Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Side 16
Guðbjörg Sveinsdóttir
forstöðumaður Vinjar
ugleiðíngar um vun.
utan ktjþbwvJaimaa stofnana
Hjúkrunarfræðingar verða, eins og aðrar stéttir
sem tengjast heilbrigðisþjónustunni, að bregðast
við og laga sig að breyttum þjóðfélagsaðstæð-
um og nýjum áherslum í heilbrigðismálum.
Aðlögunin er óhjákvæmileg vegna ytri breytinga
og áherslu yfirvalda og stofnana. Oft skeður
hún líka innra með okkur og jafnvel ómeðvitað
og við viðurkennum eða sættum okkur við
breytingar sem jafnvel stangast á við siðferðis-
kennd okkar og hlutverk sem málsvara
sjúklinga/skjólstæðinga okkar. Þannig geta mörk
þess sem hægt er að sætta sig við í aðstæðum
fólks færst til. Þarna á ég til dæmis við afleiðing-
ar niðurskurðar og sparnaðar í geðheilbrigðis-
málum á undanförnum árum. Þannig getur það
færst til sem ásættanlegt þykir í aðstæðum
fólks.
Hjúkrunarfræðingar, og sérstaklega geðhjúkrunarfræð-
ingar, hafa sérlega góð tækifæri til þess að átta sig á
áhrifum aðstæðna fólks á heilsu þeirra og lífsgæði. Þunga-
miðja allrar hjúkrunar eru samskiptin við skjólstæðinga og í
geðhjúkrun er vægi þeirra oft enn meira þar sem nálgun
og viðmót skipta sköpum við tengslamyndun og samband
okkar við sjúklinginn. Við getum í litlum mæli stutt okkur
við annað en okkur sjálf og verðum því að vera vel meðvit-
uð um tilfinningar okkar, veikleika og styrk.
Geðhjúkrun
Hér á landi eru 58 hjúkrunarfræðingar með sérleyfi í geð-
hjúkrun. Þrisvar sinnum hefur farið fram nám í geðhjúkrun í
Nýja Hjúkrunarskólanum og einu sinni hefur framhaldsnám í
geðhjúkrun í tengslum við námsbraut í hjúkrunarfræði verið í
boði á undanförnum árum. Það nám gaf ekki sérfræðingsleyfi.
Nú fá þeir einir sérfræðingsleyfi sem lokið hafa meistaragráðu í
geðhjúkrun. Þar sem mikill skortur hefur verið á hjúkrunar-
fræðingum á geðdeildum þyrfti að koma til annars konar
menntun. Það þarf að mennta geðhjúkrunarfræðinga í stórum
stH ef við eigum ekki að missa ákveðna þætti umönnunar úr
96
höndum okkar til annarra starfstétta. Og þá er of langt að bíða
þess að allir verði komnir með meistaragráðu.
Samkvæmt einni skilgreiningu á geðhjúkrun berum við
meðábyrgð á að einstaklingar fái að lifa við fullnægjandi
félagslegar aðstæður og erum skyldug til að benda á og
hafa áhrif á þjóðfélagslegar aðstæður sem stefna heilbrigði
í hættu. Á því verður oft misbrestur og orsakir þess eru
fjölmargar svo sem þreyta og óhóflegt vinnuálag. Það er
líka erfitt að gagnrýna opinbera kerfið um leið og maður
tilheyrir því. Maður lendir milli steins og sleggju. Hér á landi
hefur starfsvettvangur geðhjúkrunarfræðinga að mestu
leyti verið inni á stóru geðdeildunum. í nágrannalöndum
okkar hefur starfsvettvangur þeirra flust yfir til sveitafélag-
anna (distrikt sykepleie), í heimahjúkrun, umsjónarhjúkrun
(case management), félagsmiðstöðvar, athvörf og heilsu-
gæslustöðvar.
Við breyttar þjóðfélagsaðstæður og breytingar í með-
ferð og við endurhæfingu geðsjúkra hér á landi búa nú æ
fleiri þeirra utan stofnana. Þótt þeir eigi jafnan rétt og aðrir
■þjóðfélagsþegnar vill þar því miður verða misbrestur á.
Margir kvarta yfir lélegri samhæfingu og samfellu í þjónust-
unni, meðhöndlun er í höndum allt of margra, það skortir á
fagleg vinnubrögð og sjúklingum og aðstandendum þeirra
finnst þeir vera í félagslegu tómarúmi. Fá úrræði eru fyrir
hendi nema félagsmiðstöð Geðhjálpar og athvarf Rauða
krossins Vin en þangað komu að meðaltaii 27 manns á
dag síðasta ár, 277 einstaklingar og gestakomur voru um
7000. Sýna þessar tölur að þörf er á stuðningi og slíkri
þjónustu. Fátítt er að geðsjúkir séu á hinum hefðbundna
vinnumarkaði, margir lenda í eins konar hringrás milli iðju-
þjálfunar, verndaðra vinnustaða og starfsþjálfunar og geð-
deildarinnar aftur. Iðjuþjálfunardeildir spítalanna eiga erfitt
með að útskrifa sjúklingana vegna úrræðaleysis í þjónust-
unni. Það er jákvætt að undanfarið hafa hugmyndir um
úrræði fyrir utan hefðbundna þjónustu fengið meðbyr svo
sem Klúbburinn Geysir sem sækir fyrirmynd sína í
Guðbjörg Sveinsdóttir lauk hjúkrunarprófi frá HSÍ árið 1978 og námi í
geðhjúkrun frá Bergen Noregi árið 1991. Hún er fyrrverandi formaður
fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga innan Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga.
Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998