Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 48
hærra og oft mjög hátt hlutfall af launum sínum til
félagsins en þeir félagsmenn sem hafa hærri laun myndu
greiða lægra hlutfall af sínum launum. Með því að tengja
félagsgjöldin heildarlaunum þá er hins vegar betur tekið
mið af tekjum hvers og eins félagsmanns.
Greiðslur að meðaltaii til félagsins
Skv. áætlun félagsins og upplýsingum frá Kjararann-
sóknarnefnd opinberra starfsmanna þá var meðaltal taxta-
launa hjúkrunarfræðinga fyrir 100% starf í janúar 1999 um
155.000 kr. á mánuði. Meðaltal heildarlauna nam um
239.000 kr. á mánuði. Út frá þessum tölum, miðað við
1,1% gjald til félagsins og 0,3% gjald í vinnudeilusjóð af
heildarlaunum, má gera ráð fyrir að á árinu 1999 greiði
hjúkrunarfræðingar að meðaltali 2.629 kr. á mánuði eða
31.548 kr. á ári í félagsgjald og að greiðslur hjúkrunar-
fræðinga að meðaltali í vinnudeilusjóð verða 707 kr. á
mánuði eða 8.604 kr. á ári, sjá töfluna hér á eftir.
Hjúkrunarfræðingar fá á hverju ári greitt úr vísindasjóði
félagsins og nam sú upphæð 23.455 kr. á árinu 1999 ef
miðað er við 100% starfshlutfall á árinu 1998. Þessi
greiðsla er hluti af þeim kjarasamningi sem félagið hefur
gert við atvinnurekendur og líta má á hana m.a. sem
ákveðna endurgreiðslu á félagsgjöldum félagsmanna til
félagsins. Þannig að þegar búið er að taka tillit til þessarar
endurgreiðslu þá greiða hjúkrunarfræðingar að meðaltali
8.093 kr. á ári til félagsins auk 8.604 kr. á ári í vinnu-
deilusjóð. Áætlað er að hjúkrunarfræðingur muni þurfa að
Á mánuði Á i ári
Áætlað meðaltal dagvinnulauna í jan. 1999 155.000 kr. 1.860.000 kr.
Áætlað meðaltal heildarlauna í jan. 1999 239.000 kr. 2.868.000 kr.
Félagsgjald á m.v. 1,1% af heildarlaunum 2.629 kr. 31.548 kr.
Gjald í vinnudeilusjóð m.v. 0,3% af heildarl. 707 kr. 8.604 kr.
Greitt úr vísindasjóði á árinu 1999 23.455 kr.
Félagsgjöld að frádregnu vísindasjóðsgjaldi 8.093 kr.
greiða í u.þ.b. 3 ár til viðbótar í vinnudeilusjóð til að í honum
verði verði nægjanlegt fjármagn ef til verkfalls kæmi, eftir
það ætti reglubundið framlag hjúkrunarfræðinga í vinnu-
deilusjóð að getað lækkað verulega eða fallið niður. Til
viðbótar þessu má síðan benda á möguleika félagsmanna
til styrkja úr orlofssjóði og starfsmenntunarsjóði félagsins.
Ákvörðun stjórnar fyrir næsta fulltrúaþing um
lækkun félagsgjalda:
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur tekið
ákvörðun um að leggja til við fulltrúaþing félagsins sem
haldið verður 20-21. maí nk. að félagsgjöld verði lækkuð
úr 1,1% í 1,0% af heildarlaunum frá og með næstu ára-
mótum. Hækkun launa hjúkrunarfræðinga eftir síðustu
kjarasamninga félagsins gerir það kleift að lækka félags-
gjöldin. Hjúkrunarfræðingum er nauðsynlegt að geta
haldið út öflugu starfi, enda má segja að veruleg hækkun
launa hjúkrunarfræðinga sé árangur þess. Stjórnin mun
ennfremur leggja það til að gjald í vinnudeilusjóð verði
óbreytt næstu 2 árin eða 0,3% af heildarlaunum.
HJÚKRUNARFRÆÐI
Hjá námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands eru eftirtalin tvö störf laus til umsóknar:
* 100% lektorsstarf í hjúkrunarfræði, þar sem lektorinn hefur umsjón með námskeiðinu Hjúkrun
fullorðinna I.
* 37% lektorsstarf í hjúkrunarfæði, með áherslu á geðhjúkrun.
Reiknað er með að ráða í ofangreind tvö störf frá og með 1. ágúst 1999 til tveggja ára.
Umsóknarfrestur er til og með 14. maí 1999 og skal skriflegum umsóknum og umsóknargögnum skilað í
þríriti til starfsmannasviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu, við Suðurgötu, 101 Reykjavík.
Umsóknum þarf að fylgja greinargóð skýrsla um vísindastörf umsækjanda, rannsóknir og ritsmíðar, svo og
yfirlit um námsferil og störf og eftir atvikum vottorð. Með umsókn skulu send þrjú eintök af helstu
vísindalegum ritum og ritgerðum, birtum og óbirtum, sem umsækjandi óskar eftir að tekin verði til mats. Enn
fremur er óskað eftir greinargerð um þær rannsóknir sem umsækjandi vinnur að og hyggst vinna að verði
honum veitt starfið. Loks er ætlast til þess að umsækjandi láti fylgja með umsagnir um kennslu- og
stjórnunarstörf sín eftir því sem við á.
Um meðferð umsókna og tillögu um ráðstöfun starfsins gilda reglur um veitingu starfa háskólakennara, sbr.
auglýsingu nr. 366/1997. Móttaka allra umsókna verður staðfest bréflega og umsækjendum síðan greint frá
því hvernig starfinu hefur verið ráðstafað þegar sú ákvörðun liggur fyrir.
Um launakjör lektors fer eftir kjarasamningi Félags háskólakennara og fjármálaráðherra og raðast starf lektors
í launaramma B samkvæmt forsendum röðunar starfa í samkomulagi aðlögunarnefndar.
Nánari upplýsingar gefur Guðrún Kristjánsdóttir, formaður stjórnar námsbrautar í hjúkrunarfræði,
í síma 525 4960
128
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tb1. 75. árg. 1999