Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Qupperneq 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Qupperneq 51
Heilbrigðisþing 1999 Framtíðarsýn í káibrÍQ&ís'MÁlum Drög að nýrrí langtímaáætlun í heilbrigðismálum var lögð fram á heilbrigðisþingi sem haldið var fimmtudaginn 25. mars sl. Þingið er haldið fjórða hvert ár, að þessu sinni voru lögð fram drög að langtímaáætlun í heilbrigðismálum sem nær til ársins 2005. Á þinginu fluttu um 20 sérfræð- ingar á heilbrigðissviðinu erindi en þingið sóttu um 250 fulltrúar heilbrigðisstétta- og stofnana, samtaka sjúklinga, frjálsra fétagasamtaka og fleiri aðila. Fyrir tilstilli Byggðabrúar, sem er fjarfundabúnaður, tóku sjö bæir á landinu þátt í þinginu, eða ísafjörður, Akureyri, Egilsstaðir, Neskaupstaður, Hornafjörður, Selfoss og Reykjanesbær. Einn fyrirlesarinn, Margrét Oddsdóttir skurðlæknir, flutti fyrirlestur sinn frá San Antonio í Texas þar sem hún er stödd um þessar mundir. Við mótun heilbrigðisáætlunarinnar var aðallega tekið mið af tveimur þáttum, annars vegar stefnumörkun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, um heilbrigði allra á 21. öldinni og hins vegar var tekið mið af stefnu- mótun og úttektum á fjölmörgum þáttum heilbrigðismála hér á landi. Til grundvaliar áætluninni liggja einnig við- miðunarreglur um forgangsröðun á verkefnum og við- fangsefnum heilbrigðisþjónustunnar. Áætluninni má skipta í þrjá hluta. í fyrsta lagi forgangs- verkefni, Evrópumarkmið WHO og íslensk markmið til 2005. í öðru lagi er fjallað um horfur í íslensku þjóðfélagi, stjórnkerfi og skipulagi heilbrigðisþjónustunnar. í þriðja lagi er gerð grein fyrir ýmsum stoðaðgerðum sem nauðsynlegar eru til að tryggja gæði og framþróun heilbrigðiskerfisins. Samkvæmt áætluninni hafa sjö heilbrigðissvið forgang og er stefnt að því að ná ákveðnum markmiðum á hverju sviði. 1. Tóbaksvarnir, en þar er stefnt að eftirfarandi markmiðum: a) Að yfir 80% fólks á aldrinum 18 til 69 ára reyki ekki, en árið 1998 reyktu um 28% fólks daglega. b) Að yfir 95% barna og unglinga 12-17 ára reyki ekki, en árið 1997 reyktu 5-21% ungmenna á aldrinum 14-16 ára. 2. Slysavarnir, en þar eru markmiðin þessi: a) Að fækka slysum um 25%, en árið 1997 slösuðust 60.000 manns. b) Að dauðaslysum fækki um 25%, en frá árunum 1991- 1995 dóu að meðaltali 42 af hverjum 100.000 körlum af völdum slysa árlega og 21 af hverjum 100.000 konum. 3. Hjarta- og æðavernd, en þar eru markmiðin þessi: a) Að draga úr dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma hjá fólki á aldrinum 25-74 ára. Stefnt er að því að lækka tíðnina um 20% hjá körlum og 10% hjá konum. Á árunum 1991-1995 dóu árlega að meðaltali 131 af hverjum 100.000 körlum úr hjarta- og æðasjúkdómum en 76 af hverjum 100.000 konum. b) Að draga úr tíðni heilablóðfalla um 30%. 4. Krabbameinsvarnir, en þar er markmiðið að dánartíðni hjá fólki yngra en 75 ára lækki um 10%, en á árunum 1991-1995 dóu að meðaltali 104 af hverjum 100.000 körlum yngri en 75 ára og 106 af hverjum 100.000 konum af krabbameini. 5. Geðheilbrigði, en þar eru markmiðin þessi: a) Að draga úr tíðni sjálfsvíga um 25%, en á árunum 1991-1995 dóu 60 karlar yngri en 35 ára af völdum sjálfsvíga en 8 konur. b) Að draga úr tíðni geðraskana um 10%, en árið 1994 var heildargengi geðraskana 22%. 6. Aldraðir, en þar eru markmiðin þessi: a) Að bið eftir vistun á hjúkrunarheimilum fyrir fólk, sem er í mjög brýnni þörf, verði ekki lengri en 90 dagar, en árið 1997 var meðalbiðtími eftir hjúkrunarrými 267 dagar í Reykjavík. b) Að yfir 70% fólks 80 ára og eldra sé við svo góða heilsu að það geti með viðeigandi stuðningi búið heima, en árið 1996 bjuggu um 36% fólks 80 ára og eldra á stofnunum. c) Að draga úr tíðni mjaðma- og hryggbrota um 25%. 7. Börn, en þar eru markmiðin þessi: a) Að jafnaður verði munur á heilsufari barna tengdur þjóðfélagsstöðu foreldra, en á árunum 1991-1995 var vísitala langvinnra sjúkdóma hjá börnum miðað við menntun föður eftirfarandi: háskólamenntun 1, fram- haldsskólamenntun 1,17 og grunnskólamenntun 1,46. b) Að geðheilbrigðisþjónusta nái árlega til 2% barna og unglinga 18 ára og yngri, en árið 1997 náði þjónustan til 0,4% til 0,5% af hópnum. Stjórnsýsluleg framkvæmd og endurskoðun markmiða verður á ábyrgð heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, en landlæknisembættið mun sjá um söfnun og úrvinnslu tölulegra upplýsinga og faglegt eftirlit. Héraðslæknar, heil- brigðisstarfsmenn og stjórnir heilbrigðisstofnana vinna að því að uppfylla sett markmið og tryggja eftirlit með framkvæmdinni á hverjum stað. Á hverju ári verður birt yfirlit um stöðu og framkvæmd þeirra verkefna sem heilbrigðisáætlunin nær til. vkj Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999 131
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.