Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 18
Hermenn á leið til aðhlynningar eftir eiturgasárás. Árið 1915 var farið að nota eiturgas í hernaði til að brjótast í gegnum stöðvar fjandmanna. Afleiðingar slikrar árásar gátu verið hræðilegar. Heimild: Brown, Malcolm (1991). The First World War, 76-77. þar til þeir hófu að nota klórgas í stað táragassins. Þessi lofttegund er mun hættulegri og afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Þeir sem urðu fyrir slíkri árás fengu lungnabjúg sem gat leitt þá til dauða. Segja má að klórgasið hafi drekkt hermönnunum sem fyrir því urðu. ( september 1915 fóru Bretar að nota sams konar gas gegn Þjóð- verjum. Til að koma í veg fyrir verkanir klórgassins á lungun settu hermenn klúta vætta vatni eða þvagi fyrir vitin. Árið 1916 fóru hermenn að nota gasgrímur til að verjast eiturgasárás og enginn vafi leikur á því að slíkar grímur hafi bjargað mörgum mannslífum. Sinnepsgas var farið að nota í stríðinu 1917 (Tucker, 1998). Afleiðingar létu ekki á sér standa. Þeir sem urðu fyrir slíkri árás gátu orðið fyrir tímabundinni blindu, heyrnarleysi, átt við talerfiðleika að stríða, orðið slappir, fengið háan hita og hósta og átt í erfiðleikum með öndun og við að kyngja. Þá gátu þeir fengið brunabletti hér og hvar á líkamann. Og ef ekkert var að gert leiddi það sjúklinginn til dauða (Brown, 1991). Mikil þörf varð fyrir lækna og hjúkrunarkonur í fyrri heimsstyrjöldinni. Hlutverk þeirra fólst meðal annars í því að bæta líðan og lina þjáningar. Strax og stríðið braust út í ágúst 1914 sendi bandaríski Rauði krossinn og kanadíski herinn lækna og hjúkrunarkonur til aðstoðar við að sinna fórnarlömbum stríðsins í Frakklandi, Þýskalandi, Austurríki, Serbíu og í Rússlandi (Donahue, 1985). Meðal hermanna á vígvöllunum störfuðu lækninga- sveitir, „viðlagahjálp á vettvangi" eins og þær kölluðust. Þessar sveitir voru skipaðar læknum og hermönnum. Hlutverk þeirra fólst einkum í því að flytja særða/sjúka her- menn frá vígvellinum og koma þeim í öruggt skjól. Einnig var í verkahring læknanna að fara í reglubundnar skoð- unarferðir um skotgrafir þar sem hermenn héldu til. Þar var hver hermaður skoðaður af lækni til að kanna hvort þeir hefðu sóttnæma sjúkdóma. Hverjum hermanni var gefinn skammtur af bóluefni til að koma í veg fyrir taugaveiki. Þá fylgdust læknarnir einnig með drykkjarvatni hermanna svo og geymslu og meðferð matvæla á vígvöllum, svo að engin hætta stafaði af því og alls hreinlætis væri gætt (Sigurgeir Bardal, 1923). Strax og hermaður særðist í orrustu eða kenndi las- leika var honum komið undir hendur lækningasveitar. Þetta var einnig gert til þess að ekki slægi óhug á þá sem stóðu í eldlínunni. Læknir og hermenn báru hinn sjúka/ særða á börum í hús sem stóð í skurðbökkum nálægt skotgröfum. Mikinn vara varð á að hafa þegar hinn sjúki var borinn í húsið því byssukúlum gat rignt yfir vígvöllinn þegar hlaupið var með hann í skjól. Þar stundaði læknirinn sjúklinginn eftir föngum og þegar mikið var að gera mátti hann ekki sinna öðru en að stöðva blóðrás, búa um beinbrot og gefa morfín. Lítið var um læknaáhöld í þessum húsum og kom fyrir að læknir varð að nota byssur í stað spelkna til að leggja við brotna útlimi og belti til að stöðva blæðingu. Síðan var sjúklingurinn borinn á börum til svo- kallaðrar umbúðastöðvar. Þessi stöð var staðsett í öðru húsi í um tveggja kílómetra fjarlægð frá orrustuvellinum. í þessum stöðvum störfuðu læknar. Þar var meira um læknaáhöld og betra að sinna sjúkum. ( umbúðastöðvum voru byssuspelkur teknar í burtu og betri spelkur settar í staðinn og hreinar umbúðir settar á sárin ef þörf var á. Sjúklingnum var gefið meira morfín ef þurfti. Þá var honum gefið heitt te að drekka og hreint teppi lagt yfir hann. Síðan var hinum sjúka ekið í sjúkravagni til aðallækningastöðvar- innar sem oft var komið fyrir í timburskála í þriggja til fimm kílómetra fjarlægð frá orrustuvellinum. Hjúkrunarlið vígvall- anna, field ambulance, stjórnaði þessum stöðvum og unnu þar bæði læknar og hjúkrunarkonur. Þarna var hægt að gera minni háttar aðgerðir á sjúklingum. Og ef sjúklingurinn var í ástandi til frekari flutnings var honum ekið í sjúkravagni til sjúkraskýlis, casualty clearing station. Skýlið var oftast í þorpum í grennd við vígvöllinn. Þarna Flutningur sjúkra og særðra hermanna i fyrri heimsstyrjöldinni. Sérstakar járnbrautalestir fluttu hermenn á sjúkrahús til borga viðs vegar i Evrópu. Heimild: Benedikt Sveinsson (1915). Styrjöldin mikla, 56. 98 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.