Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Qupperneq 22
eiginmenn/sambýlismenn. Af þessu má leiða líkur að skiln-
aður/sambúðarslit eru út af fyrir sig ekki nægileg trygging
fyrir að ofbeldinu linni.
Ofbeldið þróast oft á þann veg að það verður tíðara,
alvarlegra og getur lyktað með dauða. Því lengur sem
konur þúa við ofbeldið því meiri líkur eru á alvarlegum
áverkum bæði líkamlegum og andlegum. [ gegnum árin
hafa komið í Ijós atriði sem eru nokkur sameiginleg í and-
legu ofbeldi:
• Konurnar fara að líta á sig sem minna virði en aðra og
að eitthvað sé athugavert við þær, e.t.v. að þær séu
heimskar, Ijótar, vanhæfar á flestum sviðum og að fátt
sem þær geri sé rétt eða viðeigandi.
• Lífið einkennist af ótta, kvíða og tortryggni þar sem and-
rúmsloftið á heimilunum er stöðugt hlaðið spennu m.a.
vegna yfirvofandi „árása,“ sem þolendur reyna árang-
urslaust að koma í veg fyrir. Það hefur alvarleg áhrif á
líðan og heilsu að hafa litla sem enga stjórn á eigin
öryggi á eigin heimili. Á vissan hátt eru því konurnar
heimilislausar, þar sem þar er ekki lengur að finna öryggi,
skjól og vernd.
• Ruglun á raunveruleikaskynjun gerist þegar konurnar
fara að efast um eigin upplifanir. Það sem þær skynja
segja karlarnir að sé „öðruvísi" og að þeirra túlkun sé
röng. Konurnar fara smám saman að halda að eitthvað
verulega mikið sé að þeim, jafnvel alvarleg geðveiki.
Stuðningur heilbrigðisþjónustunnar
Ýmsar rannsóknir sýna að konur sem búa við ofbeldi leita
marktækt meira í heilbrigðisþjónustuna en aðrar. Jafnframt
er lyfjanotkun þeirra mun meiri og þá aðallega á geðdeyfð-
ar-, svefn- og verkjalyfjum. Samkvæmt hugmyndum lækn^
isfræðinnar er tilhneiging til að líta á þá sem leita aðstoðar
sem „sjúklinga" og fá þeir meðhöndlun sem slíkir. Konur
sem búa við ofbeldi og leita aðstoðar í heilbrigðiskerfið
£
eiga því á hættu að vera álitnar „sjúklingar" og með-
höndlaðar sem. slíkar. Þar yfirsést því oft að einkennin sem
þær hafa eru „heilbrigð" og „eðlileg" einkenni kvenna sem
búa við óþolandi aðstæður - en ekki „sjúkdómar" sem
beri að lækna og þá sé vandinn leystur. Einkennin sem
konur leita aðstoðar við eru margskonar m.a. líkamleg
einkenni eins og höfuðverkur, svefntruflanir, þreyta, al-
mennt slen, ýmis stoðkerfiseinkenni, meltingaróþægindi,
átröskun, og einkenni frá hjarta. Andlegu einkennin geta
verið þunglyndi, kvíði, ótti, spenna, kynlífsvandamál, áráttu-
þráhyggjuhegðun, áfengis- og lyfjamisnotkun og sjálfs-
vígstilraunir. Einnig kemur víða fram að konur sem búa við
ofbeldi leita mun oftar en aðrar konur með börn sín til
læknis vegna heilsuvandamála barnanna. Ef eingöngu er
beitt læknisfræðilegri sýn á vandamál kvennanna getur
það þrengt verulega möguleika þeirra á að fá frekari raun-
hæfa aðstoð. Einnig er töluverð hætta á að þær fari þá
sjálfar að líta á sig sem „sjúklinga" með „sjúkdóma" og að
102
þeir séu rótin að því að þær búi við ofbeldi. Ef þetta gerist
þá festast þær enn frekar í flóknu neti ofbeldisins, þar sem
heilbrigðisstarfsfólkið er þá farið að styrkja þau skilaboð
sem karlarnir senda þeim þ.e. að vandamálið sé að þær
séu ekki „í lagi“ og allt verði gott ef þær „læknast". Þegar
svo er komið er leiðin út úr ofbeldinu vandfundin og í
besta falli gæti þá stuðningur heilbrigðiskerfisins verið
gagnslaus.
Góður stuðningur byggir á virðingu og jafnrétti, án
ásakana, dómhörku og forræðishyggju. Tilgangurinn er að
konurnar endurheimti sjálfsvirðinguna og stjórnina á eigin
lífi og aðstæðum. Það gera þær m.a. með því að vera
studdar til að átta sig sem best á stöðunni, við hvað þær
hafi búið og hvaða valmöguleikar eru til að vinna sig út úr
ofbeldinu.
Mismunandi aðlögunarleiðir kvennanna
Konur sem búa við ofbeldi þróa oftast með sér ákveðnar
aðlögunarleiðir til þess að „lifa af“ og reyna að gera afleið-
ingar ofbeldisins sem vægastar fyrir sig og börnin. Margar
þeirra telja sig bera ábyrgð á ofbeldishegðun karlanna og
reyna því að breyta eigin hegðun í samræmi við „óskir“
þeirra. Einnig eru þær oft meðvitaðar um að ábyrgðin er
karlanna en telja að það sé á þeirra ábyrgð og valdi að
breyta þeim. Konur se'm leita til Kvennaathvarfsins nefna
ýmsar aðlögunarleiðir s.s. að fara inn í eigin ímyndunar-
heim þar sem „allt er í lagi,“ reyna að „læra á“ karlana til
reyna að afstýra því að þeir reiðist, ásaka aðra, telja að
feðurnir - þó ofbeldisfullir séu - eigi rétt á að búa með
fjölskyldum sínum, leita til læknis, nota áfengi ótæpilega,
nota róandi lyf - geðdeyfðarlyf - svefnlyf, halda heimilun-
um „óaðfinnanlegum," aðstoða aðra í þeirra erfiðleikum.
Nokkuð er einnig algengt að konurnar eigi erfitt með að
finna og skilgreina eigin þarfir og langanir. Ofbeldið hefur
kennt þeim að það borgar sig ekki að hafa vonir og
væntingar og því hafa þær ómeðvitað og meðvitað eytt
þeim.
Nauðsynlegt er fyrir konur að finna að stuðningsaðilar
hafi skilning á þessum leiðum en dæmi þær ekki hugs-
unarlítið sem „slæmar og óheilbrigðar," því það eykur enn
á niðurlæginguna og vanmáttinn.
Aldur kvennanna getur skipt máli
Nokkuð er misjafnt eftir aldri hvað það er sem einkennir
helst líf þeirra í ofbeldinu. M.a. samkvæmt reynslu af starfi í
Kvennaathvarfinu þá eru oft viðkvæmustu konurnar, þær
konur sem eru á barneignaraldri með ung börn. Þær eru
oft illa haldnar af sektarkennd, kvíða og vanmætti um að
geta ekki staðið sig sem mæður og verndað börn sín og
veitt þeim viðunandi uppeldisskilyrði. Á móti geta þessar
konur oft verið nokkuð fljótar að átta sig á því við hvað
þær búa og þannig byrjað að vinna sig út úr ofbeldinu.
Langfjölmennasti hópurinn, sem leitar sér aðstoðar í
Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998