Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Síða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Síða 18
Guðrún B. Hauksdóttir hjúkrunarforstjóri á Garðvangi, Garði a-og spiaanryqqsiornun J J kJ kJ J (Cranio-Sacral Balancing Therapy) Höfuöbeina og spjaldshryggsjöfnun (H.S. jöfnun) er yfirgripsmikil meðferð sem hægt erað nota með góðum árangri við ýmiskonar ástand eða sjúkdóma. Meðferðin hentar öllum aldurshópum og við flestar aðstæður. Hún er sérstaklega þægileg og varfærnisleg og veldur því hvorki óþægindum né truflunum fyrir skjólstæðinginn. Hún hefur ekki hættur í för með sér eða óhagstæðar aukaverkanir. Vinna með börnum reynist geysilega árangursrík. Því fyrr sem börn eru meðhöndluð því meiri líkur eru á að takist að hjáipa þeim varanlega. Æskilegt væri að hafa starfandi H.S. jafnara á fæðingardeildum sem myndi skoða börnin strax og meta ástand þeirra. Með því að hjálpa líkama þeirra að rétta sig af, losa um himnur sem kunna að hafa dregist saman i fæðingunni og opna H.S. kerfi þeirra, þá er hægt að koma í veg fyrirýmis vandamál sem oft hrjá ungabörn og börn síðará ævinni. Forsaga H.S. jöfnunar Höfuðbeinasérfræðingurinn dr. William Sutherland uppgötv- aði í byrjun tuttugustu aldar að höfuðkúpubein mannsins voru hreyfanleg um saumana andstætt því sem áður var talið. Hann gerði tilraunir á sjálfum sér og notaði við það hjálm, sem hægt var að herða að höfði á mismunandi stöðum. Tilraunir hans sýndu, að margvísleg einkenni komu í Ijós, þegar þrýstingi var beitt á hin ýmsu bein höfuðkúp- unnar. Einkenni eins og höfuðverkur, samhæfingarvanda- mál, persónúleikabreytingar svo eitthvað sé nefnt. Dr. John Upledger, læknir og hnykkir (osteopath), uppgötvaði fyrir tilviljun, þegar hann aðstoðaði við uppskurð á hálslið- um sjúklings, þar sem fjarlægja átti kalk af heila- og mænu- himnu (dura mater), að ekki reyndist unnt að halda mænu- slíðrinu í kyrrstöðu. Hann áttaði sig á því, að ekki einungis var um að ræða hreyfingu þarna, heldur virtist vera um taktbundinn slátt að ræða. Hann uppgötvaði síðar sjálf- stætt vökvaþrýstikerfi innan hryggsúlu og höfuðkúpu sem hefur áhrif á alla líkamsstarfsemina. Tvö ár liðu þó þar til dr. Upledger gat nýtt sér þessa stórkostlegu uppgötvun eftir að hafa sótt námskeið í aðferðum og sjúkdómsgrein- ingu hjá dr. Sutterland. Árið 1972 sýndi dr. John Upledger fram á, að nýta mætti þessa vitneskju til meðferðar á ýms- um erfiðum kvillum. Með rannsóknum sem dr. Upledger gerði í samstarfi við aðra vísindamenn, tókst honum að mæla nákvæmlega hinar örsmáu hreyfingar höfuðbein- anna, í hvaða áttir og hve hratt þau hreyfast. Hann þróaði það meðferðarform, sem kallað er höfuðbeina- og spjald- hryggsjöfnun og rekur meðferðarstofnun á Florida, Up- ledger institute. Hann hefur náð frábærum árangri í störf- um sínum. Meðferðin hefur breiðst út og farið er að nota hana víða um heim. Saga H. S. jöfnunar á íslandi ■Qunnar Gunnarsson, sálfræðingur, kynntist H.S. jöfnun í Þýskalandi og stóð fyrir því að skipuleggja slíkt nám hér á landi. Gunnar hefur m.a. starfað mikið með sállíkamleg vandamál. Námið í höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun fer fram í Reykjavík og er í þremur hlutum. Hvert námskeið tekur 7 daga. Á milli námskeiða hittast nemendur og æfa sig verklega saman, auk þess sem þeir þjálfa sig sjálfstætt og undirþúa sig fyrir næsta námskeið. Undirbúningur felst í verklegum æfingum og bóknámi. Námskeiðin í heild sinni taka 165 klukkustundir og lýkur með prófi. Kennari er þjóðverjinn Svarupo Heike Pfaff, Heilpraktikerin. Hún stundar H.S. jöfnun auk þess að þjálfa fólk við beitingu þessarar meðferðar. Hún nam m.a. við Upledger Institute í Flórída. Hún er einnig lærð í „reflexologi," „visceral- therapy," „basic chirotherapy" og hefur ennfremur lengi unnið við meðferð sálrænna vandamála. Hér á landi hefur lauk 25 manna hópur námi í höfuðbeina og spjaldhryggs- jöfnun 1995. 35 manns hafa lokið 1. og 2. hluta og munu Guðrún B. Hauksdóttir lauk hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla íslands 1978 og prófi í H.S. jöfnun 1995. Hjúkrunarforstjóri á Garðvangi, Garði frá 1987. 98 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.