Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 28
En ekki vinna allir of mikið vegna áhuga, sumir gera það af fjárhagsástæðum, aðrir til að bjarga ástandi á deild- um. Margir halda björgunarstarfinu áfram svo lengi sem þeir standa uppréttir þar til þeir gefast upp og hrökklast frá hjúkrun. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þann vítahring sem skapast þegar mannekla er leyst með auknu álagi á þá sem fyrir eru eða aðkeyptum aukavöktum. í fyrsta lagi geta gæði hjúkrunar ekki verið upp á marga fiska með ókunnu eða örþreyttu starfsfólki. í öðru lagi kemur að þvl að starfsfólk getur ekki mætt á sínar eigin vaktir vegna þreytu og veikinda. Kaldhæðnin er hins vegar sú að þegar til lengri tíma er litið er ekki eingöngu verið að misnota starfsfólk heldur eru björgunaraðgerðirnar sárlega misheppnaðar. Það er eðli „reddinga" að bjarga hlutum fyrir horn og á meðan er ekki höggvið að rót vandans. Á nútlmamáli kallast slíkt atferli meðvirkni. í stað þess að viðurkenna eigin vanmátt leggur manneskjan allt I sölurnar til að bjarga ástandi sem ekki er á hennar færi að leysa, hún getur I besta falli viðhaldið því. Vissulega er hægara sagt en gert að neita aukavakt þegar enginn fæst til að taka hana, en það er líka ábyrgðarhluti að þekkja ekki og virða ekki sín eigin mörk. Sjúklingar og samstarfsfólk eiga heimtingu á að við mætum óþreytt I vinnuna og að við gefum okkur heils hugar I hana á meðan við erum þar, en forsenda þess er að við hvílum okkur á vinnunni þegar við eigum frí. Gríski heimspekingurinn Epiktet hélt því fram að van- sæld og vonbrigði stöfuðu af því að við héldum okkur ráða því sem við ráðum ekki. Hann sagði mikilvægast að geta greint á milli þess sem væri á valdi manns og þess sem væri það ekki. Hann taldi engan atburð í sjálfu sér vera 108 slæman, heldur væri það undir okkur sjálfum komið hvernig við upplifðum hann og hvernig við brygðumst við honum. Hann gekk svo langt að halda því fram að í raun væri ekkert á valdi manns nema viðbrögð manns og við- horf til þess að ráða í raun engu. Ég ætla ekki að fara út í tilvistarlegar vangaveltur um það hvort einstaklingurin ráði í raun engu en þó tel ég þetta viðhorf vera holla áminningu um að óánægja og streita stafi oft af óraunhæfum vonum. En nú ætla ég að venda mínu kvæði í kross og tala um óánægju sem heilbrigða og nauðsynlega. Óánægja getur verið vani, hún getur verið krónfsk og mallandi og staðið í vegi fyrir grósku og sköpun. En óánægja getur líka verið einkenni um að eitthvað sé að og því er jafn varasamt að horfa fram hjá henni og verkjum sjúklings sem geta verið vísbending um að ekki sé allt með felldu. Þegar ég var að setja saman þennan pistil rakst ég á grein í Skírni. Þar segir ungur læknir frá því að hann hafi fyrir nokkrum árum hafið nám í læknisfræði við Háskóla íslands. Hann varð hins vegar fljótlega efins um að hann ætti þangað erindi og söðlaði því um og fór í heimspeki. Eftir að því námi lauk tók hann upp þráðinn aftur við læknanám og er nú að Ijúka læknisfræði í Noregi. Hann segir ástæðu þess að hann hafi upphaflega horfið frá læknanámi vera þá að honum hafi virst læknaskólinn á ýmsan hátt viðsjárverð uppeldis- og menntastofnun. Honum þótti læknanám ekki nema að litlu leyti til þess fallið að búa menn undir að hjálpa fólki af holdi og blóði sem væri í nauðum statt og leitaði á náðir heilbrigðiskerfis- ins. Þvert á móti fannst honum námið vera hugsunarlaus ítroðsla þar sem ofurkapp væri lagt á vélræna greiningu og meðferð á mannslíkamanum. Þarna fengju menn sex ára Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.