Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Síða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Síða 49
ORLOFSTÍMABILIÐ 1/1-15/5 1996 Umsókn um orlofsstyrk 1.1. - 1.5. 1996 Nafn: ___________________________________________________________ Kt.: _____________________ Heimilisfang: ___________________________________________________ Póstnúmer: _______________ Sveitarfélag:_________________________ Vinnustaður: __________________________________________________ Heimasfmi: ______________________ Vinnusími: ____________________ Sendist Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, myndsími 568 0727. Orlofsstyrkir Stjórn orlofssjóðs auglýsir eftir ^ umsóknum um styrk til orlofsferða sem farnar verða á tímabilinu 1. janúar til 15. maí 1996. Umsóknir um orlofsstyrki skulu berast fyrir 23. desember 1995. Um er að ræða 30 styrki að upphæð 20.000 kr. hver, sem greiddir verða gegn framvísun kvittana fyrir útlögðum kostnaði vegna orlofsferðar. Staðfesting verður að vera vegna kaupa á gistingu eða farmiða innanlands eða utan. Frádráttur fyrir orlofsstyrk er alltaf 36 punktar skv. úthlutunarreglum orlofssjóðs. Vetrarleiga orlofshúsa Orlofssjóður á 4 orlofshús sem eru í útleigu allan ársins hring. Eitt húsanna er í orlofsbyggðinni við Úlfljótsvatn, tvö í orlofsbyggðinni í Húsafelli og |iað fjórða í Kvennabrekku við Reykjalund. ^ Verið er að endurbæta minna húsið í Húsafelli. Verið er að byggja lítið hús sem hægt verður að sofa í alveg við bústaðinn og einnig er verið að setja upp heitan pott. Þessum framkvæmdum verður að öllum líkindum lokið í byrjun nóvember. Sótt er um helgar-, viku- eða styttri leigu hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga í síma 568 7575. Verðið er 1200 kr. á sólarhring. Ákvörðun var tekin um það í stjórn orlofssjóðsins að ekki verður dregið frá áunnum orlofspunktum vegna leigu utan sumartíma. Undanfarin ár hefur Kvenna- brekka verið í langtímaleigu yfir vetrarmánuðina en sem stendur er hún laus til leigti fram í miðjan maí '■ eða eftir samkonmlagi. íbúð að Suðurlandsbraut 22 íbúð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að Suðurlandsbraut 22 er leigð hjúkrunarfræðingum yfir helgi eða í viku allt árið. Verð: 1200 kr. nóttin. Hafið samband við skrifstofuna til að fá nánari upplýsingar. Salur að Suðurlandsbraut 22 Salur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er leigður félagsmönnum til funda- og veisluhalda. Salurinn rúmar 70-80 manns og allur nauðsynlegur borðbúnaður fylgir. Verðið er 8000 kr. á dag/kvöld. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu félagsins. Stéttarfélagsverð innanlands Eins og síðastliðinn vetur verður í gildi sérstakt stéttarfélagsverð á ferðalögum innanlands. Samningurinn nær til allra áætlunarleiða og bílaleigu Flugleiða, bílaleigunnar Haldar-Eurocar, áætlunarferða B.S.f. og ýmissa hótela víða um land. Að fenginni reynslu skal fólki bent á að panta sér far sé þess einhver kostur á þeim tíma sem fæstir farþegar eru, t.d. með hádegisflugi á föstudegi til Akureyrar en ekki með morgunfluginu. I samkomulaginu er gert ráð fyrir ákveðnum fjölda í hverju flugi en munnlegt samkomulag varð um að líta að einhverju leyti fram hjá þeirri reglu ef beðið er um far á þeim tíma sem fæstir sækjast eftir. Verð fyrir manninn á öllum flugleiðum er 5.630 kr. og 4.465 kr. fyrir börn á öllum flugleiðum nema til Vestmannaeyja sem er 4.630 kr. og 3.465 kr. fyrir börn. Samningurinn hefur þegar tekið gildi og rétt er að undirstrika að í boði eru ferðir alla daga vikunnar. Til frekari upplýsingar sjá bækling um stéttarfélagsverðið eða spyrjist fyrir hjá skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, síma 5687575. Stéttarfélagsferðir sumarið 1996 Á sumri komanda verða í boði stéttarfélagsfargjöld með svipuðu sniði og undanfarin ár til ýmissa borga í Evrópu og Ameríku og hefst sala á farmiðunum strax upp úr áramótunum. Vilt þú vinna þér inn aukaorlofspunkta? Þar sem sjóðurinn á nú fjögur orlofshús er auglýst eftir áhugasömu fólki til að koma í vinnuferðir og þrífa, mála og lagfæra húsin þegar færi gefst til. Umbunin felst í orlofspunktum. Ef þú hefur áhuga þá vinsamlegast gefðu upp nafn og símanúmer á skrifstofu félagsins og síðan verður haft samband við þig. Stjórn orlofssjóðs/HIB. TÍMARIT. HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.