Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Page 27
þangað fer fólk stundum til hvíldar þegar það er búið að
ganga endurtekið í gegnum meðferð. Dvölin á Ási gefur frí
frá meðferð á Kleppsspítala í 2-3 ár. Hjúkrunarfræðingar
göngudeildarinnar að Kleppi fara þangað vikulega til að
sinna geðeftirliti.
Göngudeild geðdeildar Landspítalans
Björg Guðmundsdóttir, hjúkrunar-
framkvæmdarstjóri á göngudeild
geðdeildar Landspítalans, segir að
þar fari fram öll þráðamóttaka.
Einnig fer þar fram eftirmeðferð og
hópur langveikra sjúklinga sækir
þangað einnig stuðning og fær lyf
og reglubundið eftirlit.
Ef fólk veikist skyndilega fær
það viðtal á þráðamóttökunni og
í framhaldi af því er ákveðið hvort
það þarf að leggjast inn eða ekki.
Sumir fara heim aftur en koma reglulega í stuðningsviðtöl
á göngudeild.
Stöðuheimildir á deildinni eru 4 en starfandi eru 3
hjúkrunarfræðingar í 2,7 stöðugildum. Árið 1997 komu alls
2279 bráðatilfelli á deildina sem hjúkrunarfræðingar og
læknar sinntu saman, 387 þeirra komu á dagvinnutíma en
1892 utan dagvinnutíma. Skipulagðar komur voru 2017.
Hjúkrunarfræðingar göngudeildar gefa lyf, veita stuðn-
ingsviðtöl, bráðaviðtöl, slökun og fara í vitjanir. Allir sjúk-
lingar fá mat læknis á hvernig aðstoð það þarf og síðan er
haft samband við viðkomandi fagaðila.
Hjúkrunarfræðingar deildarinnar hafa áralanga þjálfun í
að veita djúpslökun. Þeir leggja metnað sinn í að veita þá
þjónustu þó mannekla sé á deildinni og meðferðin sé tíma-
frek, u.þ.b. 1 klst. hvert skipti. Þannig komu 83 einstaklingar
til þeirra í djúpslökun árið 1997. Samanlagt komu þeir 630
sinnum og mætti hver og einn í 35-204 skipti. Fólk sem
kemur í stuðningsviðtöl á gjarnan í tímabundnum erfiðleik-
um og djúpslökun hentar mörgum vel í þeim aðstæðum.
„Sjúklingahópurinn hér er mjög fjölbreyttur og það er metið
hverjir geta notfært sér þessa meðferð," segir Björg. „Með
djúpslökun er m.a. hægt að bæta líðan og draga úr kvíða
og spennu. Þannig getur djúpslökun dregið úr einkennum,
hjálpað til með svefn og styrkt sjálfsmynd fólks. í þessu felst
í raun sjálfsstyrkjandi vinna fyrir fólk.“
Björg segir að stöðugt megi hugsa sér eitthvað sem
hægt væri að gera betur. Hún segir t.d. að æskilegt væri
að geta veitt fólkið í tímabundinni kreppu markvissari þjón-
ustu. Hún segir að fólk í kreppu þurfi ekki endilega að
leggjast inn en þurfi hins vegar tíð viðtöl í afmarkaðan tíma.
Þá segir hún einnig að mikilvægt væri að auka stuðning
og meðferð fyrir fjölskyldur á deildinni en að til þess þyrfti
meiri mannafla.
Sjúkrahús Reykjavíkur
Hvíta bandið
Göngudeild geðdeildar Sjúkra-
húss Reykjavíkur er á Hvíta band-
inu á Skólavörðustíg. í húsinu er
dagdeild fyrir um 20 langlegu-
sjúklinga á 1. hæðinni, dagdeild
fyrir 20-30 sjúklinga á annarri
hæð og á þriðju hæð göngudeild
þar sem læknar og hjúkrunar-
fræðingar sinna göngudeildarsjúk-
lingum sjúkrahússins. Þar fer einnig
fram hópmeðferð sem byggir á
kenningum sálgreiningar og hand-
leiðsla fyrir starfsfólk sjúkrahússins, einstaklinga og fjöl-
skyldur. Á 4. hæð hússins er loks listmeðferð..
Soffía Snorradóttir er hjúkrunardeildarstjóri á göngu-
deild og dagdeildinni á annarri hæð hússins. Dagdeildin
var opnuð í ágúst 1997 koma þeim ut í þjóðfélagið þar
sem hann geti staðið á eigin fótum. Sjúklingarnir þar eru í
yngri kantinum 19-50 ára. „Beiðni um meðferð á deildinni
berst ýmist frá deild A-2 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eða frá
sérfræðingum úti í bæ,“ segir Soffía. Á deildinni er ástand
sjúklinganna fyrst metið og svo er sett upp markviss
virkniáætlun í samvinnu við þá. Jafnt og þétt er síðan met-
ið hvernig miðar í átt að settu markmiði. Hver sjúklingur
fylgir einstaklingsbundinni stundaskrá og haldin er viðveru-
skrá. „Fyrir suma sem jafnvel hafa lengi snúið sólarhringn-
um við er það heilmikið átak að þurfa að mæta einhvers
staðar á réttum tíma,“ segir Soffía. Byrjað er á hópfundi á
hverjum morgni og að honum loknum bíða mismunandi
viðfangsefni. Ýmsir hópar eru starfræktir t.d. gönguhópur,
sundhópur, hreyfingar- og slökunarhópur og menningar-
hópur. Þá er í boði undirstöðukennsla á tölvur og frekari
námskeið annars staðar í framhaldi af því fyrir þá sem hafa
áhuga. Margir eru í iðjuþjálfun þar sem m.a. hefur verið
unnið með keramik, endurunninn pappír og blómaskreyt-
ingar. Sumir fara í skóla eða í vinnu og ef þörf krefur er
þeim boðin fylgd á meðan þeir eru að venjast nýjum að-
stæðum. „Við reiknum ekki með langri viðdvöl fólks hér hjá
okkur. Þetta eru einstaklingar sem ætlar sér eitthvað og
við setjum tímamörk í samvinnu við þá. Þegar meðferð
lýkur geta þeir sótt stuðning hingað áfram í vikulega hóp-
tíma," segir Soffía. Hún segir að hópmeðferð sé mikið
notuð á deildinni þar sem hún hafi reynst vel og sé auk
þess hagkvæm. Þá er töluvert lagt upp úr fræðslu ýmiss
konar og vikulega eru fyrirlestrar t.d. um þunglyndi, sam-
skipti, svefntruflanir og stuðning sem geðsjúkum stendur
til boða í þjóðfélaginu.
Björg
Guðmundsdóttir
Soffía Snorradóttir
Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998
107