Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Side 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Side 30
Aukíð ofboldí gegn Kj úkruttArfvvtóÍKAim Alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga, ICN, hafa hvatt aðildar- félög sín til að stemma stigu við ofbeldi gegn hjúkrunar- fræðingum á vinnustað. Meiri hætta er að ráðist sé á hjúkrunarfræðinga í starfi en lögreglumenn eða fangaverði. Dr. Mireille Kingma, hjúkrunarráðgjafi ICN, gerði ofbeldið að umtalsefni á alþjóðlegum degi kvenna 8. mars sl. Hún sagði ofbeldi gegn hjúkrunarfræðingum ógna starfsstétt- inni í heild og heilbrigðiskerfinu öllu. „Konur eru í meiri hættu vegna ofbeldisárása, 95% hjúkrunarfræðinga í heiminum eru konur og viðhorf til kvenna í heild hafa áhrif á samskiptin við sjúklingana," sagði Kingma. í nýlegri könnun í Bretlandi sögðu 97% hjúkrunarfræðinga að þeir þekktu hjúkrunarfræðing sem hefði orðið fyrir líkamlegri árás á undanförnum 12 mánuðum og 95% sögðu að sjúklingar hefðu sýnt þeim yfirgang. Slysavarðstofur eru hættulegustu vinnustaðirnir fyrir heilbrigðisstarfsfólk. „Skortur á starfsfólki, einangrandi vinnuaðstæður og það að margir sjúklinganna eru undir áhrifum vímuefna eða undir tilfinningalegu álagi eru helstu orsakir ofbeldisins," segir Kingma. Hún hvetur til herferðar gegn ofbeldi, m.a. með lagasetningu sem tryggi öryggi á vinnustað, og viðbrögð við slíkum árásum. Að öðrum kosti sé hætta á að hjúkrunarfræðingar hætti störfum og það hafi ómældar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið í heild sinni. DENTAUA PHYTO SOYA RÍKTAF PHYTOÖSTROGENI SÍMI: 562 9919 • Fax: 562 7737 NETFANG: dentalia&mmedia.is AZINC Menopause Sérstök blanda bætiefna: • Þorskalysi • Kvöldvorrósarolía • Soja lecitin • Kalk • Betakarotín • E-vítamín • Zink TOANf phvjo AlfAlfA Arkopharma Jurtaúrræði PHVTO AlfAlfA PHYTO AIFALFA Alfalfa • Salvía Rík af Phytoöstrogeni Til grenningar 110 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.