Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 41
kjark og þor til að takast á við verkefni og hæfileika til að mæta áföllum. Stjórnandi verður að vera vinnusamur, hug- myndaríkur og sveigjanlegur og ekki spillir að hann búi yfir persónutöfrum eða ákveðnum „stíl“. Leiðtogahæfileikar eru einnig mjög æskilegir, stjórnandi verður að fá fólk með sér og það er einnig mikilvægt að hann hafi innsýn inn í hinn pólitíska heim. Að lokum er nauðsynlegt að geta séð spaugilegu hliðarnar á oft mjög grátbroslegu vinnu- umhverfi okkar og að taka sjálfan sig ekki alltof hátíðlega." Fleiri stjórnarmynstur Varðandi stjórnfyrirkomulag segir Sigríður að í framtíðinni muni verða aukin fjölbreytni í stjórnarmynstri sjúkrahúsa. „Yfir sjúkrahúsunum hefur meiri hluti stjórnarmanna verið skipaður af stjórnmálaflokkum. Þetta er allt hið mætasta fólk sem hefur lagt sig mikið fram um að skilja og setja sig inn í þá flóknu starfsemi sem sjúkrahúsin hýsa. Ég tel sjálfsagt að skoða hvort tímabært sé að endurskoða þetta form að einhverju leyti og jafnframt að gera þá forstjóra og framkvæmdastjórn ábyrgari fyrir rekstrinum. Erlendis eru æðstu stjórnendur sjúkrahúsa eins og t.d. hjúkrunarforstjórar ekki „æviráðnir", ef þeir standa sig eru þeir áfram, ef ekki þá er annar ráðinn. Þeir fá líka greitt fyrir það sem þeir hafa til brunns að bera og þá áhættu sem þeir taka.“ Hvað um einkavæðingu sjúkrahúsa? „Ég held að fleiri rekstrarform eigi fullan rétt á sér,“ segir hún. „Ég sé þó engan ávinning í því að sameina sjúkrahús undir einn hatt og breyta engu frekar. Með aukinni samvinnu og samein- ingu sjúkrastofnana tel ég að jafnframt eigi að skoða hvort gera eigi þjónustusamninga um ákveðna starfsemi, sem hefur „slitið barnsskónum1' og hefur möguleika á að standa á eigin fótum eða aðskilja rekstur fjárhagslega. Umræður eru hafnar á mörgum sviðum og benda má á að apótekið hér er t.d. hlutafélag í eigu spítalans. Þjónustu- samningagerð, einkarekstur og hlutafélög eru form sem ég held að við munum kynnast betur í náinni framtíð. Með bættum upplýsingum um verð á þjónustu erum við, veit- endur þjónustunnar sem og greiðendur, í allt annari aðstöðu til að ganga til samninga. Við skulum taka sem dæmi að hjúkrunarfræðingur hefði áhuga á að taka að sér hjúkrunarþjónustu á ákveðinni deild, þá er nauðsynlegt fyrir alla aðila að hafa nákvæmar upplýsingar um hvað þjónustan kostar og hvernig hún skiptist milli hinna ýmsu þátta." Verkefni fram undan Sigríður segir að lokum að fram undan séu mörg mjög spennandi verkefni sem verði tekist á við í nýskipaðri samvinnunefnd sjúkrahúsanna sem í sitja auk forstjóra framkvæmdarstjórar beggja spítalanna, hjúkrunarforstjórar, lækningaforstjórar og formenn stjórna. „Það þarf að taka ákvörðun um hvert við ætlum að beina kröftum okkar og hvernig við ætlum að nýta fjármagn sem ætlað er í sjúkra- húsin á næstunni. Þetta verður ekki auðvelt, við þurfum að fjalla um hvernig eigi að reka endurhæfingarþjónustu, dag- og göngudeildaþjónustu, sjúkrahótel, sjúkrahústengda heimaþjónustu og ný og breytt rekstrarform. Eflaust mun þetta kalla á einhverja uppstokkun sérgreina milli sjúkra- húsanna þó engin ákvörðun liggi fyrir um það heldur. Þekking í heilbrigðisvísindum í dag býður okkur að gera næstum hvað sem er út frá tæknisjónarmiði en við höfum ekki fjármagn til að fylgja því öllu eftir. Ef við ætlum að vera í fararbroddi eins og við höfum verið hingað til, þá verðum við kannski að sætta okkur við breytingar sem okkur eru ekki allar að skapi því það er dýrt og erfitt að halda uppi háþróaðri og sérhæfðri þjónustu við hlutfallslega fáa sjúklinga á tveimur sjúkrahúsum í fámennu landi." Dagur hjúkrunar verður haldinn á FSA á Akureyri þann 12. maí. Kynnt verður þróunar-og verkefnavinna hjúkrunarfræðinga á FSA. Allir velkomnir. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.