Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 11
framt í aukana að konur, sem stunduðu fræðistörf, kenndu sig við femínsima og sögðust stunda femíniskar rann- sóknir. Rannsóknarefni þeirra tengdist gjarnan stöðu kvenna í einkaheiminum og reynslu þeirra. Jafnframt var leitað skýringa á því hvers vegna flest samfélög einkennast af og byggjast á greinarmuni eftir kyni. Almennt var þeirri hugmynd hafnað að leita mætti skýringa á þessum greinarmun í líffræðinni, þ.e. að konur væri að eðlisfari ólíkar körlum. Þess í stað var kynjamunur fyrst og fremst talinn vera félagslega tilbúinn, mótaður af hefðbundnum hugmyndum, viðhorfum og venjum. Á þessu tímabili var mikil áhersla lögð á samkennd kvenna og samstöðu eða systralag. Konur mynduðu hópa sem höfðu það að markmiði að vekja konur til umhugs- unar um stöðu þeirra, en jafnframt urðu þeir vettvangur umræðna um málefni sem ekki voru almennt rædd opin- berlega og tengdust m.a. líkama og heilsu kvenna. Bókin „Líkami okkar, við sjálfar" er til marks um þessa hreyfingu, en í henni er m.a. rætta um kynlíf kvenna á mun opinskárri hátt en tíðkast hafði. Þetta var tímabil mikillar endurskoð- unar meðal kvenna á stöðu þeirra og þátttöku í þjóðlífinu. Áhersla var lögð á að gera störf, áherslur, þekkingu og aðferðir kvenna sýnilegar, en jafnframt var bent á fjölmörg dæmi um hvernig reynt var að þagga niður í þeim og kúga þær í hinum „kvenfjandsamlega heimi karlveldisins". Karla- heimurinn var gagnrýndur og baráttan beindist að því að breyta honum, taka t.d. upp fjölskylduvinveittari gildi og efla almenna umhyggju í samfélögum. Baráttan fyrir jöfnum rétti kvenna og karla var ekki lengur á oddinum heldur var mun meiri áhersla lögð á hið sérstaka framlag þeirra til samfélagsins. Konur og karlar voru ólík en hæfileika og framlag beggja bar að virða. í því sambandi höfðu konur afar mikilvægu hlutverki að gegna. Vegna hinna hefðbundnu hlutverka sinna höfðu konur þroskað með sér eiginleika, s.s. næmi fyrir þörfum og líðan annarra og áhuga á að efla almenna velferð í samfélögum. Jafnframt voru konur taldar stuðla að umhverfisvernd og gegna mikilvægu hlutverki í að efla frið í heiminum. Siðfræði kvenna var talin mótast af umhyggju og mannlegum tengslum. Bandaríski þroskasálfræðingurinn Carol Gilligan (1983) taldi sig hafa sýnt með rannsóknum sínum að siðgæði kvenna væri ólíkt siðgæði karla. Siðferði karla tekur mið af siðareglum um það hvað sé rétt og hvað sé rangt. Þeir miða frekar við lögmál og ígrunda afstöðu sína út frá sjónarhóli réttlætis, þ.e. með hliðsjón af réttindum og skyldum. Siðfræði kvenna tekur hins vegar mið af sam- hengi og persónulegum tengslum og þeirri ábyrgð sem akveðnar aðstæður fela í sér. Þessi tegund siðgæðis hefur verið nefnd aðstæðubundið siðgæði. Þetta síðara sjónar- horn telur hún að byggist á umhyggju. Þrátt fyrir að Gilligan geri með þessu greinarmun á siðgæði kvenna og karla telur hún að hér sé ekki um eðlislægan mun á kynj- unum að ræða heldur áunninn. Ólíkt mörgum femínistum rekur hún hann þó ekki til ólíkrar félagsmótunar kvenna og karla heldur telur hún að reynsla, sem börn verða fyrir í frumbernsku, sé afgerandi fyrir mótun þeirra og vísar í því sambandi til kenninga Nancy Chodorow sem vinnur út frá hugmyndum sálgreiningarinnar um það hvernig hin ólíku kynhlutverk mótast á fyrstu æviárum barnsins. Tekið skal fram að kenningar og rannsóknaraðferðir Gilligan hafa verið gagnrýndar harkalega, en eftir stendur að hún vakti athygli á afar mikilvægum þætti siðgæðis sem fræðimenn höfðu ekki kannað. Annar mikilvægur þáttur hinnar fræðilegu umræðu á þessu tímabili tengdist þekkingu og þekkingarþróun. Margir áhrifamiklir femínistar héldu því fram að sú vísindalega þekk- ing, sem þróuð hafi verið á undanförnum öldum, sé mótuð af hefðum og viðmiðunum karla. Því hafi ekki orðið til þekk- ing um viðfangsefni sem tengjast lífi og störfum kvenna og að sú þekking, sem við búum við, einkennist af lönguninni til yfirráða yfir náttúrunni sem leitt hafi til þess að á hana sé gengið, fremur en að leitað sé leiða til að maður og náttúra fái lifað saman í sátt og samlyndi. Á fyrstu árum kvennabaráttunnar voru tengsl hennar við hjúkrunarstéttina takmörkuð. Hjúkrunarfræðingum fannst gert lítið úr störfum sínum þegar sett voru fram slagorð eins og: „Hvers vegna að verða hjúkka þegar þú getur allt eins orðið læknir". Hins vegar fundu þeir til mikils styrks frá kvennabaráttunni er farið var að greina störf kvenna, benda á þá þekkingu, sem þær búa yfir, og hið sérstaka sjónarhorn sem konur móta með sér samfara reynslu af umönnun. Þetta var tímabil mikillar vitundarvakningar í hjúkrun og gætir áhrifa þess raunar víða enn. Með því að beina sjónum að konum og reynsluheimi þeirra hafði opnast nýr skilningur á þeim sem gerendum þar sem framlag þeirra var virt og sýnilegt. Þó sannarlega hafi fjölmargir þættir haft áhrif á hjúkrun og orðið hjúkrun sá hvati til endurskoðunar sem merkja má á undanförnum árum, hafa femíniskar kenningar haft veruleg áhrif á ýmsa þekkta fræðimenn, s.s. Ratriciu Benner (Benner og Wrubel, 1989) Jean Watson (1985, 1987) og Alfaf Meleis (1995). Vísa þær til þess að hjúkrun hefur verið sinnt af konum og að til skamms tíma hafi flestir sem starfa við hjúkrun verið konur. Allar vísa þær til höfunda sem kenndir hafa verið við einhverja af stefnum femínismans. Watson líkir hjúkrun við risa sem er að vakna af löngum svefni: „Hið þögla, ósýnilega eðli og hin þögla rödd hjúkrunar eru að breytast samfara því að okkur tekst að vekja hinn sofandi risa hins kvenlega anda hjúkrunar" (Watson, 1987, bls. 13). Allar fjalla þær um þekkingu í hjúkrun með tilvísan til hugmynda sem verið hafa áhrifaríkar innan femínismans, s.s. um gildi innsæisþekkingar, þekkingar sem verður til samfara reynslu og hjúkrunarfræðinginn sem höfund þekkingar. Líkt og á öðrum sviðum beindist umræðan um heil- brigði kvenna á þessu tímabili að því að sýna fram á sér- stöðu kvenna og mikilvægi þess að rannsóknir tækju mið 91 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.