Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Page 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Page 38
Vettvangur stjórnmálanna Ásta er aö lokum spurð hvernig störf á vettvangi stjórn- málanna leggist í hana. Hún segist hafa gert það að vana sínum að taka ekki ákvarðanir til langs tíma í einu og hið sama gildi um stjórn- málin. Hún segist hafa tekið ákvörðun um að vera for- maður í eitt ár þegar hún tók við formennsku ‘89. „Síðan fann ég að ég hafði gaman af þessu. Á undan mér höfðu formenn bara verið eitt tímabil, þannig að ég var fyrsti formaðurinn sem var kosin tvö kjörtímabil, mér fannst það skipta miklu máli að hafa ákveðna samfellu í starfinu." Ásta var fyrsti formaður FHH sem fór að vinna á skrifstofunni sem var opin hálfan dag í viku hverri. Fyrsta ár hennar í formennsku voru 250 hjúkrunarfræðingar í félaginu en við sameiningu voru félagar orðnir 600. Hún segir að það hafi verið hægt að veita afar takmarkaða þjónustu og því ekki vit í öðru en sameiningu félaganna. Það lá ekki beint við að hún yrði formaður. „Það var m.a. í umræðunni að hvorug okkar yrði formaður, hvorki ég né Vilborg, það ætti að fá einhvern nýjan. Vilborg hafði ekki áhuga á áframhaldandi formennsku, ég fann hins vegar að ég vildi gjarnan vinna áfram fyrir hjúkrunarfræðinga. Þá var auglýst starf fram- kvæmdastjóra félagsins og ég ákvað að sækja um það starf. En um leið var ég búin að segja að ég væri tilbúin að vinna áfram fyrir félagið þannig að niðurstaðan var sú að ég var kjörin formaður. Ég tók þó bara ákvörðun um að vera eitt kjörtímabil í einu. Fyrst voru þetta 15 mánuðir, svo 2 ár til viðbótar, og þá ákvað ég að byrja síðasta tímabilið. 10 ár í formennsku eru ágæt, ég hef lagt ákveðnar áherslur í starfi en ég held það sé líka hollt fyrir félagið að fá nýja manneskju með nýjar áherslur. Mig hefur alltaf langað í meira nám. Og ég var reyndar byrjuð í námi þegar hringt var í mig og mér boðið 9. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum." Ásta hefur verið virk í Sjálfstæðisflokknum, var for- maður heilbrigðis- og trygginganefndar flokksins í fimm ár, „hef aðallega verið í heilbrigðismálunum því þau eru mín MA/wfc piq mm/etct Littmann Hlustunarpípur ceÍM' Eyr„a-&aSS—k‘ UcMpv Fthpq Laufásgata 9, 600 Akureyri Sími461 1129 riclNKY OL.HL11N riUHb. Faxafen 12t i08Reykjavík Sími 588 8999 hjartans mál. Ég hef líka verið á lista flokksins tvisvar, og verið varaþingmaður í átta ár. Ég var búin að ákveða að vera í námsleyfi næsta vetur, en svo kemur þetta símtal og það ruglaði alveg mínum plönum. Ég gat augljóslega ekki tekið ákvörðun á staðnum þó ég sé yfirleitt fljót að taka ákvarðanir. Þetta hafði því í för með sér vökunótt og umræður við fjölskylduna og vini. En ég hef áður talað um að það þyrfti að gefa konum tækifæri, ég hef alltaf sagt að konur hafi hæfileikana en tækifærin hafi oft skort. Þegar tækifærin koma svo, þá gengur ekki að segja: Heyrðu, ég átti ekki við MIG. Morguninn, sem ég var að hugsa mig um, hringdi í mig ung kona. Hún sagðist eiga fjölmargar vinkonur sem færu í nám aftur og aftur til að undirbúa sig betur til að takast á við tækifærin, þær væru sumar svo uppteknar af því að undirbúa sig, að tækifærin hefðu farið fram hjá þeim. Ég ákvað því að slá til, ég gat bara ekki sjálfrar mín vegna og kvenþjóðarinnar sagt nei, ekki benda á mig! Það voru ekki síst eldri börnin tvö sem hvöttu mig til þess. Ég áttaði mig líka á því að sennilega er þetta ekki meiri vinna en ég hef verið í. Þó ég hafi verið með mjög góða stjórn og frábært starfsfólk hefur ábyrgðin á rekstri félagsins að mestu hvílt á mínum herðum.“ Hún segist alla tíð hafa staðið vörð um fjölskyiduna, reynsla þeirra hjónanna af því að missa barn hafi kennt þeim að meta fjölskyldulífið mikils. Þau Ásta og Haukur Þór Hauksson eiga þrjú börn, Helgu Láru sem er 16 ára, Hildi sem er 13 ára og Stein Hauk sem er 6 ára gamall. Hún segir þau hjónin eiga mörg sameiginleg áhugamál, „við höfum bæði mikinn áhuga á félagsstörfum, Haukur er t.d. nýkjörinn formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, Samtaka verslunarinnar en hann rekur eigið fyrirtæki, Borgarljós. Við Haukur erum líka miklir vinir og höfum skapað okkur tækifæri til að vera saman, förum t.d. oft í sund á morgnana áður en börnin vakna til skólans. Við eigum sumarbústað sem við erum oft í, við eigum líka hesta og ég tel að við sinnum börnunum okkar vel. Þannig vil ég líka hafa það. Ég hef reynt að haga mínum störfum þannig að þegar ég er komin heim, þá er ég heima. Ég þarf kannski að vinna við tölvuna en það skiptir börnin ekki máli hvort ég er að vinna við tölvuna eða horfa á sjón- varpið eða lesa einhver gögn, ég er til staðar. Ég mun leggja mig fram um að passa vel upp á fjölskylduna í nýju starfi sem hingað til. Það eru spennandi tímar fram undan. Ég hlakka til, þingstörf eru mikið unnin í nefndum, ég hef mjög gaman af vinnu sem byggist á hópstarfi og hef mikla ánægju af að setja mig inn í mál. Ég held ég sé sérstök blanda af vinnu- gleði og leti, ég get verið mjög löt. Margir vinir og kunn- ingjar trúa því ekki þegar ég segi að ég sé letiblóð í eðli mínu. Ég held líka að það sé hollt að blanda þessu svolítið saman, kunna að gera ekki neitt. Ég finn helst fyrir stressi þegar mér finnst ég ekki geta skipulagt hlutina eins og ég vil. Skipulagning er mín leið til að vinna á stressi." 118 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.