Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 34
Þá var Ásta fræðslustjóri á Borgarspítalanum og þangað réðst til starfa vinkona hennar, Laura Scheving Thorsteins- son sem var þá formaður FHH. „Laura lætur af störfum í október 1989, hún hafði ákveðið að hætta og var að leita að formanni. Einhvern veginn æxlaðist það þannig að við skiptum um störf, hún tók við fræðslustjóranum og ég for- manninum." Ásta var til að byrja með í 40% starfi sem formaður jafnhliða því sem hún var áfram fræðslustjóri, en smám saman jókst starfshlutfallið og varð að lokum fullt starf. En fyrstu árin sem formaður voru jafnframt persónulega erfið fyrir hana. Hún eignast barn '91 sem hún missir og á svo annað barn ári síðar. Fyrstu árin er hún því tvisvar í barnsburðarleyfi og að vinna úr þeirri reynslu að missa barn á sama tíma og undirbúningur að stofnun hjúkrunar- félaganna stendur yfir. Við sameininguna var Vilborg Ingólfsdóttir formaður Hjúkrunarfélagsins, hafði verið kosin þar 1991. „Hún kemur inn sem formaður með það meginmarkmið að sameina þessi tvö félög. Áður hafði verið ágreiningur um hvort ætti að sameina félögin. Sú stjórn, sem tekur við FHH 1989, setur það sem markmið að sameina félögin. Aðalbjörg Finnbogadóttir var þá varaformaður, en hún hafði fyrr verið formaður félagsins. Hún og Sigþrúður Ingimundardóttir, sem var formaður Hjúkrunarfélagsins á sama tíma, höfðu unnið mjög vel saman, en grundvöllur fyrir sameiningu var ekki fyrir hendi af hálfu FHH. Það er því ekki fyrr en 1989 sem stjórn FHH markar þá stefnu að sameina félögin." Ásta og Vilborg höfðu unnið saman að ákveðnum verkefnum frá árinu 1985 og þekktust vel. „Við vorum sannfærðar um að ef einhverjum tækist að sameina þessi félög þá væri það undir forystu okkar tveggja í 114 Samningar við heilsugæsluna undirritaðir í ágúst 1998. þessum tveimur félögum." Þær ákváðu því að undirbúa sameininguna vel og settu á laggirnar marga hópa til að vinna að því, t.d. var kjaranefndum félaganna falið að vinna að nýrri kjarastefnu fyrir nýtt félag. „Menntamála- nefndirnar unnu saman og nefnd var sett um stefnu félagsins, m.a.s. var sett á laggirnar nefnd sem átti að koma með hugmyndir um hvernig staðið skyldi að skjala- vörslu! Yfir 20 nefndir voru starfandi á þessu tímabili og þær komu með tillögur sem stjórnir félaganna tóku afstöðu til. Þegar kom að sameiningu hafði farið fram mjög mikil umræða um nánast alla hluti þannig að sameiningin tókst einstaklega vel. Það voru líka flestir komnir á þá skoðun að tilvera tveggja félaga hjúkrunarfræðinga ynni gegn hagsmunum hjúkrunarfræðinga, það var einkum í kjaramálum sem reynt var að haldi niðri kjörum hjúkrunar- fræðinga með því að etja þessum félögum saman." Mikill sprengikraftur í hjúkrunarfræðingum Hún segir tilfinningalegu málin hafa verið ein erfiðustu mál sameiningarinnar, svo sem umræðuna um merki hins nýja félags. „Það var nauðsynlegt að búa til nýtt merki til að sýna að bæði félögin og allir hjúkrunarfræðingar stæðu jafnfætis í nýju félagi. Á undirbúningstímabilinu fór gríðarleg orka í að sætta sjónarmið og sameina. Við töluðum oft um hvað það yrði gaman þegar við gætum farið að vinna að öðrum framþróunarmálum, þegar öll þessi orka, sem hefði farið í sameininguna, leystist úr læðingi og við gætum beint henni í aðra farvegi, kjaramál, lífeyrismál, stefnumót- un í málefnum hjúkrunarfræðinga og menntunarmálin. Við ræddum um hvað það væri mikill sprengikraftur í hjúkrun- arfræðingum. Og sá kraftur hefur komið í Ijós eftir samein- ingu undanfarin fimm ár. Hún segir kraftinn, sem kom út úr Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.