Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Page 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Page 26
Göngudeildin að Kleppi Margrét Sæmundsdóttir, hjúkrun- arframkvæmdastjóri, og Sigríður Bjarnadóttir, stoðhjúkrunarfræð- ingur, leggja áherslu á að starfið á göngudeild Kleppsspítala sé fyrst og fremst fyrirbyggjandí. „Við sinnum aðallega langveikum sjúk- lingum og nýkomusjúklingar eru færri hjá okkur en á göngudeild Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur," segja þær. Með langveiku fólki er átt við þá sem hafa verið veikir í ein tvö ár eða lengur og geta ekki tekist á við lífið nema með stuðningi fagaðila. Á deildinni eru þrjár stöður fyrir hjúkrunarfræðinga. Utan dagvinnutíma sinna þeir bráðavöktum á göngudeild Landspítalans á móti hjúkrunarfræðingum þar. Sjúklingarnir sækja þjónustu sína á göngudeildina og mæta þangað reglulega í eftirlit og til sumra er farið í vitjan- ir. Árið 1996 sóttu 162 einstaklingar göngudeildina og voru skráðar komur þeirra á deildina hátt í 4000. „Þeir sem koma til okkar mæta á göngudeildina til að fá lyf t.d. einu sinni í viku eða hálfsmánaðarlega og tala við lækni og hjúkrunarfræðing. Sumir koma reyndar mun oftar. Margir þeirra búa einir og þurfa þétt eftirlit og stuðning til að geta bjargað sér utan stofnunar. Fæstir geta sinnt þörfum sínum hjálparlaust eða verið í vinnu," segja Margrét og Sigríður. Sigríður segir að forsenda þess að fólkið geti búið úti í bæ sé gott eftirlit og að það taki lyfin sín reglulega. Um- önnuninni og eftirlitinu er sinnt af þverfaglegum hópi. Allir hafa sinn geðlækni sem þeir hitta reglulega og til hjúkrun- \ arfræðinganna koma þeir til að tala og fá lyfin sín. Félags- ráðgjafar og aðrir fagaðilar eru kallaðir til eftir þörfum. Allir sem sinna sjúklingnum hafa náin samskipti sín á milli og síminn er mikið notaður. „Sjúklingarnir hringja til okkar og að við hringjum í þá. Ef einhver skilar sér ekki í eftirlit er hringt heim til hans og unnið að því að fá hann til að mæta aftur. Með símaþjónustu er hægt að hindra veikindi og óþarfar innlagnir. Einnig er gott samstarf milli göngudeilda og móttökudeilda. Deildirnar bregðast vel við ef einhver er að veikjast þannig að hann getur fljótt lagst inn. Þessi nána samvinna styttir sjúkdómstíma hverju sinni og lækkar kostnað," segir Sigríður. Á göngudeildinni fær fólk lyfin sín sérpökkuð í þynnur með skömmtum fyrir hvern dag sem pakkar lyfjunum. Flún segir að þó að breytingar á lyfjaskömmtum og lyfjaávís- unum séu tíðar hafi það aldrei skapað vandamál gagnvart apótekinu og að þetta fyrirkomulag hjálpi til við eftirlit með sjúklingum, lyfjakostnaður sé mjög lítili á deildinni og að lyfjum sé endurpakkað ef hægt er. Frá göngudeildinni er farið í heimavitjanir til þeirra sem treysta sér ekki til að koma inn að Kleppi. „Það eru aðallega hjúkrunarfræðingar sem fara í slíkar vitjanir en læknarnir gera það stundum líka. Yfirleitt er um að ræða einstæðinga, bæði kon- ur og karla. í heimavitjunum er mikilvægast að sjúklingarnir treysti okkur og að við sýnum skilning á stöðu þeirra í lífinu. í tengslum við göngudeildina á Kleppsspítala eru 4 vernduð heimili, eitt í Asparfelli, annað í Krummahólum og tvö eru á Kleppsvegi. „Þessi heimili eru á vegum Kleppsspítala og utan við kerfi Félagsmálastofnunar sem rekur sambýli annars staðar í bænum,“ segir Margrét sem hefur átt stóran þátt í að gera þetta fyrirkomulag mögulegt. „Þar býr fólk sem hefur verið valið og „þjálfað" til að búa saman úti í bæ. Fólkið leigir íbúðirnar af Öryrkja- bandalagi islands og fær stuðning frá meðferðarteymi á göngudeild Kleppsspítala og heimilishjálp. Hjúkrunarfræð- ingar og læknar göngudeildarinnar fara þangað í heimsóknir eftir þörfurn," segir hún og leggur áherslu á að fagfólkið komi sem gestir á heimilin. Sem stendur búa 12 manns á þessum vernduðu heimilum. Meðallegutími þeirra á spítalanum áður en þeir fluttu þangað var u.þ.b. 24 ár. ( byrjun fluttu einungis konur en síðan fylgdu karlar í kjölfarið. Heimilin eru kynskipt því það hefur reynst betur. Fyrir flutninginn var fólkið þjálfað í að búa út af fyrir sig og skipta með sér verkum. „Konurnar þurftu fyrst og fremst að læra ýmis hagnýt atriði eins og að fara í banka en karlarnir þurftu að læra að taka til hendinni á heimili. Þessi tilhögun hefur gefist betur með geðklofa- sjúklinga en oflætissjúklinga. Oflætissjúklingarnir hafa til- hneigingu til að taka stjórnina í sínar hendur og koma sér út úr húsi með því. Geðklofasjúklingarnir hjálpast hins vega að við að byggja hver annan upp. Mikilvægur þáttur í sjálf- stæði þeirra er sá stuðningur og öryggi sem felst í því að vita að hægt er að leita til stofnunarinnar nótt sem dag. Gott aðgegni að þjónustu er skilyrði fyrir því að þetta sé hægt. Þetta er framtíðin í þjónustu við langveika geðsjúklinga og ávinningurinn er ótvíræður bæði fyrir fólkið sem þarf á henni að halda og fjárhagslega fyrir opinbera sjóði,“ segir Margrét. Hún segir að sumir vinni t.d. í Bergiðjunni, sem er mjög fjölbreyttur vinnustaður, en aðrir séu aðallega heima. Allir fá tækifæri til að koma á dagdeildina á Kleppsspítala eða taka þátt í iðjuþjálfun. í sambýlum sem Geðhjálp, hagsmunasam- tök geðsjúkra, sér um á vegum félagsmálaráðuneytis búa 30 manns. Göngudeild Kleppsspítala sinnir lyfjaeftirliti þeirra í samvinnu við starfsfólk Geðhjálpar og lækna geðdeildar Landspítalans. Þetta fólk er of veikt til að geta búið eitt eða verið á almennum vinnumarkaði en hefur ekki eins langa sjúkrasögu og þeir sem búa á vernduðu heimiiunum. Enn einn þátturinn í starfsemi göngudeildar Klepps- spítala er geðeftirlit á Ási í Hveragerði. Þar eru 60 rúm og Margrét Sæmundsdóttir Sigríður Bjarnadóttir 106 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.