Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Side 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Side 11
gegnum slíkt með vinkonum sínum eða öðrum nákomn- um. Karlmenn gera frekar ráð fyrir að deyja á undan kon- unni, ef þeir þá leiða yfirleitt hugann að dauðanum. Þess vegna er makamissirinn þeim enn þungbærari reynsla. Ef rannsóknarniðurstöður eru dregnar saman, blasir eftirfarandi við: Fólk um og yfir 65 ára upplifir djúpstæða hlutverkabreyt- ingu við makamissi. Það finnur til einmanakenndar og hefur á tilfinningunni að það tilheyri ekki umhverfinu á sama hátt og áður. Þungamiðjan í lífi margra, vinnan og makinn, heyrir nú hvort tveggja sögunni til. Nákomnir vinir og ættingjar geta verið fallnir frá. Líkamleg heilsa fer sennilega versnandi. Tengsl við afkomendur geta verið með ýmsum hætti. Fyrir utan missinn, blasa búsetuskipti hugsanlega við. Fjárhagsleg afkoma kann að vera breytt til hins verra. Margar lífs- breytingar á sama tíma geta aukið vonleysi hins aldraða, enn frekar en hinna yngri. Hugsanir um eigin dauða verða oft áleitnar. Hætta á einangrun er mikil, einkanlega hjá karlmönn- um. Þeir finna enn meira fyrir hlutverkabreytingum en konan, m.a. vegna hefðbundinna hlutverka eiginmanns og eiginkonu í vestrænum samfélögum, svo og þess, að þeir virðast vera tilfinningalega verr undir ekkildóminn búnir. Rannsóknir á afleiðingum einangrunar hjá öldruðum eftir makamissi, hafa leitt í Ijós aukna áhættu varðandi : þunglyndi, kvíða, innilokunarkenndar svefnleysi, rugi- ástand, ofsóknarkennd, aukin líkamleg veikindi og ótíma- bæran dauða (Alty, 1995; Blazer, 1990; Horowitz og fl., 1997; Lindstrom, 1997; Rafael,1984; Zisook og De- Vaul,1985). Mikilvægi þess að greina vandlega hæfni og bjargráð aldraðra til að aðlagast nýjum hlutverkum við það að missa maka og að veita leiðbeiningar og meðferð sam- kvæmt því verður seint ofmetið (Benoliel, 1985; Deeken, 1995; Marris, 1974; Parkes, 1972; Wheelock, 1997). Kubler-Ross skrifaði um fyrirbærið „death of self" eða dauða sjálfsins. Það vísar til hugmyndarinnar um hinn aldr- aða syrgjanda, sem hefur misst maka, ættingja, rótgróið heimili sitt, gæludýr, heilsuna og vonina. Hún bendir á, að raunverulega sé fólk á þessu æviskeiði að undirbúa sinn eigin dauða. Stundum brýst þetta út í afneitun og miklum pirringi, stjórnsemi, fjandsamlegri afstöðu til þeirra sem vilja hjálpa og fortíðarþrá. Kubler-Ross telur mikilvægt að hjálpa fólki með markvissum hætti á þessu lífsskeiði með sálrænni meðferð, endurminningaupprifjun, hjálp við að- lögun og eflingu vonarinnar (Kubler-Ross, 1969). Undir þetta hafa aðrir tekið og víða er sérstök meðferð fyrir aldraða syrgjendur í boði (Lindstrom, 1997; Wheelock, 1997; Zisook og fl„ 1997). Mat á öldruðum syrgjendum Fræðimenn benda á að þekking manna og mat á öldruð- um syrgjendum endurspegli mest almenna vitneskju um sorg og sorgarviðbrögð (Blazer, 1990). Slíkt mat ætti að miða að því að skilgreina sérstaka áhættuþætti sjúklegs sorgarferlis, geðræn vandkvæði og líkamlega sjúkdóma. Blazer (1990) hefur sett saman nokkrar spurningar, til að nota við mat á öldruðu fólki í sorgarúrvinnslu. Þær, ásamt nokkrum þáttum frá öðrum fræðimönnum, gætu myndað bráðabirgðaspurningalista sem liti einhvern veginn svona út (Benoliel, 1985; Marris, 1974; Parkes, 1972; Worden, 1991); Hvernig var líkamlegt og tilfinningalegt ástand einstaklings- ins fyrir missinn? • Hefur hann átt við geðræn vandkvæði að stríða? • Er hann fatlaður eða bilaður á heilsu þannig að það hafi áhrif á getu til daglegra athafna? • Hvernig persónuleiki er hann (svartsýnn, bjartsýnn, „opinn", „lokaður“, úrræðalaus, úrræðagóður)? Hvernig var samband einstaklingsins við hinn látna? • Var hann á einhvern hátt háður hinum látna, tilfinninga- lega, fjárhagslega eða varðandi athafnir daglegs lífs? • Hafa viðbótar-streituvaldar gert sorgarferlið erfiðara, en ella mætti búast við? Hefur sorgarúrvinnslan verið það sem kalla má „innan eðli- legra marka" fram að þessu? Hvernig er stuðningskerfi einstaklingsins? Hvernig er sambandi við nánustu fjölskyldu háttað? • Hefur hann samband við vini, aðra ættingja og ná- granna? Hversu oft? Er það ánægjulegt? Fer einstaklingurinn út af heimili sínu á hverjum degi? • Er um að ræða þátttöku í einhverjum félagsskap, sjálf- boðavinnu eða einhverja aðra „fasta punkta" í daglegu lífi? • Hefur einstaklingurinn viðhaldið venjulegum lifnaðar- háttum eftir missinn, með tilliti til næringar, þrifa og nauðsynlegra daglegra athafna? Þetta mætti útfæra á ýmsan hátt og verðugt verkefni væri að hanna mælitæki til að gera markvissara mat á öldruðum syrgjendum, þannig að unnt væri að greina betur þarfir þeirra og bjargráð og hjálpa þeim í samræmi við það. Umönnun aldraðra syrgjenda Tinker (1992) vitnar í þriðju útgáfu bókar sinnar, Elderly Þeople in Modern Society, í dr. Alex Comfort og segir m.a. að það að verða gamall gefi í okkar menningu vísbendingu um að fólk hætti að vera fólk, í það minnsta verði öðruvísi og minnimáttar fólk. Ennfremur hafa Alty (1995), Townsend (1986) og fleiri bent á að eldra fólk sé oft meðhöndlað af of mikilli varfærni og tillitsemi, eins og það sé óeðlilega brothætt og ekki hæft til að vera sjálfstæðir borgarar. Þjóðfélagið geri ekki ráð fyrir að eldri borgarar séu „skipstjórar á eigin skútu". Þetta á einkum við, þegar lát maka ber að höndum. Þá er tilhneigingin hjá vel viljuðum afkomendum og ættingjum, sem sjálfir eru slegnir af sorginni, að taka allar ákvarðanir fyrir makann sem eftir lifir. Það er eins fólk geri ráð fyrir því, 91 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.