Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Page 33
Helga Björk Eiríksdóttir
Fjölbreytni í hjúkrun
l~AHÁsb\§AA<$ll/L
d
Hjúkrunarfræðingar tilheyra einni af þeim starfstéttum sem eru nauðsynlegar um
land allt. Að búa á landsbyggðinni er ólíkt því að búa á höfuðborgarsvæðinu. Að
vinna úti á landi er þess vegna líka frábrugðið. Starf á deild á stóru sjúkrahúsi á
ekki endilega margt sameiginlegt með starfi hjúkrunarfræðings á litlu sjúkrahúsi
eða heilsugæslustöð úti á landi. Hér á eftir fara viðtöl við tvo hjúkrunarfræðinga
sem starfa báðar á landsbyggðnni en við ólíkar aðstæður.
Hjúkrunarforstjóri á tveimur stöðum
Á Egilsstöðum stendur heilsugæslustöðin við sömu götu og
sjúkrahúsið. Þessir vinnustaðir deila fleiru en götuheitinu
því sami hjúkrunarfræðingurinn er hjúkrunarforstjóri á þeim
báðum. Hún heitir Halla Eiríksdóttir og býr beint á móti
heilsugæslustöðinni svo hún á stutt að fara í vinnuna.
Halla fæddist í Reykjavík fyrir tæpum 40 árum. Hún ólst
þar upp fram að 6 ára aldri en fluttist þá út á land. Leiðin lá
aftur til Reykjavíkur þegar hún komst á menntaskólaald-
urinn. Hún kiáraði hjúkrunarnámið frá Hjúkrunarskóla ís-
lands árið 1981 og hóf starfsferil sinn á barnadeild Landa-
kots. Eftir stutta dvöl í útlöndum kom Halla heim og hélt
áfram á barnadeildinni. Nokkru síðar fór hún í framhalds-
nám í barnahjúkrun í Nýja hjúkrunarskólanum.
í júlí 1989 hélt Halla til Egilsstaða og tók við starfi hjúkr-
unarforstjóra á heilsugæslunni. Tveimur árum síðar var starf
hennar sameinað hjúkrunarforstjórastöðunni á sjúkrahúsinu.
Hún er nú í hálfu starfi á hvorum stað. Halla er ánægð með
breytinguna: „Ég vissi aldrei hverju ég var að stjórna á
heilsugæslunni. Mér fannst fáranlegt að hafa tvo hjúkrunar-
forstjóra og var til í að prófa að sinna báðum störfunum
þegar tækifærið gafst. Starf mitt breyttist gífurlega. Ég fór úr
valdalausri pappírsvinnu í 100% stjórnunarstöðu."
40 manna rútuslys fyrsta daginn
Halla þekkti lítið til Egilsstaða þegar hún ákvað að flytja
þangað. En hvað rak hana út á land? „Ég var ein með
barn í Reykjavík. Ég vann aðra hvora helgi og var í vakta-
vinnu. Mér fannst þetta hundalíf. Ég ólst upp á Rangár-
völlum og er náttúrubarn að eðlisfari. Ég vissi að málið
væri í mínum höndum. Það kæmi enginn og bjargaði mér.
Ég yrði sjálf að skapa mér betra líf." Halla taldi sig því ekki
hafa neinu að tapa. „Fyrst hugsaði ég: Ég fer út á land,
vinn á sjúkrahúsi og þéna peninga." En það vantaði engan
á sjúkrahúsið, bara á heilsugæsluna og það var bara dag-
vinna. Peningadraumurinn myndi ekki rætast en mig hafði
alltaf langað til að vinna á heilsugæslu“. Halla vissi ekki
hvað hún var að fara út í. Hún kom á staðinn að sumri til
og fyrsta daginn í vinnunni var 40 manna rútuslys: „Hvar
eru hlutirnir eiginlega geymdir hérna?"
Þetta fyrsta sumar Höllu var mikið slysasumar. „Ég sá
fljótt að heimsóknir á heilsugæslustöðvarnar í Reykjavík var
ekki rétti undirbúningurinn fyrir starfið. Ég hefði betur farið á
slysadeild." Henni hafði aldrei verið tjáð að slysamóttökur
landsbyggðarinnar væru yfirleitt heilsugæslustöðvarnar.
Hver þurrkar gifsblettinn af gólfinu?
Til að byrja með var Halla ósátt við aðbúnaðinn. Læknar
voru einir á vakt og henni þótti lítið að einn læknir og
sjúkrabílstjóri færu í útköll. Upp frá því þróaðist bakvakta-
kerfi hjá hjúkrunarfræðingunum. „Um helgar á sumrin er
alltaf hjúkrunarfræðingur á bakvakt til að sinna tilfellum
sem koma upp í slysamóttökunni."
Halla komst fljótt að því þegar hún fór að sækja upp-
lýsingar til heilsugæslunnar í Reykjavík að starfsemin þar er
allt önnur en á Egilsstöðum. „Þar er auðveldara að skipta
verkum í ákveðin hólf. Þar sinna hjúkrunarfræðingar til
dæmis bara skólahjúkrun eða bara ungbarnaeftirliti. Þar er
mikil sérhæfing. Lítil heilsugæslustöð úti á landi er þannig
vinnustaður að maður verður að vera viðbúinn því að
ganga í öll verk.“ Hún segir að það kalli á árekstra ef fólk
haldi of mikið í störf sín á fámennum vinnustöðum. „Þjón-
ustan getur liðið fyrir þetta. Við verðum að koma fram sem
~
Tímarit hjúkrunarfræöinga leitaði eftir samstarfi við
nemendur í hagnýtri fjölmiðlun í Háskóla íslands
um greinaskrif í blaðið. Helga Björk Eiríksdóttir var
í framhaldi af því fengin til að kynna sér fjölbreytni
í hjúkrun með viðtölum við hjúkrunarfræðinga.
Helga Björk er með BA-próf í ensku og ítölsku.
Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998
113