Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Page 13
Unnur Heba Steingrímsdóttir og Sólveig Guðlaugsdóttir
hjúkrunarfræðingar á BUGL
ÖfDÍrkm barna
/ yfirlitinu sem hér fylgir er gerð grein fyrir helstu
einkennum á ofvirkni barna, greiningu og með-
ferð á barna- og unglingageðdeild Landspítal-
ans. Því fyrr sem meðferð hefst því betra. Til að
ná sem bestum árangri þarf einnig sameiginlegt
átak heimilis og skóla að koma til. Höfundar teija
skóla- og aðra heilsugæsluhjúkrunarfræðinga
vera í lykilaðstöðu til að sinna forvörnum og
veita börnum með ofvirkni stuðning.
Hvað er ofvirkni?
Meðal fræðimanna er gerður greinarmunur á athyglisbresti
án ofvirkni (ADD - Attention-deficit disorder) og athyglis-
bresti með ofvirkni - AMO (ADHD- Attention-deficit/hyper-
activity disorder). Hegðunareinkennum ofvirkra barna er
oft skipt í 3 flokka (sjá töflu 1.)
Hafa ber í huga að einkennin eru töluvert bundin aðstæð-
um. Minna ber á þeim við rólegar aðstæður, t.d. þegar barn-
ið er eitt með foreldrum, en þau geta blossað upp við
órólegri aðstæður, t.d. í leik með öðrum börnum. Einnig eru
einkenni missterk og mismunandi samsett milli einstaklinga.
Þannig getur athyglisbrestur verið mest áberandi hjá einu
ofvirku barni en hreyfiofvirkni og hvatvísi hjá öðru. Athyglis-
brestur án ofvirkni (ADD) þekkist einnig og farið er að greina
og hjálpa börnum með slík einkenni í meira mæli en áður.
Frá 3-4 ára aldri ber yfirleitt mest á hreyfiofvirkni og
hvatvísi en við 5-7 ára aldur verða oft skil hjá barninu,
sérstaklega þegar skólagangan hefst með auknum kröf-
um. Þá er algengt að athyglisbrestur verði meira áberandi
og leiði ásamt því fyrrtalda til erfiðleika í samskiptum.
Af hverju ég?
Ofvirk börn eiga oft erfitt uppdráttar. Þau eru truflandi fyrir
þá sem þau umgangast og eiga erfitt með að fara eftir
reglum og fyrirmælum. Þau heyra sífellt „ekki gera þetta...“,
„hættu þessu nú...“, „af hverju getur þú aldrei verið til
friðs...“, o.s.frv. Þau upplifa snemma höfnun frá öðrum og
eiga erfitt með að skilja neikvæð viðbrögð annarra
gagnvart þeim. Sjálfsmynd þeirra er þess vegna oft mjög
brotin og þeim finnst umhverfi sitt fjandsamlegt þar sem
fátt gengur þeim í haginn.
Úrvinda foreldrar festast gjarnan í vítahring neikvæðra
samskipta og eiga oft erfitt að finna jákvæðar hliðar á of-
virka barninu. Oft fá þeir lítinn utanaðkomandi stuðning,
Tafla 1
Hegðunareinkenni ofvirkra barna
- þrír flokkar
(við sjúkdómsgreiningu er stuðst við ICD10
(Orðabókarsjóður læknafélaganna 1996) og DSM4 (APA, 1994):
Athyglisbrestur
Athygli endist stutt, erfitt með einbeitingu, gerir kæru-
leysisleg mistök, á erfitt með að Ijúka við verkefni, get-
ur illa skipulagt vinnu sína, truflast auðveldlega, er
gleymið, týnir hlutum, á erfitt með að kalla fram fyrri
reynslu og nýta hana/sér illa orsök og afleiðingu.
Ofvirkni
Almennt mikil hreyfivirkni, er á iði og fiktar í hlutum,
klifrar mikið, talar mikið og er hávært í leik. Bregst of
sterkt við áreiti, viðbrögð yfirdrifin.
Hvatvísi
Getur ekki stoppað til að hugsa, æðir áfram í fljót-
færni, hugsar ekki út í afleiðingar gerða sinna, hvatvíst
í svörum, getur illa beðið eftir að röðin komi að því,
sveiflur í hegðun/ástandi, grípur fram í, ryðst inn í leiki
hjá öðrum.
Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998
93