Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 10
í Bandaríkjunum var farið að nota orðið femínismi um 1910. Þá vísaði þetta hugtak til afmarkaðri skilnings á kvennabaráttunni en merkja mátti í baráttunni fyrir auknum réttindum kvenna. Femínismi lagði áherslu á samstöðu kvenna og hélt á lofti hugmyndum um sérstöðu þeirra sem tengdist móðurhlutverkinu og siðferðilegri sérstöðu þeirra (Cott, 1987, Jaggar, 1983). Þeir sem kenndu sig við femínisma fóru fram á gagngerar samfélagsbreytingar en ekki einungis baráttuna fyrir því að einstaklingsréttindi hverrar konu væru tryggð (Cott, 1987). í meginatriðum má halda því fram að allir þeir sem telja sig vera femínista sameinist um það meginmarkmið að útrýma kúgun kvenna. Margir þeirra sem styðja baráttu kvenna fyrir jafnrétti vilja þó ekki kenna sig við femínisma og telja að í honum felist róttækari gagnrýni á ríkjandi skipulag en þeir eru tilbúnir að taka undir. Hins vegar hefur þetta hugtak nú mun breiðari merkingu en það hafði í byrjun tuttugustu aldar og raunar rúmast ýmsar nokkuð ólíkar stefnur innan femínismans. Við upphaf níunda ára- tugarins gerði Jaggar (1983) greinarmun á fjórum megin- skólum innan femínismans. Þeir voru frjálslyndur femín- ismi, marxiskur femínismi, róttækur femínismi og sósíal- iskur eða gagnrýninn femínismi. Þrátt fyrir að hafa sama meginmarkmið að leiðarljósi má greina grundvallarmun á þeim heimspekilegu forsendum sem þeir byggjast á, t.d. um mannlegt eðli og um það hvaða aðferðum beri að beita í baráttunni gegn kúgun kvenna. Frjálslyndi femín- isminn á rætur að rekja til frjálslyndisstefnu nítjándu aldar sem boðaði afnám allra frelsistakmarka og jafna viður- kenningu á rétti allra þegna til þátttöku í samfélögunum. Konur gerðu sér fljótlega grein fyrir að í mörgum tilvikum vantaði töluvert á að þessi nýfengnu mannréttindi næðu til þeirra og umbætur beindust að því að tryggja rétt kvenna á sem flestum sviðum með því að afnema allar takmarkanir á rétti þeirra og möguleikum til sjálfsákvörð- unar um eigið líf. Líkt og hinn frjálslyndi femínismi á marxiski femínisminn rætur að rekja til hugmyndakerfis sem sett var fram á nítjándu öld, en í þessu tilviki um galla hins kapítaliska hagkerfis fyrir hina vinnandi alþýðu. Femín- istar bentu réttilega á að í hinni marxisku kenningu væri ekki tekið mið af hefðbundnum störfum kvenna og hinu mikilvæga framlagi þeirra til samfélagsins, þ.e. að fjölga mannkyninu. Því beindist barátta þeirra sem skilgreindu sig marxiska femínista að því að víkka hugmyndakerfi marxismans. Þriðji skólinn hefur verið nefndur róttækur femínismi en hann er afsprengi hugmynda sem þróuðust innan kvennahreyfingarinnar á áttunda og níunda áratugn- um um sérstöðu kvenna, reynsluheim þeirra og sjónarhorn sem talið var ólíkt hinu ríkjandi karllega sjónarhorni. Síðasti skólinn, sem Jaggar nefnir, er hinn gagnrýni skóli sem leit- ast við að varpa Ijósi á samspil valda, hagsmuna og ríkj- andi hugmynda. Spurt er hvaða hagsmunum það þjóni að takmarka möguleika kvenna til sjálfsákvörðunar og halda 90 þeim innan heimilisins eða í fáum sérvöldum, illa launuðum þjónustustörfum. Greina má áhrif ofangreindra skóla í skrifum ólíkra fræði- manna en áhrif þeirra hafa verið mismikil. Á margan hátt hefur markmiðum hins frjálslynda femínisma verið náð að því marki að ekki er lengur hægt að benda á bein merki þess að konum sé mismunað, t.d. með lögum eða opin- berum reglugerðum. Hins vegar virðist óbein mismunun enn ráðandi að því marki að hlutur kvenna í áhrifastöðum er rýr. Flestir hafa horfið frá því að byggja baráttuna fyrir afnámi kvennakúgunar á grundvelli hefðbundins marxisma, en hið gagnrýna sjónarhorn, sem beinist að því að greina samspil valda og ríkjandi hugmynda, nýtur hins vegar víðtæks fylgis (Benhabib og Cornell, 1987). Hinn róttæki femínismi, sem var mjög áhrifaríkur á níunda áratugnum, hefur verið gagnrýndur harkalega á tíunda áratugnum fyrir að draga upp einfeldningslega og jafnframt þröngsýna mynd af konum. Mun ég hér á eftir gera nánari grein fyrir þeim stefnum og straumum sem verið hafa áberandi innan kvennahreyfingarinnar á undanförnum tveimur áratugum. Konur og karlar: Ólík en jöfn Um og eftir 1970 náði kvennabaráttan sér aftur á strik eftir margra áratuga hlé. Þrátt fyrir áhyggjur af bakslagi (Faludi, 1992) og auknum ítökum ýmissa afturhaldshópa víða í heiminum, sem standa gegn auknum réttindum og frelsi kvenna, t.d. Talebana í Afganistan, bendir margt til þess að áhrifa hennar gæti enn. Áherslurnar, baráttuaðferðirnar og skilningurinn á helstu viðfangsefnunum hafa þó breyst. Upphaflega voru baráttumálin svipuð þeim sem einkenndu aldamótaárin, áhersla á aukna möguleika kvenna til þátt- töku í opinberu lífi í anda frjálshyggjustefnunnar sem lýst var hér að ofan (Crowley og Himmelweit, 1997). Hins vegar komu fljótt fram þau sjónarmið að þetta væri í raun aðeins hluti þess sem þyrfti að breytast. Umræðan færðist í æ ríkara mæli til þess að gera þyrfti grundvallarbreytingar á samfélaginu þar sem tekið væri tillit til þeirra sjónarmiða sem konur hefðu fram að færa. Á þessu tímabili var róttæka stefnan mjög áhrifarík og konur sem hópur sam- einuðust í því að ná fram ýmsum baráttumálum. Bent var á að sú aðgreining eftir kyni, sem einkennir nútíma sam- félög, þýðir að reynsla kvenna og sú þekking, sem þær búa yfir vegna ábyrgðar sinnar og starfa, hafa ekki mótað opinbert líf. Opinbert líf einkenndist af viðmiðum og vinnu- aðferðum karla þar sem sjónarmið og áherslur þeirra sem starfa í tengslum við einkalífið, við umönnun barna og heimilisrekstur hafa ekkert vægi. Konur gerðu sér grein fyrir hinum margslungnu áhrifum misréttis kynjanna og að hér var ekki um einfalda réttinda- baráttu að ræða. Að mati margra var nauðsynlegt að breyta þjóðfélagsgerðinni í grundvallaratriðum og taka í því sambandi mið af hinu ósýnilega en jafnframt mikilvæga framlagi kvenna. ( byrjun níunda áratugarins færðist jafn- Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.