Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Qupperneq 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Qupperneq 35
fræðinga sem helgi sig heimahjúkrun ráði óvissan ríkjum. Það verði Ifka bráðatilfelli í heimahúsum. „Þess vegna hentar ekki öllum hjúkrunarfræðingum að starfa í slíku umhverfi. Þetta er megineinkenni heilsugæslunnar úti á landi." Þar sem allir þekkja alla Það er annað sem einkennir landsbyggðina og hefur áhrif á heilsugæsluna - allir þekkja alla. Hvernig finnst Höllu að starfa í þess konar umhverfi? „Vinkona mín varaði mig við: „Halla, þú ert að fara út á land. Þar er talað um fólk og fylgst með því.“ Þetta vissi ég og mér fannst það ekki erfitt.“ Halla hefur gaman af ættfræði og að umgangast fólk. Hún hugsaði þess vegna til þess hvað væri gaman að vinna á stað þar sem allir þekktu alla. Þessu er að hennar mati öfugt farið í Reykjavík. „Á barnadeild fannst mér svo leiðinlegt að fólk kom inn með hundveika krakka og fór í gegnum mikla erfiðleika. Maður stóð með fjölskyidunni gegnum súrt og sætt. Svo fór fjölskyldan og maður sá hana ekki aftur og vissi ekki meira um afdrif hennar." Hún vildi frekar geta fylgt öllum eftir, frá börnunum til afa og ömmu. Halla minnist fyrsta haustsins á Egilsstöðum: „Ég fór með læknunum í alla sjö skólana sem heyra undir okkur. Einn læknanna var héðan og hann fræddi mig um ættir barnanna og uppruna. Það er kosturinn við svona lítinn stað. Maður skilur fólk frekar af því að maður þekkir bakgrunn þess." Úr þröngsýni í víðsýni Það er þó ekki alltaf kostur að vita allt um alla: „Það getur til dæmis verið mjög þrúgandi að vita allt um erfiðleika manneskju sem þú ert með í leikfimi. Maður verður bara að ákveða hvernig skuli tekið á málunum og sem best skilið á milli vinnu og einkalífs." Þetta getur hins vegar oft reynst erfitt. „Við erum í miklu návígi við dauðann. Fólk deyr heima hjá sér eða á sjúkra- húsinu og maður fylgir fjölskyldunni í gegnum sorgina. Hjá því verður ekki kornist." Halla álítur að það sem er erfitt að takast á við sem fagmanneskja sé þroskandi. Það hjálpi manni til að mæta erfiðleikum sem eðlilegum hluta af lífi og starfi. Halla er ekki í neinum vafa um að návígið í litlu samfé- lagi hafi miklu fleiri kosti en galla. „Þegar ég var búin að vera hér á Egilsstöðum í hálft ár sá ég að áður hafði ég lifað í kassalaga umhverfi. Minn heimur var barnadeildin og hagsmunir barna. Ég vissi ekkert um fjölskyldur eða samfélag þeirra. Ég fór úr þröngsýni í víðsýni. Það er hægt að vera mjög fær á afmörkuðu sviði án þess að hafa hug- mynd um heildarmyndina." Halla orðin sveitó! Finnst Höllu jafngott að búa á Egilsstöðum og að vinna þar? „Maður lifir ekki á uppákomum í lífinu. Það er bara smá partur af lífinu að fara í bíó eða leikhús. Daglega lífið er Dagbjört Bjarnadóttir ásamt tveimur af börnum sínum. 90% tilverunnar og það er einmitt daglega lífið sem mér finnst miklu betra hér en í Reykjavík. Þess vegna bý ég hér og er mjög ánægð.“ Á Egilsstöðum byrjaði hún í leikfélaginu og hefur gert margt sem hún hafði ekki reynt í Reykjavík. „Fyrst eftir að ég flutti hingað austur fannst mér gott að fara til Reykjavíkur, en í dag þrengir orðið að mér þegar ég er þar, þessi þétta byggð. Ég þarf einfaldlega meira rými." Hún segist vera hætt að reyna að útskýra fyrir fólki af hverju hún búi ekki í Reykjavík og segist ekki geta hugsað sér að búa þar. „Voðalega ertu orðin sveitó", segir fólk þá. Til að byrja með fannst Höllu hún vera að missa af ein- hverju félagslega og faglega. Það hafi hins vegar haft þau áhrif að hún sé miklu duglegri að fylgjast með nýjustu straum- um í faginu. Henni finnst samstarfsfólkið líka mjög gott. Hún segir Egilsstaði opnara samfélag en algengt sé um bæi af svipaðri stærð. Það sé mikil hreyfing á fólki, þannig að maður þekki ekki alltaf alla. „Hér eru ekki allir með nefið ofan í hvers annars koppi.“ Snemma beygist krókurinn Heilsugæslustöðin í Mývatnssveit er í Reykjahlíð, í 56 kíló- metra fjarlægð frá höfuðstöðvunum á Húsavík. Á stöðinni starfar einn hjúkrunarfræðingur, Dagbjört Bjarnadóttir. Auk þess að sinna hefðbundinni heilbrigðisþjónustu er hún með neyðarafgreiðslu á lyfjum. Hún er gift Agli Freysteins- syni, bónda í Vagnbrekku við Mývatn, og á þrjú börn. Dagbjört hóf framhaldsmenntun sína í Menntaskólan- um við Hamrahlíð. Hún var þó aðeins 3 ár þar, því hún varð ófrísk og var heima í eitt ár. Þá þegar dreymdi hana um að verða hjúkrunarfræðingur. Hún hafði unnið á Lands- spítalanum á sumrin frá því að hún var krakki og hafði því nokkra starfsreynslu: „Ég fékk meðmæli og freistaði þess að sækja um í Hjúkrunarskólanum þó ég hefði ekki stúd- entspróf og fékk inni. Þaðan útskrifaðist ég 1982.“ Dagbjört byrjaði að vinna á Kleppsspítalanum eftir út- skriftina. Hún var eini fastráðni hjúkrunarfræðingurinn á 115 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.