Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Síða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Síða 25
Þorgerður Ragnarsdóttir Á Stór-Reykjavíkusvæðinu er göngudeildar- þjónustu fyrir geðsjúka sinnt af tveimur stofnun- um, Ríkisspítöium og Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Hér fara á eftir viðtöl við hjúkrunarfræðinga sem starfa á þessum stöðum. Ríkisspítalar Hjá Ríkisspítölum eru göngudeildir á geðsviði á þremur stöðum; á barna- og unglingageðdeildinni, að Kleppsspít- ala og á Landspítala. Göngudeild fyrir unglinga Salbjörg Bjarnadóttir, hjúkrunar- fræðingur, hefur undanfarin ár verið deildarstjóri á göngudeild unglinga og sinnir þar aðallega 13-18 ára unglingum og fjöl- skyldum þeirra. Á göngudeild barna- og ung- lingageðdeildarinnar starfa hjúkr- unarfræðingar, læknar, sálfræð- ingar og félagsráðgjafar sem mynda þverfagleg teymi. Sal- björg tilheyrir teymi sem aðstoða börn, unglinga og fjöl- skyldur þeirra við lausn ýmissa vandamála t.d. vegna þunglyndis, sjálfsvígsþanka, lystarstols og hegðunar- og fíkniefnavanda. Önnur teymi sinna t.d. börnum með of- virkni og hegðunarröskun. Mikil áhersla er lögð á sam- vinnu milii allra fagaðila þar sem sérþekking hvers og eins fær að njóta sín en kemur jafnframt hópnum til góða. Meðferð byggist mikið á viðtölum við einstaklinga, hópa eða fjölskyldur. Gæta verður trúnaðar í þessum viðtölum því einstaklingurinn verður að geta treyst því að leyndarmál sem hann kærir sig ekki um að ræða við fjölskylduna leki ekki þangað og öfugt. Byrjað er með einu viðtali í viku en smám saman verða viðtölin strjálli. Meðferðin getur tekur allt frá 10 skiptum og upp í 1 -2 ár. Salbjörg segir að mikilvægast sé að ná samvinnu við foreldrana um málefni barnsins. „Foreldrar þurfa að vera til taks þegar unglingar þurfa á að halda,“ segir hún. „Fjölskylduviðtöl hjálpa fólki að rækta samband sín á milli og við unglinginn. Það hjálpar fólki að koma skipulagi á líf sitt þannig að það gagnist öllum í fjölskyldunni." Fæstir þeirra sem eru I viðtölum á göngudeildinni enda með að leggjast inn á unglingadeildina. Gerist þess hins vegar þörf er höfð náin samvinna við hjúkrunarfræðinga þar. ÍY' tyrír geðsjúka Starfsálag á barna- og unglingageðdeildinni er mjög mikið. Mannafli er vart sambærilegur hér við það sem ge- rist í nágrannalöndunum. „Hér sinnum við 0,2-0,5% af unglingum og hjá okkur eru langir biðlistar. Meðal ná- grannaþjóðanna fá aftur á móti 2-5% unglinga svona að- stoð. Það jók á erfiðleikana að vinnulagi sálfræðinga í grunnskólanum hefur verið breytt og aðeins er ætlast til að þeir sinni greiningarvinnu. Unglingarnir koma oft seinna til okkar en æskilegt er og eftir að hafa lent í svo miklu," segir Salbjörg. Hún álítur að skólahjúkrunarfræðingar séu í lykil- aðstöðu til að ná til barna og unglinga og koma þeim fyrr til hjálpar. „Það geta legið duldar ástæður á bak við ósk um að fá endurtekið plástur á skrámur," segir hún. Salbjörg telur að það sé erfitt að vera unglingur í dag. Til hennar koma krakkar úr öllum þjóðfélagshópum. „Þau geta fengið alla skapaða veraldlega hluti, ég er oft hissa á hvað krakkar eiga, t.d. GSM síma og sjónvarp. En þau vantar samveru með sér eldra fólki og að geta talað við foreldra sína og að þeir séu til staðar þegar á þarf að halda,“ segir hún. Hún segir einnig að kröfur sem gerðar eru til unglinga hafi aukist og að það valdi oft kvíða og jafnvel þunglyndi. Sumir foreldrar geri kröfur um svo fullkomna frammistöðu að jafnvel 9,5 í einkunn sé ekki nógu gott. Loks geri samfélagið kröfur um ákveðið útlit sem hæfir fæstum. Einelti getur líka verið mjög grimmt og er að því er virðist vaxandi vandamál. Salbjörg nefnir sem dæmi ungling sem allir spörkuðu í þar sem hann gekk og þeir sem ekki vildu sparka voru útskúfaðir úr hópnum. Unglingurinn brotnaði á endanum niður þó að hann væri nokkuð sterkur fyrir. „í einelti þurfa oft bæði gerendur og þolendur hjálp. Gerendur eru gjarnan einstaklingar með brotna sjálfsmynd og minni- máttarkennd sem hafa híft sig upp með töfíarastælum og fórnarlambið á oft erfitt með að svara fyrir sig.“ Salbjörg vill vekja athygli á Fjölskyldumiðstöð sem Reykja- víkurborg, heilbrigðisráðuneytið, félagsmálaráðuneytið og Rauði kross íslands standa fyrir á Heilsuverndarstöð Reykja- víkur. Starfsfólkið frá Stuðlum, Félagsmálastofnun, barna- og unglingageðdeildinni og Teigum tekur þar viðtöl við börn sem eru farin að bregða út af venjulegri hegðun eða byrjuð að fikta við ávana- og fíkniefni. Þeim sem leita til Fjöl- skyldumiðstöðvarinnar standa til boða 3 viðtöl við tvo aðila og áframhaldandi meðferð í hópum. í viðtölunum kemur stundum fram að neysla unglinganna er meiri en þeir sjálfir og foreldrar þeirra gerðu sér grein fyrir og þá er þeim boðin frekari meðferð. Fjölskyldumiðstöðin er tilraunaverk- efni sem stendur en vonandi verður því starfi haldið áfram. 105 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.