Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Qupperneq 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Qupperneq 47
íslenskir hjúkrunarfræðingar í KAUPMANNAHÖFN OG NÁGRENNI Jón Aðalbjörn Jónsson, Kaupmannahöfn Stofnfundur Samtaka íslenskra hjúkrunarfrœðinga í Kaupmannahöfn og ndgrenni var haldinn 21. október sl. Stofnfélagar voru 7 félagar í Félagi íslenskra hjúkrunar- frœðinga sem allir starfa við hjúkrun í Kaupmannahöfn og ndgrenni. Tveir hjúkrunarfrœðingar höfðu boðað forföll. A fundinum voru viðraðar ýmsar hugmyndir um tilgang og markmið slíkra samtaka. A fundinum var eining um að samtökin hefðu að markmiði sínu að slarfa sem upplýsingabanki fyrir félagsmenn og aðra hjúkrunarfræðinga nýkomna eða á leið hingað. Starfssvið samtakanna er að viðhalda faglegri þekkingu og veita félagsmönnum andlegan og félagslegan stuðning. Félagsmenn munu leggja sig fram um að miðla upplýsingum um nýjungar, vitneskju og venjur sem þeir hafa tileinkað sér til þeirra hjúkrunarfræðinga sein enn húa á Islandi og hyggja á utanför sem og lil Jreirra félaga sem snúnir eru heim. Stefnt er að því að halda félagsfund einu sinni í mánuði þar sem saman verða borin brot úr reynslu félagsmanna í starfi. Á stefnuskrá Samtakanna er einnig að standa fyrir fræðilegum og uppbyggilegum námsferðum bæði innan- og utanlands. Félagar í samtiikunum verða að vera handhafar hjúkrunarleyfis bæði á íslandi og í Danmörku, vera félagar í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og búa í Kaupmannahöfn og nágrenni. Á stofnfundi samtakanna var samþykkl að óska eftir þvf að þau verði samþykkt innan vébanda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Eins og af ofanrituðu má sjá hafa íslenskir hjúkmnarfræðingar, búsettir í Kaupmannahöfn, bæði áhuga og þörf fyrir félagslegt samstarf sín á milli. Á stofnfundinum komu fram atriði sem benda til þess að oft sé erfiðleikum háð að hefja starf í nýju landi. Ekki síst er þetta vegna þekkingarleysis á þeim venjum og kröfum sem viðgangast innan fagsins í nýja landinu. Nýtt tungumál, það að vera útlendingur í starfí og nýtt starfsumhverfi em dæmi um atriði sem valda eríiðleikum. Það að geta ráðfært sig við aðra sem liafa verið eða eru í svipaðri aðstöðu, getur haft úrslitaþýðingu um velferð viðkomandi einstaklings. Frá árinu 1980 og þar til nú hafa alls 95 íslenskir hjúkrunarfræðingar, sem lokið hafa námi á íslandi, fengið hjúkmnarleyíi í Danmörku. Að auki hafa 57 íslenskir ríkisborgarar lokið hjúkmnarnámi í Danmörku á þessum árum og að því loknu fengið danskt hjúkrunarleyfi. Þessar tölur gefa glöggt til kynna að Jiörf er á félagslegri samstöðu meðal þessara hj úkmnarfræðinga. BECTON DICKINSON Leibandi fyrirtæki í þróun og framleibslu áhalda tækja og efna fyrir sjúkrahús og rannsóknastofur Nákvæmni þægindi öryggi Þab sem skiptir máli vi& umönnun sjúkra. Endurbætt VACUTAINER® blóðtökukerfi meb HEMOGARD öryggistappa. Illj.jjj Islensk ///// Ameríska Sími 568 2700 Vi& útvegum Becton Dicinson vörur fljótt og örugglega mnn Ef þú hefur allar einkavátryggingar þínar hjá Ábyrgð færð þú Ábyrgðarbónus, sem getur numið allt að 20% af iðgjaldi heimilistryggingar og 10% af öðrum vátryggingum nema ökutækjatryggingum og þú getur unnið þér rétt til 10% endurgreiðslu allra iðgjaldanna. Handhafar Ábyrgðarbónuss njóta aukinnar bónusverndar í bílatryggingum, eiga rétt á fríum bílaleigubíl í viku vegna kaskótjóns og njóta hagstæðari kjara við töku bílaláns hjá Ábyrgð. TAKTU Á BY RGÐ l til eflingar bindindis og heilsu Lágmúla 5 - Reykjavík - sími 588 9700 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.