Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 23
Helga Björk Eiríksdóttir vegna nauðgunar Nauðgun er alvarlegt mál, sérstaklega fyrir fórnarlambið og fjölskyldu þess en líka fyrir samfélagið í heild. Dómsmálaráðherra skipaði nefnd til að kanna stöðu nauðgunarmála. Nefndin gerði úttekt og gaf út skýrslu. Heilbrigðisþjónusta vegna nauðgunar var í hálfgerðum lamasessi og það tók um það bil áratug að gera almennilegar úrbætur. Vinna nefndarinnar hófst árið 1984, skýrslan kom út árið 1989 og neyðarmóttaka vegna nauðgunar var opnuð árið 1993. Aðdragandinn var því langur en neyðarmóttakan hefur reynst vel. Eyrún B. Jónsdóttir, umsjónarhjúkrunarfræðingur, segir frá starfi móttökunnar. Starfað á slysadeild Eyrún hefur starfað við neyðarmóttökuna frá stofnun hennar. Hún hafði unnið á slysa- og bráðamóttöku Sjúkra- húss Reykjavíkur frá árinu 1989 og þegar neyðarmóttök- unni var valinn staður á slysadeildinni var öllum hjúkrunar- fræðingum boðið upp á námskeið til að undirbúa starfs- fólkið fyrir starfsemina. Árið 1995 varð hún síðan formlega umsjónarhjúkrunarfræðingur neyðarmóttökunnar. Hún hefur daglega umsjón með móttökunni og er tengiliður við þá aðila sem vinna við móttökuna. „Yfirlæknir hér er Guðrún Agnarsdóttir, á bakvakt eru og skipta með sér vöktum sjö læknar, fjórir lögmenn, fjórir ráðgjafar sem eru félagsráðgjafar, sálfræðingar eða geðhjúkrunarfræð- ingur og við erum tíu hjúkrunarfræðingarnir." Eyrún segir að stórt skref hafi verið stigið þegar tilteknir hjúkrunarfræðingar hófu bakvaktir því áður höfðu allir hjúkrunarfræðingar slysadeildarinnar starfað við mót- tökuna. „Þá gat liðið allt að eitt eða tvö ár milli þess sem hjúkrunarfræðingur tók á móti brotaþola í nauðgunarmáli og það var alltof langur tími. Þekkingin datt niður á milli og fólk var óöruggt. Það skiptir til dæmis verulegu máli að starfsfólk öðlist færni í að meðhöndla sakargögn þannig að ekki sé hægt að rekja mistök til rangs frágangs gagna.“ Samstarf við lögregluna Starfsemin á neyðarmóttökunni hefur í megindráttum verið eins frá upphafi. „Við hittumst mánaðarlega fulltrúar fag- hópanna sem koma að móttökunni. Þetta eru teymisfundir þar sem farið er yfir málin og starfsreglurnar. Vandamál, sem upp kunna að koma, eru brotin til mergjar og við reynum að læra af hugsanlegum mistökum.'1 Lögreglan á fulltrúa á þessum samráðsfundum og segir Eyrún samstarf við lögregluna vera mjög gott. „Eitt atriðið, sem gagnrýnt var áður en móttakan tók til starfa, var meðhöndlun og framkoma lögreglunnar við brotaþola. Þar voru vissir fordómar í gangi en í raun endurspegluðust almenn viðhorf fólks í framkomu þess. Fordómarnir fund- ust líka í heilbrigðis- kerfinu." Það varð fljótt höfuð- markmið að fræða alla sem tóku þátt í starfi neyðarmóttök- unnar. Fljótlega var farið af stað með fræðslu í Lögreglu- skólanum. Fram kom í skýrslu nauðgunarmálanefndar að bæta þyrfti menntun lögreglumanna og allra sem starfa við móttöku fórnarlamba í kynferðisbrotamálum. í fræðslunni er farið yfir starfsemi neyðarmóttökunnar og afleiðingar nauðgana. Einnig er kynnt mikilvægi þess að sýna brotaþolum virðingu og skilning. Þessi fræðsla hefur skilað góðum árangri." Að norskri fyrirmynd Guðrún Agnarsdóttir vann með nefndinni að undirbúningi neyðarmóttökunnar og hafði kynnt sér sambærilega þjón- ustu erlendis. „Besta fyrirmyndin reyndist vera í Ósló," segir Eyrún og lýsir því hvernig móttakan er skipulögð á slysa- og bráðamóttöku SHR. „Staðsetningin er á slysa- deild sem er opin allan sólarhringinn. Flestir vita hvar hún er og aðgengi er gott. Þessi þjónusta er að kostnaðar- lausu þeim sem hana nýta og það skiptir höfuðmáli. Þjón- ustan hefur forgang og manneskjan þarf ekki að bíða á biðstofunni eftir þjónustu." Eyrún telur mikilvægt að manneskjan komist strax að: „Fyrsta viðmótið hefur mikið að segja. Að sýna skilning, umhyggju og að trúa þolandanum skiptir öllu máli. Fyrst tekur hjúkrunarfræðingur á deildinni á móti brotaþola og er hjá honum þar til hjúkrunarfræðingurinn, sem er á bakvakt, kemur. Sá hjúkrunarfræðingur fylgir honum í gegnum allan ferilinn og upplýsir um þjónustuna. Ráðgjafi og læknir koma fljótlega." [ hverju felst þjónustan? „í fyrsta lagi er það læknis- skoðun og kvenskoðun sem er aðeins fyrir manneskjuna sjálfa. Þá er hugað að andlegu og líkamlegu ástandi, hugsanlegu kynsjúkdómasmiti og einnig að áverkum. Það Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 2. tbl. 75. árg. 1999 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.