Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Page 55
i
I
1
I
ÍBÚFEN'
Uflj inmheldur . ;
‘j'f««num200mg.constitu«n«íQ>' ;
Síf » verVjastillandi. bólgueyi*0® 5
sótthita.
ÞAÐER
VERKURINN VIÐ VERKI
HVAÐ MANN VERKJAR UNDAN ÞEIM.
EF VERKURINN ER SVÆSINN OG
ILLSKEYTTUR ER RÁÐ AÐ SLÁ Á VERKINN
- SAMT EKKI OF FAST!
IBUFEN
VINNUR Á VERKNUM
LYFIAVERSLUN ÍSLANDS H F.
TÖFLUR: M 01 AE01 UE
Hver tafla inniheldur: Ibuprofenum INN 200 mg, 400 mg eöa 600 mg.
Eiginleikar: íbúprófen er bólgueyðandi lyf með svipaðar verkanir og acetýlsalicýlsýra. Hefur bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi verkun. Lyfið frásogast hratt eftir inntöku og
helmingunartími í blóði er u.þ.b. 2 klst. Um 60% útskilst í þvagi en 40% með galli í saur. Próteinbinding í sermi er um 99%.
Ábendingar: Bólgueyðandi og verkjastillandi lyf, ætlað til notkunar við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Lyfið má einnig nota sem verkjalyf eftir minni hátttar aðgerðir,
t.d. tanndrátt.
Frábendingar: Lyfið er ekki ætlað vanfærum konum. Lyfið skal ekki notað, ef lifrarstarfsemi er skert. Sjúklingar sem hafa fengið astma, rhinitis eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða
annarra bólgueyðandi lyfja (annarra en barkstera), skulu ekki nota lyfið.
Aukaverkanir: Ofnæmi (útbrot). Meltingaróþægindi svo sem niðurgangur og ógleði. Lyfið skal nota með varúð hjá sjúklingum með tilhneigingu til magasárs eða sögu um slík sár.
Lifrarbólgu hefur verið lýst af völdum lyfsins (toxiskum hepatitis). Astmi getur versnað við notkun lyfsins.
Milliverkanir: Getur aukið virkni ýmissa lyfja svo sem blóðþynningarlyfja og flogaveikilyfja.
Skammtastærðir handa fullorðnum: Sjúkdómseinkenni og lyfjasvörun ákvarða hæfilegan skammt hjá hverjum einstaklingi.
Skammtar eru venjulega 600-2000 mg á dag og ekki er mælt með stærri dagsskammti en 2400 mg. Hæfilegt er að gefa lyfið 3-4 sinnum á dag í jöfnum skömmtum. Morgunskammt má gefa á
fastandi maga til að draga fljótt úr morgunstirðleika. Við nýrnabilun þarf að minnka skammta.
Skammtastærðir handa börnum: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg líkamsþunga á dag, gefið í 3-4 jöfnum skömmtum. Börnum, sem vega innan við 30 kg, skal eigi gefa meira en 500 mg á dag.
Útlit:
Pakkningar og verð:
Töflur 200 mg: Hvítar, kringlóttar, kúptartöflur, 10 mm í þvermál.
Töflur 400 mg: Hvítar, kringlóttar, kúptartöflur, 12,7 mm í þvermál.
Töflur 600 mg: Hvítar, 10 x 21 mm aflangar, kúptar töflur.
Töflur 200 mg: 20 stk. ■ 240 kr.
100 stk. - 773 kr.
Töflur 400 mg: 30 stk. - 532 kr.
100 stk. - 818 kr.
Töflur 600 mg: 30 stk. - 792 kr.
100 stk. - 1040 kr.
Heimilt er að selja takmarkað magn lyfsins í lausasölu, ef hlítt er
gildandi fyrirmælum þar að lútandi, sbr. ákvæði í viðauka 4 við
reglugerð nr. 421/1988 um gerð lyfseðla og ávísun lyfja,
afgreiðslu þeirra og merkingu.