Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Side 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Side 10
valda vandkvæðum við sorgarúrvinnslu en fyrirséður dauð- dagi. Aðrir fræðimenn hafa komist að svipuðum niðurstöð- um (Rafael, 1984). Þannig sést, að fræðimenn eru að mestu sammáia um þá þætti sem mestu máli virðast skipta varðandi farsæla úrvinnslu sorgarinnar. Út frá samsetningu og samhengi þessara þátta er síðan betur unnt að segja fyrir um ein- staklinga sem útsettir eru fyrir truflunum í sorgarúrvinnsl- unni og skertri aðlögun. Um makamissi: Hlutverkabreytingar og kynjamismunur Þegar erfiðustu tilfinningarnar eru hugsanlega að baki eftir makamissi, tekur við nýtt hlutverk að vera ekkill/ekkja. Hlutverkabreytingin er veruleg og ekkert er sem áður, hvorki hið innra né hið ytra. Hinn eftirlifandi er einn, en samt ekki einhleypur eins og í venjulegri merkingu þess orðs. Hlutverk eiginkonu og eiginmanns eru nokkuð skýr í vestrænum samfélögum, en skilgreiningin verður loðnari þegar rætt er um ekkjur og ekkla (Tinker, 1992; Watson, 1994). Bent hefur verið á, að það að vera ekkja eða ekkill sé samkvæmt hefðbundnum skilgreiningum álitið millibils- ástand, en mörg rök mæla á móti því. Hvenær hættir fólk að vera ekkja eða ekkill og verður einhleyp eða einhleypur, ef það gengur ekki aftur í hjónaband? Þessu er erfitt að svara, þar sem hlutverkin hafa ekki verið skilgreind og afmörkuð. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á reynslu ekkja og ekkla. Niðurstöður eru margvíslegar, en miðlæg vandamál eru: • margvíslegur aðlögunarvandi og • skortur á tilfinningunni „að tilheyra einhverju/einhverj- um“. (Benoliel, 1985; Bowling og Cartwright, 1982; Glick,', Weiss og Parkes, 1974; Kelly, 1991; Lerner, 1975; Porter, 1994). Bent hefur verið á að kynslóð sú sem nú lifir sitt ævikvöld sé alin upp við að byrgja inni tilfinningar og bera sig vel á hverju sem gengur. Þetta getur gert sorgarferlið enn flóknara, þar sem sýnt hefur verið fram á, að einmitt það að geta talað við einhvern nákominn um hinn látna er stór þáttur í árang- ursríkri sorgarúrvinnslu. Rannsóknir sýna að mun meiri líkur eru á heilbrigðri enduraðlögun og farsælli sorgarúrvinnslu þeirra syrgjenda sem hafa trúnaðarsamband við afkomendur sína en þeirra sem annað hvort eiga ekki afkomendur eða hafa lítið/slæmt samband við þá (Alty, 1995). Ritað hefur verið og rætt um ýmiss konar annan missi aldraðra, sem samfélaginu hættir til að líta fram hjá. Það að missa heimilisdýrið sitt, heimili sitt, gamla umhverfið sitt og vinnuna er hins vegar mörgum erfitt og kallar oft fram sorgarviðbrögð (Alty, 1995; Benoliel, 1985). Eidri borgarar sem missa maka sinn, hafa sennilega einnig gengið í gegnum verulegar aðrar lífsbreytingar. Þeir kunna að hafa misst nána vini og ættingja og hugsanlega líka tengsl við fyrrverandi vinnufélaga og/eða nágranna (Alty, 1995). Ekki 90 er víst að þeim hafi gefist tóm til að vinna jafnóðum úr öll- um breytingunum, hafi þær gerst á skömmum tíma. Tíðni, eðli og samspil slíkra breytinga á högum fólks í fortíð og nútíð geta gert sorgarúrvinnslu eftir makamissi enn lang- dregnari og erfiðari fyrir hinn aldraða. Backer, Hannon og Russell (1982) hafa rannsakað kynjamun á vandamálum ekkna og ekkla yfir 65 ára aldri og komist að eftirfarandi niðurstöðum: Konur: Á þessum aldri eru taldar líkur á að konan einangrist veru- lega við makamissi, bæði félagslega og andlega. Hún er sennilega hætt að vinna utan heimilis, hafi hún gert það og börnin trúlega farin að heiman. Fjárhagsleg afkoma getur verið breytt. Vinir og ættingjar eru kannski fallnir frá. Hugs- anlega þarf hún að flytja úr sínu gamla umhverfi. Heilsunni kann að hafa hrakað. Hún er því að takast á við margar lífsbreytingar í einu. Karlmenn: Mikið hefur verið skrifað og rannsakað um yngri ekkla, sem hafa fyrir börnum og heimili að sjá (Marris, 1974; Rafael, 1984). Hinir eldri standa þó ekki síður á krossgöt- um við makamissi. Þeir þurfa að sjá um sjálfa sig að miklu eða öllu leyti, hugsanlega í fyrsta sinn á ævinni. Það getur verið erfitt fyrir eldri menn sem hafa vanist því að konan sjái um þrif, matreiðslu og önnur heimilisstörf, fyrir utan það að vera oft og tíðum ábyrg fyrir félagslegum samskipt- um fjölskyldunnar. Aldraður ekkill, sem hættur er störfum, hefur við makamissi verið sviptur tveimur af sínum stærstu hlutverkum í lífinu, • að vera fyrirvinna (að minnsta kosti vinnandi maður) og • eiginmaður. Minnkað sjálfsmat og tilfinning um að vera einskis virði eru meðal óheillavænlegra afleiðinga þessara hlutverka- breytinga (Backer, Hannon og Russell 1982; Marris,1974; Rafael, 1984; Deeken, 1995). Fyrir utan það sem að ofan er talið hafa fræðimenn bent á þá staðreynd, að karlmenn séu í meiri hættu eftir makamissi en konur vegna þess að þeir eiga yfirleitt erfið- ara með að tjá tilfinningar. Konur eiga frekar en karlmenn nokkra nána vini, sem þær tala við um innstu hugrenning- ar, tilfinningar og upplifanir. Karlmenn eiga hugsanlega marga kunningja, en fáa ef nokkra sem þeir tala við um innstu hugðarefni. Karlar eiga því á hættu að einangrast tilfinningalega við makamissi (Averill, 1968; Blazer, 1990; Herth, 1993; Lund, Diamond og Juretich,1985). Á það hefur verið bent, að um allan hinn vestræna heim og í Japan er gert er ráð fyrir því að konur missi frek- ar maka sinn en karlar þar sem konur lifa lengur (Krupp og Klingfield, 1962; Deeken, 1995). Þess vegna reikna konur frekar með því að verða fyrir þessu áfalli. Þær hafa því sett sig í spor þeirra sem missa og hugsað um hvernig lífið verði án eiginmannsins. Þær hafa líka hugsanlega gengið í Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.