Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Page 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Page 32
AFMÆLISHÁTÍÐ SSN í tilefni af 75 ára afmæli Samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum 6. september sl. var efnt til hútíðahalda í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Kauphöllin er afar virðuleg umgjörð fyrir svona tækifæri enda ein af þeim frægu byggingum sem stórhuginn og konungurinn Kristjún 4. lét byggja um miðja 1 7. öld. Viðstaddir voru heilbrigðisróðherrar Danmerkur og íslands og fulltrúar annorra rikisstjórna á Norðurlöndum. Með ráðherra ogformann i broddi fylkingar að lokinni hátíðadagskrá i „B0rsen“. F.v. Sigriður Guðmundsdóttir, Hildigunnur Friðjðnsdóttir, Ásta Möller, Ingibjörg Pálmadóttir og Maria Pétursdóttir. Kirsten Stallknecht bauð gesti velkomna og sagðist á þeim stundu hafa á tilfinningunni að hún væri í prófi og að prófdómararnir væru hinar merku konur sem efndu til samvinnu norrænna hjúkrunarfræðinga árið 1920. Hún sagðist samt óbangin við að standa teinrétt og mæta augnaráði frumherjanna því að nú væri meira líf í samvinnunni en þeir hefðu nokkum tfmann þorað að láta sig dreyma um í upphafi. Hún sagði að frá byrjun hefði það einkennt samstarfið að þar fæm hjúkmnar- fræðingar með sameiginlega arfleifð sem byggði á lýðræðislegum hugmyndum. Draumur frumherjanna um stöðuga og sterka menntun hjúkmnarfræðinga hefði ræst. Hins vegar væri ekki alveg víst að þeir yrðu hrifnir af nútíma lifnaðar- háttum hjúkrunarfræðinga og klæðaburði sem væri allt að því djarfur miðað við árið 1920. Danska söngkonan Kirsten Siggaard flutti lög frá hverju 138 Norðurlandanna við undirleik Henrik Krogsgárd. Þá flutti norska leikkonan Anne Gullestad ljóðabálk um SSN. Yvonne Herlpv Andersen, heilbrigðismálaráðheiTa Dana, Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra íslendinga, og Vivian Wahlberg, prófessor við norræna heilbrigðisháskólann, báru SSN heillaóskir. Skeyti barst frá Alþjóðasambandi hjúkmnarfræðinga. Að lokum sleit Kirsten Stallknecht dagskránni og bauð til móttöku í húsnæði danska félagsins á Strikinu. Þar voru léttar veitingar á boðstólum og bókin „Fem svaner i flok“, sem fjallar um sögu SSN, var kynnt. Við hátíðahöldin vöktu Ásta Möller, Sigþrúður Ingimundardóttir og Vilborg Ingólfsdóttir töluverða athygli fyrir það að þær skörtuðu íslenska þjóðbún- ingnum. Fyrir vikið voru þær myndaðar í bak og fyrir og myndir af þeim birtust í dagblöðum og í tímaritum hjúkmnar- fræðinga á Norðurlöndum. ÞR Ásta Möller, Vilborg Ingólfsdóltir og Sigjirúður Ingimundardóttir vöklu athygli i íslenskum þjóðbúningi. OSK UM TUNGUMÁLASTYRK Samkvæmt lögum Samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN) em norska, sænska og danska viðurkennd tungumál á fundum. Það þýðir að fulltrúar frá Finnlandi og íslandi verða að geta talað eitt eða fleiri þessara tungumála til að hafa gagn af að taka þátt í fundunum. Allir Islendingar læra eitt þessara þriggja Norðurlandamála í grunnskóla samkvæmt íslenskri löggjöf, flestir dönsku, og það hjálpar sannarlega í norrænni samvinnu. Samt sem áður reynist þeim sem ekki liafa meiri þjálfun í að tala tungumálin erfilt að beita sér í umræðum á fundum. Það er þvingandi aðstaða sem hinir sem geta talað á sfnu móðurmáli þekkja ekki. Félag íslenskra hjúkmnarfræðinga hefur auk þess þurft að leggja í umtalsverðan kostnað við þýðingar á erindum fyrir þing samstarfsins. Bréf og önnur gögn, sem send eru til SSN á vegum félagsins, em hins vegar öll þýdd af starfsfólki félagsins. Ef það væri ekki gert væri kostnaður við þýðingar enn meiri. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur fengið það hlutverk að standa fyrir ráðstefnu um kjaramál á vegum SSN í september á næsta ári. íslendingarnir, sem undirbúa ráðstefnuna, hafa óskað eltir að fá dönskunámskeið til að reyna að liðka málbeinið svo að undirbúnings- fundir verði markvissari og þeir geti tekið virkari þátt í umræðunum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sótti um styrki til danska sendiráðsins og til SSN til að halda námskeið fyrir þá sem starfa á norrænum vettvangi fyrir félagið. Danska sendiráðið hefur orðið vel við þeim ósk og veitir styrk til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd í vetur. Um framhaldið ríkir óvissa en málið er í athugun hjá SSN og vonandi fást jákvæð svör við umsókninni á næsta stjórnarfundi SSN sem verður í vor. Hvað sem öðru líður er liðsinni Finna víst enda þeirra hagsmunir lfka að málið nái fram að ganga. ÞR TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.