Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Síða 8
sálfræðilegum og félagslegum svörunum, en sorgarferlið
vísi til hegðunarinnar í sorginni sem alltaf hlýtur að vera
lituð af menningarlegu umhverfi, siðum og venjum. Mann-
fræðingar hafa gert þvermenningarlegar kannanir á sorgar-
upplifun og sorgarferli á mismunandi menningarsvæðum.
Niðurstöður gefa allar til kynna að ákveðnir þættir varðandi
þessi fyrirbæri séu sameiginlegir öllum mönnum. Til dæm-
is eru hugsanir sem lýsa þrá eftir að endurheimta hinn
látna, hugsanir um áframhaldandi líf eftir dauðann og óskir
um að hitta hinn látna síðar, sameiginlegar öllum þeim,
sem standa frammi fyrir missi og sorg (Krupp og Kling-
field, 1962).
Af hverju finnum við fyrir sorg við missi? Augljóslega af
því að við bindumst öðru fólki sterkum böndum. Mikið
hefur verið skrifað og skeggrætt um tengsl og mikilvægi
tengslamyndunar og er þar Bowlby fremstur meðal jafn-
ingja. Hann telur eðlislæga þörf mannsins fyrir öryggi for-
sendu og undirstöðu tengslamyndunar (Bowlby, 1971).
Tengsl myndast út í gegnum lífshlaupið allt, en grundvallar-
tengslin myndast í frumbernsku, þegar manneskjan er ung
og hjálparvana. Bowlby er upphafsmaður lífeðlisfræðilegr-
ar kenningar um sorgarferlið, sem haft hefur víðtæk áhrif á
marga fræðimenn í sorgarfræðum, þeirra á meðal Colin
Murray Parkes (Parkes, 1972). Auk þess hefur Bowlby
breytt hugmyndum manna um sorg og sorgarúrvinnslu á
margan hátt. Meðal annars hefur hann ítrekað opinberað
þá skoðun sína, að sorg efli mannkynið að vexti og þroska.
Að syrgja ákaflega sé merki um hæfni manneskjunnar til
að mynda djúp tilfinningatengsl (Bowlby, 1971, 1977).
Hvernig vinnum við úr sorginni og hvað gerist við það?
Fræðimenn hafa reynt ýmsar leiðir til að svara því og
útskýra. Þannig hefur sorgarferlinu verið skipt á ýmsa vegti
til frekari skilnings á því sem fólk gengur í gegnum við sorg
og missi. Klassísk er talin skipting Glick, Weiss og Parkes
(1974) í stig sem mótuð eru af tilfinningum og tíma:
1. Bráðastig (the initiai phase)
Þetta skeið vísar til fyrstu viknanna eftir missi og einkennist
af djúpum harmi, doða, tómleikatilfinningu og vantrú á það
sem gerst hefur. Þessu stigi hefur verið lýst sem tilfinninga-
legri staðdeyfingu, vegna þess að ef allar tilfinningarnar
„kæmust að“ syrgjandanum á þessum tímapunkti, yrði
það yfirþyrmandi og jafnvel óyfirstíganleg reynsla. Bent
hefur verið á að þetta útskýri hugsanlega hve margir bera
sig vel fyrst eftir missi og sýni jafnvel takmörkuð viðbrögð
við jarðarfarir ástvina sinna.
2. Millistig (the intermediate phase)
Þetta skeið varir oft í ár og einkennist af þráhyggjukennd-
um upprifjunum um hinn látna, leit að tilgangi - og í sum-
um tilfellum leit að hinum látna. Syrgjandinn finnur oft til
mikillar reiði og sektarkenndar á þessu tímabili. Reiðin
kemur jafnan fram í hvatvísi og biturleika gagnvart eigin
persónu, guði eða hinum látna.
88
3. Batastig (the recovery phase)
Líta má á þetta skeið sem lokastig afmarkaðs ferlis. Fræði-
menn telja það hefjast, þegar syrgjandinn tekst á við venju-
legt líf sitt á nýjum forsendum og sýnir uppbyggilega að-
lögun. Marris (1974) bendir á, að syrgjandinn sé kominn á
batastig, þegar hann ákveði að halda lífi sínu áfram á
nýjum forsendum, ekki með því að kæfa væntumþykjuna
til hins látna, heldur með því að endurmeta og varðveita í
nýju samhengi það sem verðmætast var í sambandinu við
hann (hana). Batastigið felur ekki í sér bata í venjulegum
skilningi þess orðs, heldur að sárustu tilfinningarnar hafi
verið meðhöndlaðar af syrgjandanum og að hann sé til-
búinn að skoða atburðinn á hlutlægari hátt (Glick, Weiss,
og Parkes, 1974).
Við það að nefna bata og batastig, vakna einkum tvær
spurningar. Önnur er hvort sorgin sé í eðli sínu tengd sjúk-
dómshugtakinu og þar með hvort hún sé eitthvað óeðlilegt,
sem fólki þurfi að „batna" af. Segja má, að heilbrigð sorg sé
fullkomlega eðlileg svörun við áfalli á borð við andlát einhvers
nákomins. Þá fyrst er unnt að tala um óheilbrigð viðbrögð, ef
engin sorgarsvörun verður við slíka reynslu. Viðbrögð við
missi geta vissulega verið og/eða þróast út í að verða
óeðlileg. Hin spurningin er, hvort sorgin taki einhvern tímann
enda. Bowlby (1977) sagði í þessu sambandi: „Sorgarferlið
endar aldrei. Hins vegar hellist söknuðurinn yfir sjaldnar þegar
frá líður.“ Bandaríski geðlæknirinn Worden (1991) segir, að
einn mælikvarðinn á það hvenær sorgarferlinu sé lokið, sé að
hinn eftirlifandi geti hugsað um hinn látna án sársauka.
Ýmsir fræðimenn, svo sem Elizabeth Kubler-Ross (1969)
og Worden (1991) tala um svipaða skiptingu sorgarferlis-
ins og Glick, Weiss og Parkes, þó með ögn ólíkum áhersl-
um. Worden álítur sorgarúrvinnslustigin þroskastig í þeim
skilningi, að úr hverju þeirra verði að vinna áður en úr-
vinnsla á því næsta hefst. Hann talar um
• að viðurkenna raunveruleikann;
• að vinna úr sársaukanum;
• að aðlagast nýjum aðstæðum án hins látna; og
• að endurskilgreina eigin tilfinningar og halda áfram með
líf sitt.
í rauninni er sama hvar borið er niður í sorgarfræð-
unum, flestir eru að lýsa svipuðum fyrirbærum með örlítið
mismunandi nálgunum og áherslum. Það er nauðsynlegt
að hafa í huga þegar verið er að ræða um jafn marg-
slungin og einstaklingsbundin fyrirbæri sem tilfinningar og
reynslu mannanna að þar finnast fáar ef nokkrar algildar
reglur. Meðal annars þess vegna er nauðsynlegt að nálg-
ast syrgjendur af víðsýni og mannskilningi.
Sjúkleg sorgarviðbrögð eru talin algeng. Lazare (1979)
sýndi fram á, að 10 til 15% allra þeirra sem leituðu með-
ferðar á geðdeild Massachusetts General Hospital í Boston
á ákveðnu tímabili, þjáðust af fylgikvillum ómeðhöndlaðra,
langvinnra sorgarviðbragða. Þá rannsakaði Zisook (1985)
tíðni einkenna, sem tengdust óleystum vandamálum við
Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998