Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 25
Að koma aftur Neyðarmóttakan býður brotaþolum að koma aftur. Fyrsta eftirskoðun er eftir 1/2 mánuð, síðan eftir 3 og loks eftir 6 mánuði. Fólki er í sjálfsvald sett hvort það mætir en sumir brotaþolar koma í öll skiptin. „Það eru sami læknir og hjúkrunarfræðingur sem hitta viðkomandi. Fljúkrunarfræðingur hringir á undan til að minna á tímann, athuga hvort brotaþoli ætli ekki örugglega að mæta og reynir að ýta jákvætt á hann. Það verður að virða það ef hún vill ekki koma.“ Eyrún segir að reynslan hér og erlendis sýni að fólk komi í fyrsta skipti á móttökuna í slæmu andlegu og líkamlegu ásigkomulagi og það vilji ekki koma aftur. „Sumir geta ekki hugsað sér að koma hingað og rifja allt upp aftur. Einhverjir taka þá ákvörðun að þeir ætli bara að lifa með þessu og reyna að gleyma. En liður í að hringja út er að minna fólk á að það þurfi að vinna úr þessu. Það er ekki nóg að loka á þetta.“ Stundum þarf fólk að koma innan hálfs mánaðar ef meðhöndla þarf áverka og taka myndir af því. „Eftir þennan hálfa mánuð er andlegt og líkamlegt ástand kon- unnar aftur metið. Sefur hún mikið eða ekki neitt? Flvernig gengur henni að komast inn í hversdagslegt líf aftur? Þorir hún að fara út úr húsi? Grætur hún í sífellu og líður illa? Sumir upplifa stöðug líkamleg kreppueinkenni, til dæmis ógleði og uppköst, kviðverki og verki í kynfærum." í samvinnu við ráðgjafa er ákveðið hvort konunni er ráðlagt að fá tíma hjá sálfræðingi. Það er boðið upp á tíu skipti hjá sálfræðingi. Margir nýta sér það. „Þá er unnið úr áfallinu. Oft er sagt að því meira sem sjálfsmat og styrkur manneskjunnar sé meiri fyrir því fljótari sé hún að vinna úr málunum. Þeim sem hafa minna sjálfsmat gengur verr og eru oft félagslega ver staddar. Því miður hefur stór hluti kvenna, sem hingað kemur, áður lent í kynferðislegu ofbeldi af einhverju tagi.“ Ahættuhegðun ungmenna Eyrún hefur verið með fræðsluerindi utan deildarinnar. „Ég hef farið bæði í grunnskóla og framhaldsskóla. Þá ræði ég afleiðingar nauðgana og kynni ungu fólki áhættuþættina. Það eru nefnilega tengsl á milli áhættuhegðunar og þess að vera nauðgað. Ég get tekið víndrykkju sem dæmi. Stundum eru ungar stúlkur að drekka í fyrsta skipti og fara út á lífið. Þær verða ofurölvi af litlu magni, treysta fólki um of og leggja ekki rétt mat á aðstæður. Þetta eru megin- þættir áhættuhegðunar og svona hegðun gerir stúlkurnar að auðveldri bráð." En það er ekki nóg að tala um hvernig eigi ekki að haga sér heldur bendir Eyrún á hvernig megi komast hjá því að lenda í þessum aðstæðum. „Við leggjum áherslu á að krakkar passi hver annan, að vinkonur haldi hópinn og skilji enga eftir eina dauðadrukkna. Nauðgun getur farið fram hvar sem er þó að oftast gerist þetta heima hjá ger- „Hér er hópur fólks sem veitir stuðning og hlýju, “ segir Eyrún. anda, heima hjá þolanda eða í partýum. En svo getur þetta gerst inni á skemmtistöðum og í vaxandi mæli einhvers staðar niðri í miðbæ." Skemmtanalífið hefur tekið breytingum á síðustu árum og Eyrún telur að pöbbaröltið hafi í för með sér að fólk sé að ráfa á milli staða meira en áður. „Stúlkurnar gefa sig á tal við einhvern sem þær hitta kannski á víðavangi. Síðan fara þær með viðkomandi afsíðis og er nauðgað." Þetta er íslenskur raunveruleiki að mati Eyrúnar og hún reynir að tengja fræðsluna við þann raunveruleika. Markmiðið sé að höfða til ábyrgðar og samábyrgðar unga fólksins þannig að það geti komið í veg fyrir nauðganir. Yngsti einstaklingurinn, sem hefur komið á neyðarmót- tökuna, var 12 ára og sá elsti 78 ára. Langflestir eru þó á aldrinum 14 til 25 ára. „Það er aldurshópurinn sem er mest úti á lífinu. Þeir sem eru að drekka og skemmta sér. Þó að við viljum ekki setja samasemmerki þarna á milli þá er það staðreynd að hegðun breytist þegar báðir aðilar eru að drekka. Allir vita að áfengi hefur slævandi áhrif á mat fólks á aðstæðum. Það gerir ef til vill eitthvað sem það myndi aldrei gera allsgáð. Þess vegna undirstrikum við að óhófleg víndrykkja sé áhættuhegðun sem beri að varast." Forvarnir í skólum Fræðslan er ekki veigaminnsti þátturinn í starfi Eyrúnar. í byrjun ársins tók hún þátt í samstarfsverkefni við Miðstöð í áfengis- og fíknivörnum í tengslum við framhaldsskólana. „Þetta var fræðsluherferð um sjálfsvíg ungmenna, áhættu- hegðun þeirra, afleiðingar kynferðislegs ofbeldis og einnig voru kynntar hugmyndir um forvarnarfulltrúa í framhalds- skólum. Var fræðslan fyrir kennara, námsráðgjafa, fulltrúa 105 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.