Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Síða 19
væntanlega Ijúka 3. hluta 1998. Einnig hafa tveir H.S. jafn-
arar, sem luku 1., 2., 3. hluta hér, fariö til London í frekara
nám varðandi barnavinnu í College of Cranio-Sacral
Therapy (1997). Hér er um algert brautryðjendanám að
ræða og því ekki krafist sérstakra inntökuskilyrða, en þeir
sem sótt hafa þessi námskeið eru t.d. hjúkrunarfræðingar,
sálfræðingar, sjúkranuddari, kennarar, nuddarar, sjúkraliðar
og heilarar. Félag H.S. jafnara á íslandi heitir Atlas.
Höfuðbeina og spjaldhryggskerfið
Það er sjálfstætt kerfi eins og blóðrásar- og öndunarkerfið.
Það er samsett úr beinum höfuðs, hryggjar, spjaldhryggs
og mjaðma, öllum himnum heila og mænu ásamt þeim
líffærum sem tengjast framleiðslu og frárennsli heila- og
mænuvökvans. Þrýstingur innan þessa kerfis fellur taktfast
6-12 sinnum á mínútu. H.S. kerfið er sú líffræðilega um-
gjörð sem miðtaugakerfið þarf til þess að geta þroskast og
haldið sér við alla æfi. Kerfið er bæði í mönnum og dýrum.
Það myndast á fósturskeiði og starfar alla æfi. Starfsemi
þess hættir ekki fyrr en u.þ.b. tveimur klst. eftir andlát.
Hvað er gert?
Við meðhöndlun á H.S. kerfinu leitast meðferðaraðili við að
finna þau svæði líkamans þar sem hömlur, þrýstingur eða
spenna eru fyrir. Þessir þættir hindra gjarnan eðlilegt flæði í
kerfinu og hafa því áhrif á starfsemi líffæra, vöðva, tauga,
æða og líkamsvefja. Hömlur myndast oft í kjölfar meiðsla,
sýkinga, bólgna, tilfinningalegrar spennu eða undirliggjandi
sjúkdóma. Þjöppunarþrýstingur í fæðingu getur einnig ver-
ið orsakavaldur. Þá þrýstast höfuðbeinin hvert upp á ann-
að á leiðinni um fæðingarveginn. Oftast rétta þau sig af
eftir fæðingu en í tilvikum þar sem slíkt gerist ekki geta af-
leiðingarnar orðið misalvarlegar.
Meðferðaraðili notar milda snertingu handa til þess að
greina vandann og meðhöndla hann. Snerting getur átt
sér stað á höfði (cranium), spjaldhrygg (sacrum), eða á
hvaða hluta líkamans sem við á. Meðferðaraðili nemur
hreyfingar líkamans, tog og hömlur, hreyfingar höfuðbeina
og hjálpar líkamanum að rétta sig af með aðferðum sem
kenndar eru. Líkamanum er eðlilegt að skapa og viðhalda
heilbrigði og að útrýma sjúkdómum og sýkingum. Eðlileg
starfsemi getur samt ekki átt sér stað nema vefir líkamans
og vökvar geti unnið óheftir. Með aðstoð sinni leitast H.S.
jafnarinn við að skapa þetta ástand í líkamanum svo
eðlileg starfsemi geti farið þar fram.
Hvenær gagnast H.S. meðferð?
Vegna þess hve meðferðin er yfirgripsmikil hentar hún
nánast við allar aðstæður. H.S. jöfnun getur bætt eða
jafnvel læknað alveg eftirfarandi ástand eða sjúkdóma
s.s.:
Höfuðverk, migreni, tíðaverki, asthma, bólgur í nef- og
ennisholum, berkjubólgu, blöðrubólgu, frosna öxl, liðagigt,
þjótak, króníska tognun í ökkla, liðavandamál, bakverki,
hálsverki, þráláta verki hvar sem er í líkamanum, spennu,
taugaveiklun, svefnleysi, sjóntruflanir, orkuskort, vandamál
tengd þungun og eftirstöðvar hennar, þunglyndi og afleið-
ingar skurðaðgerða s.s. samgróninga.
Hjá börnum getur meðferðin læknað magakrampa,
þrengsli við magaop, erfiðleika við næringu, eyrnabólgu,
háls- og nefkirtlabólgur. Þá má nefna þrýsting á höfuð-
kúpu sem getur stafað af erfiðri fæðingu og hefur margar
misalvarlegar afleiðingar í för með sér, s.s. námserfiðleika,
lesblindu, rangeygi, ofvirkni, einhverfu, flogaveiki, krampa,
vatnshöfuð, hegðunarvandamál, bræðiköst og þráhyggju-
hegðun. Enn fremur sjúkdóma í miðtaugakerfi, tann- og
TMJ (Temporal mandibular joint) vandamál, höfuðskaða
og lúmsk áhrif þeirra á persónuleika og andlegt ástand,
heilahimnubólgu og langvinn áhrif hennar og loks einkenni
eftir vírussýkingar, M.S., kirtlahita, þreytu, eftirstöðvar
krónískra veikinda eða lamandi sjúkdóma.
H.S. jöfnun beitt við meðhöndlun
algengra ungbarnasjúkdóma
Áverkar í fæðingu eru eins og fyrr segir mjög algengir. Þau
vandamál sem óhætt er að segja að flestallir kannist við
eru magakrampar og eyrnabólgur hjá ungabörnum. Erfitt
hefur reynst að lækna þessa sjúkdóma og því miður er
algengasta aðferðin sú að gefa róandi lyf við magakrampa
og fúkkalyf við endurteknum eyrnabólgum. Lyfin reynast
því miður ekki árangursrík við að vinna á vandamálinu sjálfu
og hafa oft óæskilegar hliðarverkanir s.s. meltingartruflanir
(niðurgang eða hægðatregðu). Þó eru kannski einna alvar-
legust dulin áhrif þeirra á ónæmiskerfi líkamans. Flestir eru
sammála um að helst ætti að forðast að gefa ungabörnum
lyf nema það sé lífsnauðsynlegt.
Til þess að lækna flest tilfelli magakrampa og skylda
sjúkdóma, hefur reynst árangursríkast að einbeita sér
sérstaklega að tveimur svæðum líkamans, höfuðkúpubotni
og „solar plexus" svæðinu. í fyrsta lagi erum við að ræða
um hnakkabeinin og samband þeirra við atlas (C1, efsta
hryggjarliðinn). Höfuðkúpubotninn er það svæði sem er
útsettast fyrir samþjöppun og truflun í fæðingunni vegna
þess mikla þrýstings sem þetta svæði verður fyrir á leið
barnsins niður í gegnum fæðingarveginn. Það hvað atlas-
hnakkabeinssvæðið er nálægt öðrum mikilvægum svæð-
um t.d. jugular foramen (op í höfuðkúpubotni milli hnakka-
beins og gagnaugabeins) sem vagustaug og 10. heila-
taug fara í gegnum, þá gegnir þetta svæði mjög stóru
hlutverki í almennu heilsufarsástandi og virkni allra ein-
staklinga í lífinu. Frá þessum taugum fær meltingarkerfið
flest boð frá ósjálfráða taugakerfinu. Samþjöppun þarna
getur því leitt til of mikillar taugaörvunar sem orsakar þrá-
látan krampa í meltingarlíffærum og þar af leiðandi maga-
krampa. Á höfuðkúpubotni er einnig staðsett „the superior
cervical sympathetic ganglion". Þrýstingur á það eða sam-
99
Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998