Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 36
Við opnun ráðstefnunnar „Hjúkrun '96“.
sams konar hugmyndir á Norðurlöndunum. „Við ákváðum
að vinna áfram með þessa hugmynd sem kom frá
ráðuneytinu út frá okkar forsendum. Úr því varð til nýtt
launakerfi sem aðrir hópar líta til í dag.“
Vinnutlmakafli samningsins 1997 segir hún þó hafa
verið erfiðastan þar sem verið var að aðlaga kaflann vinnu-
tímatilskipun EES. „Það tók okkur þrjár vikur, oft 16-18
tíma sólarhrings að koma þessu heim og saman. Við
vorum í forystu en í samvinnu við meinatækna, náttúru-
fræðinga og fleiri hópa og það þurfti að skoða þetta út frá
svo mörgum sjónarmiðum, sem var mjög erfitt. Hafi ég
einhvern tíma verið úrvinda af þreytu þá var það þarna."
Uppsagnir hjúkrunarfræðinga
Ásta fór strax að loknum samningum á fund ICN til
Vancouver en hún hefur verið virk í alþjóðasamstarfi hjúkr-
unarfræðinga, er m.a. varaformaður SSN, Samtaka norr-
ænna félaga hjúkrunarfræðinga. Uppsagnir hjúkrunarfræð-
inga í fyrra voru svo næsti kafli kjarabaráttunnar. „Hjúkrun-
arfræðingar sögðu upp sem einstaklingar. Hins vegar ber
félagið ábyrgð á þeim upplýsingum um stöðu launamála
hjúkrunarfræðinga sem var grunnurinn að ákvörðun
margra um uppsögn. Félaginu ber skylda til að koma
ákveðnum upplýsingum um kjaramál á framfæri og gerði
það. Félagið var að vinna að gerð aðlögunarnefndarsamn-
inga og vann þar með fjölda hjúkrunarfræðinga og voru
því töluverð samskipti við hjúkrunarfræðinga á þessum
tíma. Það var gaman að sjá hvernig þeir fylltust eldmóði til
að fylgja eftir kröfum sínum um bætt kjör. Um tíma voru
þeir þó komnir með óraunhæfar væntingar. Þeir fengu
mikinn meðbyr frá umhverfinu, fjölmiðlar og almenningur
tók undir réttmætar kröfur þeirra um hærri laun. Félagið
átti ekki aðild að uppsögnum, félagið kom hins vegar inn í
þessa deilu þar sem það átti eftir að ganga frá aðlögunar-
nefndarsamningunum inni á stofnununum. Þeir samningar
urðu svo lykillinn að lausninni, við komum inn á síðasta
degi og gerðum ákveðinn samning, kynntum hann fyrir
hjúkrunarfræðingum við misjafnar undirtektir, sumir voru
sáttir en aðrir ekki og krísan í kringum það var mjög erfið.“
Hún segir að hjúkrunarfræðingar hafi verið orðnir mjög
kappsfullir undir lokin, en áttuðu sig sumir ekki á að það er
munur á uppsögnum og verkfalli því varðandi uppsagnir
gilda engar reglur. Síðasta daginn fyrir útgöngu hjúkrunar-
fræðinga var ekki Ijóst hvort samningur yrði undirritaður
þar sem hjúkrunarfræðingar voru sjálfir búnir að hafna
hluta af samkomulaginu sem þeim hafði verið boðið í
einstaklingsbundnum samningum. „Félagið kom þá að
deilunni og undirritaði samkomulag sem fól í sér tilteknar
launahækkanir og röðun hjúkrunarfræðinga í launaramma
og launaflokka, auk þess sem samið var um
framgangskerfi sem tæki gildi á árinu 1999. Við tókum
ákveðna áhættu varðandi hjúkrunarfræðinga þarna, en
áhættan var minni en ef við hefðum ekki gert þetta. Það
voru aðeins nokkrar klukkustundir þar til fjölmiðlar og
almenningur hefðu farið að snúast gegn okkur og
samstarf hjúkrunarfræðinga var í hættu. Það hefðu því
getað orðið stórslys. Stjórn félagsins með stuðningi
trúnaðarmanna hjúkrunarfræðinga og viðræðunefnda
hjúkrunarfræðinga á stóru sjúkrahúsunum tveimur tók
ákvörðun um að gera þetta samkomulag. Þetta reyndi
mikið á, en ég var allan tímann sannfærð um að við
myndum Ijúka þessu. Ég verð þó að viðurkenna að mér
leið mjög ilia á tímabili og fór með faðirvorið nokkuð oft!
Það var svo margt sem þurfti að gerast þessar síðustu
stundir. Við vorum búnar að eygja lausnina en stjórnvöld
þurftu að gefa samþykki sitt og gerðu það svo. Margir
hjúkrunarfræðingar voru reiðir og fannst eins og félagið
hefði tekið af þeim tækifæri. En við mátum þetta í Ijósi
reynslunnar, að þegar fólk gengur út og samstaða er rofin
þá hækka ekki tilboðin, við töldum því að við værum með
tilboð í höndunum sem væri í hámarki, við myndum ekki
ná lengra, en það voru ekki allir á sama máli." Hún segist
þó ekki heyra þessar raddir í dag, tæpu ári síðar, þegar
hjúkrunarfræðingar eru búnir að fá launahækkanir. „Nýja
launakerfið er ekki búið að ná jafnvægi enn. Það voru
margir ósáttir fyrir jól og töldu sig ekki hafa fengið nógu
mikið út úr þessu, en svo kemur framgangskerfið núna og
það kemur til móts við vonir sumra en ekki annarra." Hún
bætir við að það sem skipti mestu máli sé að hjúkrunar-
fræðingar séu komnir á meiri samkeppnismarkað en áður,
því þó skortur hafi verið á þeim til starfa árum saman hafi
þeir ekki notið þess fyrr enn nú. „Við sjáum það í könnun
um skort á hjúkrunarfræðingum til starfa, sem unnin var
fyrir ári, og svo aftur núna, að það hafa orðið ákveðnar
tilfærslur. Skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa á öldrun-
arstofnunum í Reykjavík hefur minnkað, var 25% en fer í
116
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999