Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Page 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Page 42
• Reynsla er komin á hagkvæmni þess aö sjúkrahúsin í Reykjavík reki sameiginlega ýmsa starfsemi og má þar nefna innkaup á lyfjum og þvottahús. Það kann að vera hægt að reka ýmsa aðra þætti á hagkvæmari máta en gert er í dag s.s. almenn innkaup, birgðahald, eldhús, tækni- og tölvuþjónustu, rannsóknaþjónustu, fræðslu og nefndir t.d. er varða gæði þjónustunnar. • Rekstur sjúkrahúsa er að mestu leyti greiddur úr ríkis- sjóði. Reykjavíkurborg, eitt sveitarfélaga í landinu, rekur sjúkrahús, SHR. Borgaryfirvöld eru háð afstöðu/sam- stöðu við ríkið þegar upp koma ágreiningsmál er lúta að rekstri eða fjárveitingum. Öll önnur sjúkrahús sveitar- félaga voru færð til ríkisins við breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga um áramótin 1990-1991. • Árangursrík breyting á starfsemi stofnana sem miðar að aukinni samvinnu og verkaskiptingu byggir á að ná- kvæm greining á tilgangi og markmiðum með slíkri breytingu hafi farið fram. Samkomulag um grundvallar- hugmyndir, stefnumótun og markmið stofnana þarf að liggja fyrir, en jafnframt þarf að taka tillit til mismunandi sögu og menningar viðkomandi stofnana. • Stöðugildi Rsp eru um 2500 talsins og stöðugildi á SHR eru um 1500 talsins. Hvort um sig eru þau með stærri fyrirtækjum landsins. U.þ.b. helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga í landinu eru starfandi á þessum tveimur stofnunum. • Erfitt getur reynst að ná samstöðu um sameiningu Rsp og SHR í eitt sjúkrahús. Nefndin leggur til eftirfarandi: • Ábyrgð á rekstri SHR verði flutt til ríkisins. Ekki eru for- sendur fyrir því að Reykjavíkurborg, eitt sveitarfélaga, reki sjúkrahús. • Skoðuð verði hugmynd um að Rsp og SHR myndi nokk- urs konar parsjúkrahús, þar sem hvor stofnun fyrir sig hefði ákveðið sjálfstæði (sjá fylgiskjal 1, um parsjúkra- hús). Ein yfirstjórn yrði yfir þessum tveimur stofnunum, en hvor um sig hefði sjálfstæða framkvæmdastjórn. Hlut- verk yfirstjórnar væri að taka stefnumarkandi ákvarð- anir um starfsemi stofnana, en framkvæmdastjórnir hefðu daglega stjórn með höndum. • Leitað verði leiða í rekstri sjúkrahúsanna sem miða að markmiðum um aukna hagræðingu, aukna sérhæfingu og sem um leið skapa frið um tilteknar breytingar og möguleika á samstöðu. • Mikilvægt er að vel sé staðið að myndun parsjúkrahúss og er því lagt til að sett verði á laggirnar nefnd sem hefði það hlutverk að greina tilgang og markmið með myndun parsjúkrahúss og vinni að því að koma á sam- komulagi milli aðila um grundvallarviðhorf, stefnumótun og markmið stofnunar. Þarfir skjólstæðinga verði hafðar í öndvegi við allar skipulagsbreytingar. • Verkaskipting milli sjúkrahúsanna verði aukin m.a. með því 122 að sameina þær deildir sjúkrahúsanna þar sem sérhæfð- asta og dýrasta þjónustan við sama sjúklingahóp er veitt. Aukin samvinna verði milli annarra sérgreina. Á þennan hátt er stuðlað að markvissri framþróun þjónustunnar með því að auka sérþekkingu, sérhæfingu og þjálfun starfsfólks samfara aukinni hagkvæmni, betri árangri og meðferð. • Leitað verði nýrra leiða við skipulagningu á starfsemi sjúkrahúsanna, með valddreifingu og sjálfstæði eininga að leiðarljósi. Skapaðir verði möguleikar á innri sam- keppni innan sjúkrahúsa, hvatt verði til breytileika og til- raunir gerðar með mismunandi skipulag. • Stefnt verði að betri þjónustu með þverfaglegu sam- starfi við gerð klínískra leiðbeininga, setningu þverfag- legra gæðastaðla, virku umbótastarfi og vísindarann- sóknum. • Skoðaðir verði einstaka þjónustuþættir sjúkrahúsanna m.t.t. möguleika og hagkvæmni samnýtingar á tiltekinni þjón- ustu eða starfseiningar stofnaðar kringum tiltekna þætti. Sérstaklega verði kannaðir möguleikar og hagkvæmni þess að gera samninga við aðila utan sem innan stofnunar um rekstur einstakra þátta sjúkrahússtarfseminnar. • Unnið verði að samræmingu í allri gagnavinnslu á sjúkrahúsunum. • í stað þess að rammaljárveiting til reksturs verði ákvörðuð til eins árs í senn eins og nú er verði nýtt heimild í flárreiðulögum um að ákvarða rammafjárveitingu til þriggja ára í senn. Lagt er til að fjárveitingum verði breytt úr föstum fjárlögum eingöngu, í þrískiptar fjárveitingar: fast- ar, breytilegar og árangursbundar fjárveitingar. Fastar fjárveitingar nái til fastra þátta í rekstrinum s.s. kostn- aðar vegna húsnæðis og kennslu. Breytilegar fjárveit- ingar ráðist af umfangi starfseminnar, en árangurs- bundnar fjárveitingar af því hvort markmiðum starfsem- innar er náð. Nákvæmur kostnaðarútreikningur á öllum þáttum starfseminnar er forsenda fyrir því að fjárveiting- ar séu þrískiptar. Mikilvægt fyrir þá útreikninga er að upp- lýsingar úr tölvukerfum sjúkrahúsanna séu samræmdar. Skýrslan lýsir niðurstöðu starfsnefndar sem stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga skipaði í byrjun árs 1998 og var falið það hlutverk að gera tillögur til stjórnar félagsins að stefnu félagsins varðandi hugmyndir um framtíðarskipan sjúkrahúsmála í Reykjavík. Skyldi vinnan byggð á stefnu Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga í hjúkrunar-og heilbrigðismál- um sem samþykkt var á fulltrúaþingi félagsins í maí 1997. Nefndin var skipuð eftirfarandi: Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem jafnframt var formaður nefndarinnar. Anna Lilja Gunnarsdóttir, gjaldkeri Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og forstöðumaður hagdeildar Rsp. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri Rsp. Hildur Helgadóttir, 2. varaformaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hjúkrunarframkvæmdastjóri SHR. Hrund Sch. Thorsteinsson, hjúkrunarframkvæmdastjóri Rsp. Margrét Björnsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri SHR. Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarforstjóri SHR. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.