Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Qupperneq 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Qupperneq 50
Frá Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði Vinnusmiðja fyrir hjúkrunarfræðinga verður haldin 26. ágúst nk. á vegum Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði. Vinnusmiðjan er sérstaklega ætluð hjúkrunarfræðingum sem vinna við endurhæfingu og / eða með sjúklinga eftir heilablóðfall. Sérstaklega er horft til hjúkrunarfræðinga sem starfa á endur- hæfingardeildum og almennum lyflækn- ingadeildum og munu þeir ganga fyrir öðrum um aðgang. Hámarksfjöldi þátt- takenda verður 30 manns. Verð er 5000 kr. og eru gögn innifalin sem og kaffi. Vinnusmiðjan verður haldin í Reykjavík (húsnæði tilkynnt síðar). Vinnusmiðjan felur í sér virka þátt- töku þátttakenda. í kjölfarið er gert ráð fyrir stofnun vinnuhópa um bætta hjúkr- unarþjónustu þess sjúklingahóps, sem að ofan greinir. Leiðbeinandi í vinnusmiðjunni verð- ur dr. Marit Kirkevold, hjúkrunarfræð- ingur. Hún er norsk og er prófessor við Háskólann í Osló. Rannsóknir hennar undanfarin ár hafa verið á sviði endur- hæfingar og með sérstakri áherslu á sjúklinga sem fengið hafa heilablóðfall. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í vinnusmiðjunni eru vinsamlega beðnir að tilkynna þátttöku sína á skrifstofu námsbrautar í hjúkrunarfræði, síma 525 4960, fax 525 4963 fyrir 15. júní. Frekari upplýsingar veitir Ásta Thorodd- sen, lektor, námsbraut í hjúkrunarfræði. ________f______________________________ nqar Börn sem búa við ofbeldi á heimilum Upplýsingar um áhrif ofbeldis á börn sem búa við það á heimilum sínum. Stærð: Þríbrotið A4 Útgefandi: Kvennaathvarfið 1997 Meðganga - Fæðing Ungbarnið Tilgangur með útgáfu bókarinnar er að stuðla að góðri meðgöngu, fæðingu og farsælum fyrstu árum ungra barna. Bókina má nota sem uppsláttarrit þar sem er að finna stuttar lýsingar á ýmsu sem gerist á meðgöngu. Ritstjórn og undirbúningur til prentunar: Ulla Rode, hjúkrunarfræðingur og kynningarstjóri Umsjón með ísienskri útgáfu: Ástþóra Kristinsdóttir, Ijósmóðir Útgefandi: SCA Mölnlycke, 1997 Dreifing: Ljósmæðrafélag íslands Til foreldra - um börn og óbeinar reykingar Samvinnuverkefni krabbameinsfélaganna á Norðurlöndum, styrkt af norræna krabbameinssambandinu /NCU og Evrópusambandjnu (Evrópa gegn krabbameini). Bæklingurinn inniheldur ýmis ráð fyrir foreldra um það hvernig þau geta hlíft börnum sínum við tóbaksreyk. Útgefendur: Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Tóbaksvarnarnefnd 1997. Leiðarljós - Leiðbeiningar fyrir aðstandendur geðsjúkra Tilgangur bæklingsins er að mæta að einhverju leyti þörf aðstandenda geðsjúkra fyrir fræðslu og stuðning. Höfundar telja æskilegt að hann verði afhentur í tengslum við stuðningsviðtal hjúkrunarfræðings eða annarra heilbrigðisstarfsmanna við aðstandendur. í bæklingnum eru reynslusaga fjöl- skyldu geðsjúklings og leiðbeiningar í fjórum hlutum. Saga fjölskyldunnar er rakin í fjögur ár frá því geðsýkin gerir fyrst vart við sig og lýst hvaða áhrif hún hefur á foreldra, systkini og vini sjúklingsins. Leið- beiningarnar sem fylgja fjalla um samskipti aðstandenda og sjúklings, einkenni óeðlilegrar hegðunar, möguleg ráð og samskiptaleiðir sem hafa gefið góða raun og loks aðferðir til að hjálpa aðstand- endum að halda heilsu og starfsþreki. Bæklingurinn er unninn í samvinnu við hjúkrunardeildarstjóra á móttöku- deildum geðdeildar Landspítalans og efni hans er byggt á reynslu af fjölskylduvið- tölum sem höfundar hafa tekið þátt í. Hann er fallega myndskreyttur og í alla staði vel úr garði gerður. Höfundar: Eydís Sveinbjarnardóttir og Unnur Heba Steingrímsdóttir, geðhjúkr- unarfræðingar Myndskreyting: Unnur Heba Steingríms- dóttir (forsíða) og Sigurður Þórir Sigurðsson Útgefandi: Landspítalinn, 1998 Upplag 3000 eintök Stærð: A5, 34 síður Bæklingurinn fæst hjá höfundum og birgðastöð Landspítalans Tilkynning frá Námsbraut í hjúkrunarfræði Hjúkrunarfræðingar sem hafa hug á að Ijúka B.S.-gráðu í hjúkrunarfræði. Hér með tilkynnist að haustið 1998 verður í síðasta sinn hægt að hefja sérskipulagt B.S.-nám. Gert er ráð fyrir að þeir nemendur sem þá hefja nám muni Ijúka því í síðasta lagi vorið 2004. Bent skal á að skráning nýrra nemenda fer fram í nemendaskrá Háskóla íslands á tímabilinu 22. maí til 5. júní. Mikilvægt er að nemendur skrái sig öll námskeið sem þeir ætla að taka næsta skólaár, bæði á haust- og vormisseri. í Ijósi fenginnar reynslu er afar mikilvægt að ofangreindum dagsetningum sé fylgt. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu námsbrautarinnar í síma 525-4960 og 525 4961. 7 130 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.