Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Side 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Side 24
hafa komið inn konur og karlar með alvarlega áverka, beinbrot og skurði, og þá taka læknarnir á slysadeild á því með okkur.“ Eyrún upplýsir að þau tilfelli séu ekki mörg. Á íslandi eins og víða annars staðar er ekki mikið um alvarlega áverka heldur er meira um hótanir um ofbeldi að ræða. „Mest eru þetta marblettir og skrámur. Okkar aðhlynning er forgangsröðuð miðað við hversu illa þolandi er slasaður og í hvers konar ástandi hún er. Oft er hún mikið ölvuð enda tengjast þessi nauðgunarmál oft skemmtanalífinu um helgar." Nauðgun ekki kynferðisleg athöfn Allar tölur neyðarmóttökunnar frá árinu 1993 sýna að ungt fólk er í meirihluta fórnarlamba nauðgunar. Flestir koma um helgar, aðfaranótt laugardags eða sunnudags. Það er að aukast að komið sé eftir helgarnar þegar brotaþoli hefur jafnað sig eilítið og kynnt sér hvar hjálp sé að fá. Flestir koma innan tólf tíma frá verknaði og það er best. Þá er hugsanlega hægt að finna sakargögn, til dæmis sæði, og meta áverka. Læknir framkvæmir því tvíþætta skoðun: læknisskoðun og réttarlæknisfræðilega skoðun. „f læknisskoðun er and- legt ástand og kreppuviðbrögð metin við komu svo og viðbrögð og líðan brotaþola og allt er skráð skilmerkilega. Það er vaxandi skilningur í dómskerfinu á að nauðgun er ekki kynferðisleg athöfn sem konan upplifir og gleymir síðan heldur er þetta líka andlegt áfall með alvarlegum afleiðingum sem fólk lifir með vikum, mánuðum eða árum saman." Það er ekki einungis tekin ýtarleg læknisskýrsla. Brotaþoli fær sýklalyf til að fyrirbyggja kynsjúkdómasmit og gerðar eru ráðstafanir gegn hugsanlegri eða staðfestri þungun. En er algengt að konur verði þungaðar eftir nauðgun? „Nokkrar hafa orðið þungaðar. Konur fara þá ýmist í fóstureyðingu eða ganga með barnið og eiga það. Sumar eru mjög hræddar við að hafa smitast af eyðni, lifrarbólgu eða slíku. Stundum þekkja þær til gerandans og vita að hann er þekktur fíkill. Það er þess vegna stórmál að fá úr því skorið hvort þær eru sýktar." Kæra eða ekki? Eyrún undirstrikar að þjónustan sé í boði og viðkomandi geti þegið hana að hluta til eða alla. „Sumar konur eru á báðum áttum hvort þær eiga að fara í læknisskoðun en við leggjum mikla áherslu á að þetta sé bara fyrir þær gert og hvort sem þær ætli að kæra eða ekki þá skipti máli að fá sakargögnin. Þau eru öll geymd hér í níu vikur og því gefst góður tími til að hugsa sig um. Sumar hafa ekki sagst ætla að kæra en koma svo innan níu vikna og hafa tekið ákvörðun um hið gagnstæða." Það eru fáir sem þiggja ekki þessa þjónustu. „Þoland- inn er kominn hingað og veit að allir sem starfa við mót- tökuna eru hér fyrir hann. Orð hennar eru tekin trúanleg og 104 það er ekki verið að leggja neitt mat á atburðinn sjálfan. Að koma hingað er stundum fyrsta skrefið hjá manneskju sem hefur lent í öðrum áföllum í lífinu. Hér er hópur fólks sem veitir stuðning og hlýju og virðir hennar ákvörðun." Sumar þeirra sem koma á neyðarmóttökuna koma beint en sumar fara fyrst til lögreglunnar sem hefur þá samband við móttökuna og kemur með viðkomandi á staðinn. Eyrún segir að starfsfólk neyðarmóttökunnar hafi ekki samband við lögregluna nema fólk ætli að kæra. Það sé þó ekki nema rétt rúmur helmingur þeirra sem koma sem kæra. Af hverju telur hún það vera? „Sönnunarbyrðin í þessum málum er mjög erfið. Það eru yfirleitt engin vitni til staðar og bara orð brotaþola gegn orðum geranda. Þær vita hvernig þessum málum farnast í réttarkerfinu. Þó lögin kveði á um allt að 12 ára fangelsi þá er algjör undan- tekning að dómarnir séu lengri en tvö til þrjú ár. Margir dómar eru bundnir skilorði að hluta og mörgum málum lýkur með sýknu. Konur vita þetta og þær vita líka af öllum fordómunum og skilningsleysinu sem þeim finnst oft niður- læging eða fyrirlitning í þeirra garð.“ Vitni í eigin máli Eyrún álítur erfitt að svara því hvort kærum hafi hlutfalls- lega fjölgað eftir að deildin var opnuð. Hins vegar hefur komum fjölgað um helming frá fyrsta árinu. Fyrsta árið komu 50 en 101 árið 1998 (sjá töflu). Það sýnir ekki endilega að fleiri nauðganir eigi sér stað heldur kannski frekar að fleiri leiti sér aðstoðar. „Það var alltaf ákveðinn fjöldi af kærum hjá lögreglu og saksóknara á ári. Stór hluti þeirra var felldur niður á rannsóknarstigi eða kærurnar dregnar til baka. Staðan er eins í dag.“ Allir sem koma á móttökuna eiga rétt á að ræða við lögmann sem þar starfar. „Hvort sem fólk ætlar að kæra eða ekki þá upplýsir lögmaðurinn alla um ganginn í réttar- kerfinu. Hann útskýrir að brotaþoli sé bara vitni í málinu og margir verða hissa á því að þeir hafi ekkert með málið að gera eftir að kært er. Lögreglan rannsakar málið og leggur mat á hvort eitthvað styður frásögn brotaþola. Sum mál eru strax felld niður hjá lögreglu af því enginn gerandi finnst. Konan veit ekki hver viðkomandi er. Á undanförnum árum hefur lögreglan hins vegar í vaxandi mæli sent mál til ríkissaksóknara.“ Það er saksóknara að meta hvort málið fari fyrir dóm- stóla eða ekki. Eyrún segir að þó málin fari ekki þangað sé það ákveðinn ávinningur að kæra. „Brotaþoli hefur þá tekið ákvörðun um að varpa ábyrgðinni yfir á gerandann og situr ekki uppi með það að þetta sé honum sjálfum að kenna. Margir kæra af því að þeir ætla ekki að láta viðkomandi komast upp með þetta. Gerandi þarf að minnsta kosti að fara í yfirheyrslu hjá lögreglu. Sumir kæra af því að þeir vita að viðkomandi hefur nauðgað áður og enn aðrir kæra af því að þeir vilja koma í veg fyrir að viðkomandi geri þetta aftur." Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.