu fráhvarfseinkennin.
- Það hvarflaði aldrei að mér að nota nokkuð á meðan ég var
hjá þeim. Ég sat við og prjónaði hverja lopapeysuna eftir aðra.
Þegar ég var að verða vitlaus fór ég út að ganga. Ég horfði upp í
gluggana á húsunum og hugsaði: „Þetta fólk á heimili, ég á
ekkert heimili.“
Svo fékk hún íbúðina frá bœnum og þá kom bakslagið.
- Ég átti mikið af drasli sem ég hafði eignast í ruglinu. Þegar
ég var að taka upp úr kössunum fann ég pillur, þunglyndislyf
og svefnlyf, sem ég tók og kláraði á nokkrum dögum. Ég fékk
móral eftir að hafa tekið pillumar, í fyrsta skipti á ævinni, og
áttaði mig þá á hversu illt lyfin gerðu mér og að þau breyttu
hegðun minni. Fráhvarfseinkenni fylgdu en ég hélt það út og ég
hef ekki tekið neitt sfðan. Á meðan ég var að ná mér varð ég að
halda mikilli reglu í lífi mfnu. Ég lifði á örorkubótum sem ég
fékk vegna þunglyndisins og bar út blöð. Ég var farin að sýna
ýmis batamerki, farin að hafa áhuga á ýmsu og vildi ekki tapa
því aftur. Samt var ég enn ekki búin að átta mig á að ég var
alkólhólisti.
Hún lýsir batanum eins og hún liafi verið að vakna af
dvala, eins og hún vœri að uppgötva lífið upp á nýtt. Smám
saman urðu sigrarnir stœrri.
- Það var eins og ég væri að koma af öðru tilvemsviði. Það var
eins og ég hefði ekki tekið þátt í lífinu lengi, eins og það
vantaði mörg ár inn í. Ég keypti mér skó og með þá í hendinni
datt mér í hug að það gæti verið gaman að eiga veski í stíl.
Svona lagað hafði ekki skipt mig máli í mörg ár. Mig langaði
líka f andlitskrem en þorði ekki inn í snyrtivörubúð því að ég
vissi ekki hvað ég átti að biðja um. Á endanum herti ég mig
upp og bað um kremið sem ég hafði nolað fyrir löngu og sem
betur fer var það til. Ég vissi ekki livað var í tísku og kunni
ekki að velja á mig föt. Einu sinni keypti ég mér svarta peysu
því að mamma hafði minnst á að svart væri í tísku. Ég þyngdist
og breytti um litarhátt. Áður hafði ég snert af anorexíu og fór
allt niður í 44 kg. Ég hætti líka að reykja og fór að fá jákvæð
Reglur landlæknis, frá í ársbyrjun
1994, um viðbrögð og stuðning
hjúkrunarforstjóra / yfirlæknis við
misnotkun heilbrigðisstarfsmanna á
vímuefnum eða lyfjum.
1. Hvenær á að grípa inn í?
Ef misnotkunin er farin að bitna á vimiu
viðkomandi. Æskilegt er að maður, sem er
vinur/Iíollegi, grípi imi í fyrr ef vart verður
við þetta vandamál.
2. Hvað á að gera?
Hjúkrunarforstjóri/yfirlæknir boðar
viðkomandi fonnlega í viðtal þar sem rædd
eru ákveðin atriði sem tengjast vimiunni, þ.e.
framkoma, áfengislykt, tíðar fjarvistir eða
annað sem hægt er að benda á að bitni á
vinnu viðkomandi og liann beðiim um að taka
á þessum atriðum.
Ef ekkert breytist, þá er liann aftur
boðaður í viðtal og settir fram ákveðnir
valkostir, þ.e. ef liann tekur sig ekki á verður
hami að fara í meðferð, eða honum verður
sagt upp vinnuimi. Ef liann neitar vandanum
er liann sendur í greiningarmeðferð, t.d. til
trúnaðarlæknis, ef liann vill lialda vinnmmi.
Tilkynna skal landlækni um málið og
viðkomandi gerð grein fyrir því.
3. Hvaða úrræði eru til staðar?
Urræðin ráðast að nokkru leyti af vandanum,
hægt er að benda á ýmsar meðferðarstofnanir
eða einstaklingsmeðferð hjá sérfræðingi.
4. Hvernig á að styðja
viðkomandi meðan á meðferð
stendur?
Æsldlegt er að Iiitta viðkomandi nokkrum
siimmn meðan á meðferð stendur og leggja
línurnar um hvaða skilyrði verði sett þegar
baim kemur aftur í vmnu.
5. Hvað á að gera þegar
viðkomandi kemur aftur til
vinnu?
Æskilegt er að setja ákveðin skilyrði (s.s.
varðandi umsjá lyfja) í samvinnu við
meðferðaraðila og viðkomandi er gerð full
grein fyrir þeim.
130
TÍMARIT
HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995