Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Síða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Síða 20
þjöppun getur leitt til (sympathetic) ósjálfráðrar örvunar á allt taugakerfið og afleiðingar þess verið t.d. óróleiki, spenna og ofvirkni. Jafn mikilvægt er að meðhöndla nafla, þindar- og magaopssvæði við meðhöndlun á maga- krampa. Þetta svæði verður fyrir áhrifum ef þrýstingur er á höfuðkúpubotn, auk þess er líklegt að það verði fyrir örvun vegna sjokks, áverka eða þjáningar sem oftast á sér stað í fæðingum. Þar sem ungabörn eru með mun næmara kerfi en fullorðnir, eru líkamar þeirra miklu móttækilegri fyrir meltingartruflunum sem koma í kjölfar þessa. Spenna í þind er algengt fyrirbæri hjá ungabörnum. Hún veldur þrengingum í vélinda þar sem það fer í gegnum þindina að maga. Spennan getur einnig haft áhrif á magaopið og þar með á magatæmingu niður í smáþarmana. Þessu fylgja oft verkir og erfiðleikar við næringu. Ef spenna í þind, solarplexus og á höfuðkúpubotni er ekki meðhöndluð, leiðir það oft til sjúkdóma síðar á lífsleiðinni s.s. skeifu- garnasára eða kviðslits. Eyrnabólgur eru algengar hjá ungabörnum. Þær koma í kjölfar samansöfnunar á kyrrstæðum vökva í miðeyra, bakvið hljóðhimnu. Leiðir þetta ástand til sýkingar sem getur síðan orsakað heyrnarskerðingu eða jafnvel heyrnar- leysi. Kyrrstaðan bendir til þess að ekki sé nægjanlegt rennsli frá miðeyra og getur ástæðan verið sú að sam- dráttur sé í hlustinni. Samdráttur kemur oft sem afleiðing af samþjöppun eða afbökun í fæðingu. Lokun í hlust getur einnig verið samansafnaður gröftur. Með H.S. jöfnunar- meðferð á umlykjandi svæði er oftast hægt að fjarlægja samdráttinn og losa um fyrirstöðuna og þannig tryggja frítt rennsli vökvans. Einkennin hverfa nær samstundis og barnið heldur góðri heyrn. Þannig getum við minnkað notkun fúkkalyfja og aðgerð eins og röraísetningu. „Móðursýki” Oft er erfitt að'finna hvað amar að fólki. Kvartanir þess eru raunverulegar en ekkert finnst. Því miður hafa of margir fengið það framan í sig að um móðursýki sé að ræða og að viðkomandi verði að lifa með vandamálið. Þegar H.S. jöfnunarmeðferð er beitt kemur í Ijós, að svo virðist sem vefir líkamans geymi minningu eða tilfinningu liðinna atburða, sem einstaklingnum tókst ekki að vinna úr þegar atvikið átti sér stað. Við meðferðina á tilfinningalosun sér oft stað með þeim afleiðingum að einstaklingurinn rifjar upp viðkomandi atvik og tekst að vinna úr því sem hefur verið að plaga hann ómeðvitað. Mín skoðun er sú, að þarna sé komin skýring á mörgum tilfellum sem hingað til hafa verið kölluð móðursýki. Mikilvægt er að fólk í heii- brigðisstéttum geri sér grein fyrir því að ef einkenni koma fram hjá fólki þá er undirliggjandi onsök fyrir þeim, hver svo sem hún er. Óhefðbundnar lækningar Óhefðbundnar eða heildrænar lækningar hafa rutt sér til rúms undanfarin ár. Þær eiga það flestar sameiginlegt að stuðla að því að gera einstaklinginn heilan. Þær hafa það að markmiði að finna orsökina og ráða bót á henni án þess að veikja einstaklinginn á nokkurn hátt. Því miður eru viðurkenndar nútímalækningar mjög oft einkennalækn- ingar þar sem fyrst og fremst er hugsað um að ráðast á einkennin og meðhöndla þau. Þessar lausnir eru oft skammtímalausnir og stuðla því ekki að varanlegum bata hins sjúka. Svo virðist sem fólk sé að vakna til vitundar um það, að til séu aðrar leiðir en hátækni- og lyflækningar, sem hafa einkennt mjög alla heilbrigðisstefnu síðustu ára- tugina. Heilbrigðisstéttir fara þó að öllu með gát í þeim efnum, sem er gott svo langt sem það nær. Hinsvegar er það sorgleg staðreynd, að gjarnan er talað með lítils- virðingu um aðferðir sem oft er búið að reyna með góðum árangri og flokkast undir óhefðbundnar lækningar. Okkur hættir til að gleyma því, að lækningar voru stundaðar löngu áður en hátæknin kom fram á sjónarsviðið. Hátækn- in er góð þar sem hún á við og lyflækningar einnig og ber að virða það, en í mörgum tilfellum duga aðferðir til lækn- inga betur. Verum því víðsýn og kynnum okkur vel það sem í boði er fordómalaust. Miðlum þekkingu okkar til almennings, sem oft leitar til okkar eftir aðstoð í trausti þess að við getum frætt þau um hvað best sé að gera. Þannig getum við, heilbrigðisstarfsfólk, stuðlað að auknu heilbrigði og þar með staðið undir nafni. Höfum hugfast að gjöful hendi er fögur hver svo sem hún er. Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun er meðferð sem vert er að gefa gaum þar sem hún stuðlar m.a. að því að gefa líkamanum tæki- Næri til að komast í jafnvægi, sem er forsenda þess að við getum viðhaldið heilbrigði okkar. Líkaminn er stórkostlegur og lækningarmáttur hans er mikill ef við gefum honum tækifæri til að njóta sín. Það á vel við að Ijúka þessari grein á einkunnarorðum okkar hjúkrunarfræðinga, þau segja allt sem þarf. Hjúkrun er hugur, hjarta, hönd. Lesefni: Attlee, T. (1997, maí). Birth Trauma. (Grein dreift á námskeiði um meðhöndlunn barna í The College of Cranio-Sacral Therapy, London). Attlee, T. (1997, mai).Cranio-sacral therapy and the treatment of common childhood conditions. (Grein dreift á námskeiði um meðhöndlun barna í The College of Cranio - Sacral Therapy, London). Gunnar Gunnarsson (1995). Þriðja kerfið. Nýir Tímar, 2 (1), 36-37. Milne, H. (1995). The Heart of Listening, A Visionary Approach to Craniosacral Work. Berkeley, Kalifornia: North Atlantic Books. Námskeiðsgögn á höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnunar námskeiðum, 1995. Upledger, J.E. og Vredevood, J.D. (1994). Craniosacral Therapy, (15. útgáfa). Seattle, Washington: Eastland Press. Upledger, J.E. (1991). Your Inner Physician and You, CranioSacral Therapy Somato Emotional Release. Berkeley, California: North Atlantic Books og Palm Beach Gardens, Florida: The Upledger Institute. 100 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.