Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 15
Eggjaleiðurum er lokað með klemmum, eða klipptir í
sundur. Kemur í veg fyrir að egg frjóvgist og fari niður í
leg.
Sáðrásir eru teknar í sundur, sáðfrumur komast því
ekki í sáðvökva.
endurtengingu eru barnsmissir, nýr maki (Kim o.fl. 1997),
ungur aldur, þegar aðgerðin er framkvæmd, og aðgerðin
gerð í keisaraskurði eða í sængurlegu (Dubuisson, o.fl.,
1995). Konur sem fara yngri en 30 ára í aðgerð eru 4,6
sinnum líklegri til að sjá eftir því heldur en eldri konur (Chi
og Jones, 1994). Ekki er talið æskilegt að konur fari í
ófrjósemisaðgerð strax eftir fæðingu þar sem þær eru að
takast á við nýtt og krefjandi hlutverk og eru viðkvæmar á
líkama og sál. Einnig getur eitthvað farið úrskeiðis í
fæðingunni eða barnið verið veikt sem getur breytt afstöðu
hjóna til ófrjósemisaðgerðar (Karl Ólafsson, munnleg
heimild, 19. nóvember 1996; Ragnheiður Bjarnadóttir,
æunnleg heimild, 20. nóvember 1996). Skandinavískar
rannsóknir á upplifun karla á ófrjósemisaðgerð sýna að
helstu áhættuþættir eftirsjár meðal karla eru ungur aldur
og nýr maki (Ehn og Liljestrand, 1995).
Aukin hætta er á eftirsjá meðal einstaklinga sem fara í
ófrjósemisaðgerð vegna utanaðkomandi þrýstings og því
er mikilvægt að þeir taki ákvörðunina sjálfir (Chi og Jones,
1994).
Hér á landi eru framkvæmdar um tíu endurtengingar á
konum árlega (Ársskýrsla Ríkisspítala, 1991, 1992, 1993,
1994). Rannsóknarniðurstöður hafa gefið til kynna að 57-
90% kvenna verði barnshafandi eftir endurtengingu
(Wilson, 1996; Dubuisson o.fl., 1995). Áhrifaþættir virðast
meðal annars vera lengd eggjaleiðara þegar endurtenging
er framkvæmd og hvort eggjaleiðarar voru klemmdir í
aðgerðinni. Minni vefjaskemmdir virðast vera af notkun
klemma (Dubuisson o.fl., 1995). Árangur er einnig umtals-
verður hjá körlum sem fara í endurtengingu en allt að 97%
karla geta orðið frjóir að nýju, 76% þeirra eignast barn ef
endurtenging er framkvæmd innan þriggja ára frá
ófrjósemisaðgerð. Árangurinn er þó minni ef lengri tími
líður frá aðgerð (Wilson, 1996).
Þættir sem hafa áhrif á ákvörðunartöku
Þeir þættir, sem skipta máli við ákvörðunartöku á vali
getnaðarvarna, eru gott samband og samstaða hjóna.
Talið er að hjá hjónum, sem kjósa að karlinn fari í
ófrjósemisaðgerð, ríki meira jafnrétti meðal kynjanna.
Ábyrgð á getnaðarvörnum hefur hvílt á konum og bendir
allt til þess að ákvörðunin sé henni mikilvægari. Karlar,
sem velja að fara í ófrjósemisaðgerð, eru betur upplýstir,
hafa ávallt tekið þátt í ákvörðunartöku um getnaðarvarnir
og þekkja gjarnan einhvern karl sem hefur farið í slíka
aðgerð (Miller, Shain og Pasta, 1991). í þeim þjóðfélögum,
þar sem ófrjósemisaðgerðir á körlum eru sjaldgæfar, eru
ýmsar ranghugmyndir í gangi, eins og ótti við að náttúran
og karlmennskan glatist (Ringheim, 1993).
Rannsóknir hafa sýnt að meirihluti fólks sem fer í
ófrjósemisaðgerð þekkir einhvern sem hefur farið í slíka
aðgerð. Það virðist skipta hjón máli við val á ófrjósemis-
aðgerð að vita um einhvern sem hefur farið í sams konar
aðgerð og upplifun þeirra. Samt sem áður hefur þessi
þáttur ekki úrslitaáhrif á ákvörðunina (Ringheim, 1993).
Mikilvægt er að hjón, sem eru að íhuga ófrjósemis-
aðgerð, fái bæði ráðgjöf og æskilegt er að benda á aðrar
getnaðarvarnir (Neuhaus og Bolte, 1995). Athyglisvert er
að hér á landi kemur sá aðili, sem ætlar í ófrjósemis-
aðgerð, ævinlega einn í ráðgjöf og fræðslu (Karl Ólafsson,
munnleg heimild, 19. nóvember 1996; Guðmundur Vikar,
munnleg heimild, 11. desember 1996). Því miður er
viðeigandi ráðgjöf ekki alltaf veitt og oft gleymist að
minnast á tilveru fjölskylduráðgjafar. Rannsóknir hafa sýnt
jákvæð tengsl milli ráðgjafar fyrir ófrjósemisaðgerð og
ánægju einstaklingsins eftir aðgerðina (Chi og Jones,
1994). Ýmsar getgátur eru um það hvort samskiptaleiðir,
sem ná til karla, séu ólíkar þeim sem ná til kvenna
(Ringheim, 1993). Hugsanlega gæti þetta verið ein af
orsökum þess að hjón komi ekki í ráðgjöf og er því
mikilvægt að nota samskiptaleiðir sem ná til beggja aðila
og er það vel athugandi að karlar fræði karla.
Hérlendis er algengast að fólk leiti eftir getnaðarvarna-
95
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999