Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Side 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Side 28
ölmenn Meðkj úkrudAY'v'Áð^'te.fKA „Frá luktum dyrum út í nýjar víddir" var yfirskrift norrænnar geðhjúkrunarráðstefnu sem var haldin í fyrsta sinn hér á landi dagana 17. - 20. septem- ber sl. Fjallað var um þátt geðhjúkrunar í að fyrirbyggja sturlun bæði á stofnunum og úti í þjóðfélaginu með því að grípa fljótt inn í. Ráð- stefnuna sóttu 470 manns, þar af 50 íslend- ingar. Umsjón hafði fagdeild geðhjúkrunarfræð- inga og FiFi ráðstefnuþjónustan. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar var Stephen Haines RPN, BN, geðhjúkrunarfræðingur, frá Victoria í Ástralíu. Hann er yfirhjúkrunarfræðingur við Early Psychosis Prevention and Intervention Centre (EPPIC) sem er miðstöð forvarna, grein- inga og meðferðar ungra einstaklinga með sturlunareinkenni. [ máli hans kom fram að því fyrr sem gripið er inn í sturlunareinkenni því meiri möguleikar eru á bata og minni hætta á að sjúklingar verði langveikir. Það hefur komið í Ijós að margir sjúklingar hafa þegar einkenni langveikra við fyrstu innlögn á geðdeild og hafa Ástralir verið í fararbroddi við að rannsaka og breyta meðferðarumhverfi þeirra. Haines ræddi skipulag og samhæfingu þjónustunnar og mikilvægi þess að aðgengi að geðheilsugæslu/geðheilsuvernd væri gott. Sagði hann að það ætti að vera jafneðlilegt að leita sér geðhjálpar og að sækja aðra heilbrigðisþjónustu sem samfélagið v,eitir. Einnig kom fram að mikil áhersla er lögð á rannsóknir og að niðurstöður þeirra skili sér strax í starf- inu. Þannig væri fræðileg þekking samofin þeirri verklegu. Meðal annarra fyrirlesara var Anne Lise Öksnevad frá Noregi sem greindi frá TIPS samstarfsverkefninu sem Ulleval sjúkrahúsið í Ósló, sjúkrahúsið í Stavanger í Noregi og Stephen Haines frá Ástralíu tv. og Rúdólf Adólfsson, moderator th. Glatt á hjalla að kvöldi dags. Roskildesjúkrahúsið í Danmörku vinna að. Þar, sem víða annars staðar, hefur þróunin verið sú að sjúkrarúmum fækk- ar, sjúklingar útskrifast fljótt heim, hörgull er á bráðarúmum og aðstandendur eru undir miklu álagi. Þannig hefur dregist á langinn að sjúkdómsgreina og margir sjúklingar þegar orðnir langveikir við fyrstu innlögn. í samvinnu við Ástrali var sett af stað 5 ára samstarfsverkefni um að byggja upp þjón- ustu til að grípa fljótt inn í veikindaferlið og mæta þörfum sjúkra og aðstandenda þeirra eins fljótt og hægt er. Flestir fyrirlesara voru frá Danmörku, Noregi og Sví- þjóð. Ánægjulegt var að í fyrsta sinn voru fyrirlesarar frá Færeyjum og fyrir íslands hönd töluðu þær Eydís Svein- bjarnardóttir, sem talaði um fjölskylduhjúkrun á bráðamót- tökudeildum og Jóhanna Bernharðsdóttir, sem sagði frá rannsóknarverkefni um viðfangsefni í geðhjúkrun m.t.t. 'skráningar. Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, las upp úr bók sinni Englar alheimsins og sagði frá tilurð hennar. Þá hélt Dagný Kristjánsdóttir, doktor í bókmenntafræði, fyrirlestur um Gale tekster og gode lesere- eller omvendt, um bókmenntir eftir Herbjörg Wassmo og sálgreiningu. Þetta bókmenntalega sjónarhorn vakti verðskuldaða athygli og umræður meðal ráðstefnugesta. Stjórn fagdeildarinnar fékk til liðs við sig aðra hjúkrunar- fræðinga til hjálpar á ráðstefnunni og vill þakka þeim. Rúdólf Adólfsson tók að sér hið geysimikilvæga hlutverk að vera „moderator". Hvorki hann né aðrir stjórnarmenn vissu hvað það orð merkir nákvæmlega en Rúdólf fékk mikið og verðskuldað hrós fyrir frammistöðu sína í því embætti. Á dagskránni var einnig móttaka í boði Reykjavíkur- borgar og heilbrigðisráðuneytis og skoðunarferð til Þing- valla, Gullfoss og Geysis. Ekki þarf að fjölyrða um að samveran þessa sólar- hringa innan um svo marga hjúkrunarfræðinga á geðdeild- um var mjög gefandi, bæði faglega og félagslega. Hún gaf aukinn styrk til að halda áfram að bæta fagið geðhjúkrun. Guðbjörg Sveinsdóttir 108 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.