Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 37
20%. Hjúkrunarfræðingaskortur úti á landi hefur minnkað á sjúkrahúsunum, skorturinn í Reykjavík er svipaður, aðeins minnkað á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, en aukist á Ríkisspítölum. Við sjáum því þegar ákveðnar tilfærslur vegna þessa launakerfis og það er ánægjulegt." Varðandi önnur mikilvæg mál, sem unnist hafa á undanförnum árum, nefnir Ásta lífeyrismálin. „Það hefur orðið algjör uppstokkun á lífeyrismálum. Við vorum með lífeyrissjóð sem var orðinn mjög úreltur og verulega gall- aður þó ákveðin atriði hafi gagnast hjúkrunarfræðingum, einkum það ákvæði að hjúkrunarfræðingar gátu farið í fullt starf síðasta starfsmánuðinn og fengið fullar lífeyris- greiðslur. Þess vegna var m.a. erfitt að ná fram breytingum á honum. En við náðum ákveðnu uppgjöri við fortíðina, við náðum samkomulagi við stjórnvöld sem var mjög viðun- andi og við náðum einnig ákveðnum réttarbótum til fram- tíðar. Það skapaðist mikil sátt um breytingarnar, umræður um þær höfðu farið fram í áratugi en það höfðu ekki verið aðstæður í þjóðfélaginu til að breyta þessu fyrr. Við Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur félagsins, unnum að þessum breytingum f.h. hjúkrunarfræðinga og unnum þar með fulltrúum Bandalags háskólamanna, BSRB og kennara- sambandsins, auk fulltrúa fjármálaráðuneytisins." Hún bendir einnig á mikilvægi nýrra siðareglna hjúkr- unarfræðinga, sem voru samþykktar á síðast fulltrúaþingi félagsins. „Þær voru afrakstur af vinnu nefndar sem fékk þetta verkefni og ég tel þær hafa verið afskaplega vel unnar. Siðareglur eru grundvöllur að starfi hverrar stéttar og þessar siðareglur endurspegla viðhorf hjúkrunarfræð- inga. Þær vekja til umhugsunar og íhugunar og eru til leiðbeiningar við dagleg störf. Þarna eru orðuð ákveðin gildi sem fólk hefur ef til vill innra með sér, en um leið og þau eru sett fram í orðum finnur það ákveðna festu í sínum störfum. Siðareglur stuðla einnig að aukinni fag- vitund viðkomandi stéttar." Brýnustu málin fram undan Aðspurð um hver séu helstu verkefni fram undan hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir Ásta að fyrir full- trúaþingi liggi starfsáætlun til næstu tveggja ára og þar eru áherslur lagðar á menntunarmál hjúkrunarfræðinga; við- bótarnám og sérfræðinám hjúkrunarfræðinga. Það þurfi einnig að styrkja meistaranámið og auka framboð á styttri námskeiðum. Þá þurfi að takast á við skortinn á hjúkrunar- fræðingum og vinna að gæðamálum í hjúkrun. „Ég sé það sem sérstakt verkefni fram undan að vinna að auknum gæðum innan hjúkrunar, vinna að gæðavið- miðunum í hjúkrunarstarfi, og þar horfi ég einkum til fag- deildanna. Við höfum unnið ákveðna grunnvinnu sem er hægt að byggja á. Skoða þarf áherslur fagdeildanna, hvað vantar í heilbrigðisþjónustuna, og hvernig við getum bætt þjónustuna. Við þurfum að halda áfram þessu stefnumark- andi starfi varðandi hjúkrun og heilbrigðismál. Við höfum þegar skilað vinnu úr ýmsum nefndum, svo sem varðandi stefnumótun í heilsugæslu, um framtíðarskipan sjúkrahús- mála í Reykjavík, um heilbrigðisþjónustu í dreifbýli, samein- ingu sjúkrahúsa og heilsugæslu úti á landi. Þessi vinna hefur skilað sér inn í heilbrigðisþjónustuna, inn í kerfið. Hjúkrunarfræðingar hafa skapað sér rödd. Fyrir samein- ingu vorum við svo uppteknar af því að vinna úr okkar eigin málum, að vinna að sameiningu og kjaramálum. Við höfum verið að vinna upp ákveðnar hugmyndir sem byggjast m.a. á siðareglum okkar. Ég held að okkur hafi tekist að kynna hugmyndir sem eru trúverðugar og hafa tekið mið af hagsmunum sjúklinganna fyrst og fremst. Ég vil sjá áframhaldandi þróun í þessa veru, að raddir hjúkrunarfræðinga heyrðust víðar og hefðu meiri áhrif." Ásta er spurð hvað hún hafi að segja um óánægju hjúkrunarfræðinga sem Sæunn Kjartansdóttir fjallar um í grein í þessu tölublaði. „Ég greip um daginn niður í bók eftir Rat Armstrong sem kom hingað og hélt fyrirlestur á SSN-ráðstefnu 1996 um starfsmat og jafnlaunamál. Hún hefur skrifað bækur um heilbrigðisþjónustu. Hennar skoðun er sú, að þær breytingar, sem hafa orðið í Kanada í þá átt að auka skilvirkni sjúkrahúsanna, hafi haft í för með sér að hjúkrun hafi orðið út undan. Kröfur um aukna framleiðni geti leitt til þess, ef ekki er gætt að sér. Þarna þurfum við að vera á verði. Það sýnir sig í könnunum sem gerðar hafa verið um hjúkrunarfræðinga, að það sem veitir þeim mesta ánægju í starfi eru samskipti við sjúklingana. Hraðinn inni á sjúkra- húsunum ásamt manneklu getur leitt til þess að samskipti við skjólstæðinga minnki. Ég held að hjúkrunarfræðingar geti mætt þessum breytingum á annan hátt. Það þarf að skoða verkaskiptingu inni á sjúkrahúsunum og skipulag þjónustu við sjúklinga. Það er t.d. hægt að undirbúa sjúkrahúsvist á annan hátt og hjúkrunarfræðingar geta veitt meiri þjónustu inni á heimilunum og þannig verður það eflaust meira í framtíðinni." Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.