Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Page 9
sorgarúrvinnslu hjá fólki. Hann komst að þeirri niðurstöðu,
að 17% þeirra sem leituðu hjálpar þjáðust af slíkum ein-
kennum, að eigin mati. Eins og gerist með greiningu eðli-
legs sorgarferlis í stig og skeið, hafa fræðimenn ýmsan
hátt á að flokka hin sjúklegu viðbrögð. Backer, Hannon og
Russell (1982), gera það á eftirfarandi hátt:
1. Siðbúin sorg (delayed grief)
Sá eftirlifandi leyfir sér takmökuð depurðarviðbrögð og
heldur áfram lífi sínu eins og ekkert hafi í skorist, rólegur og
yfirvegaður. Þetta ástand varir misjafnlega lengi, stundum
mánuðum saman og jafnvel í nokkur ár. Skyndilega getur
sorgin svo hellst yfir. Útleysandi þættir geta verið að týna
einhverju, sem hinn látni átti, ellegar að koma á staðinn, þar
sem hann dó. Sumir byrja að syrgja ákaft mörgum árum
eftir missi (Parkes, 1972; Bowling og Cartwright,1982).
2. Heft sorg (inhibited grief)
Sá sem eftir lifir syrgir ekki í venjulegri merkingu þess orðs.
í staðinn fær hann ýmis líkamleg einkenni og kvilla, svo
sem liðagigt, asthma eða colitis ulcerosa. Afleiðingar heftr-
ar sorgar eru einnig oft kvíðasjúkdómar og þunglyndi
(Blazer, 1990).
3. Langvarandi sorg (chronic grief)
Langvarandi sorg er það nefnt, þegar syrgjandinn nær ekki
sátt við það sem gerst hefur, jafnvel áratugum eftir missi.
Hann heldur áfram að syrgja ákaft og tekst ekki að vinna sig
út úr tilfinningum á borð við reiði, örvæntingu og sektarkennd.
Einstaklingar sem sýna sjúkleg sorgarviðbrögð þurfa
sérstaka faglega meðhöndlun, að mati Backer, Hannon og
Russell (1982). Worden (1991) hefur rannsakað árangur
mismunandi aðstoðar við sorgarúrvinnslu og birt niður-
stöður sínar í fagtímaritum og bókum.
Erfiðleikar við sorgarúrvinnslu
- áhættuhópar
Menn hafa velt fyrir sér, hvort einhverjum hópi hætti frekar
en öðrum til að þróa sjúkleg sorgarviðbrögð. Við mat á
slíku þarf að taka margar líkamlegar, andlegar, félagslegar
og sálfélagslegar breytur til athugunar. Erfitt hefur reynst
að greina óyggjandi slíka hópa, en settar hafa verið fram
spábreytur varðandi farsæla sorgarúrvinnslu. Einn af þeim
fáu áhættuhópum sem þó eru taldir óyggjandi varðandi
sjúkleg sorgarviðbrögð eru aldraðir eftir makamissi.
(Tinker, 1992; Townsend, 1986; Zisook og DeVaul, 1985).
Markvissar rannsóknir á sorgarferlinu hafa gefið vísbend-
ingar um hversu margvíslega mannfólkið bregst við missi og
sorg. Bowlby (1971) telur að það sé bæði nauðsynlegt og
heilsusamlegt að syrgja. Það efli og stækki manneskjuna og
geri hana hæfari til að takast á við stormviðri lífsins. Slíkt beri
að leggja áherslu á í sorgarúrvinnsluaðstoð og - meðferð
þeirra, er „staðna" einhvers staðar í sorgarferlinu. Svipaðar
skoðanir komu áður fram hjá Erikson (1963) og síðar hjá
Frankl (1990) en báðir telja sorgarreynsluna einskonar hlið að
persónuþroska hvers og eins.
Á lífsgöngu sinni upplifir fólk margs kyns sorg og missi.
Sumt er léttvægt og krefst ekki mikilla aðlögunar. Annað er
stórvægilegt og hefur djúpstæð áhrif á einstaklinginn og
umhverfi hans. Slíkt gerir oft miklar kröfur um persónuleg og
þjóðfélagsleg bjargráð og reynir á aðlögunarleiðir. Benoliel
(1985) hefur bent á að viðbragðamynstur fólks við missi og
sorg sé flókið samspil margra þátta. Samkvæmt rannsókn-
um hennar voru eftirfarandi áhrifaþættir mikilvægastir:
• Eðli tengsla eftirlifandi og hins látna.
• Hvort og að hve miklu leyti einhver annar getur komið í
stað þess, sem látinn er.
• Persónuleg og félagsleg röskun sem látið veldur hinum
eftirlifandi.
• Hve auðsæranlegur hinn eftirlifandi er, miðað við stað-
setningu á lífshlaupinu.
• Eðli aðstæðna og stuðningur umhverfisins við hinn
eftirlifandi, þegar lát ber að höndum.
Rannsóknir Parkes (1972) og Parkes og Weiss (1983)
gefa svipaðar vísbendingar. Parkes (1972) skilgreindi þannig
nokkrar breytur, sem að gagni mættu koma við að spá
fyrir um áhrif missis og sorgar á eftirlifendur, með tilliti til að-
lögunar að breyttum aðstæðum. Þættir sem voru metnir
mikilvægastir í því sambandi koma fram í töflu 1.
I rannsókn, sem síðar var framkvæmd af Parkes og
Weiss (1983), voru eftirfarandi spábreytur skilgreindar varð-
andi farsæla sorgarúrvinnslu:
• Viðhorf til eigin dauða.
• Tímalengd undangenginna veikinda hins látna.
• Þjóðfélagsstétt.
• Hjónabandsaldur.
• Hvort og hve reiður syrgjandandinn er.
• Hvort og hve mikið syrgjandinn ásakar sjálfan sig.
Auk þess virtist ófyrirséður, skyndilegur missir fremur
Tafla 1. Þættir sem hafa áhrif á missi og sorg með
tilliti til aðlögunar að breyttum aðstæðum.
Almennt:__________________________________________________
Reynsla í æsku, einkum af missi.
Seinni tíma reynsla, einkum af missi.
Geðhagur.
Lífskreppur áður en látið bar að höndum.
Tengsl við hinn látna:____________________________________
Skyldleiki.
Dýpt sambandsins.
Öryggi tengslanna.
Dýpt tilfinninga (ást/hatur).
Látið sjálft:_____________________________________________
Tímabært/ótímabært.
Viðvaranir.
Undirbúningur undir sorgarúrvinnslu.
Þörf fyrir að leyna tilfinningum.
Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998
89