Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 26
Komur á neyðarmóttöku vegna nauðgunar 1993-1998 120t/ 1. ár 2. ár 3. ár 4. ár 5. ár félagsmálayfirvalda, fulltrúa frá Jafningjafræðslunni og fleiri. í dag hafa námsráðgjafar oft það hlutverk að vera stuðn- ings- og úrvinnsluaðilar fyrir nemendur sem koma til þeirra undir öðru yfirskini." Eyrún álítur að forvarnarfulltrúar gætu greitt götu ung- menna með slík vandamál og veitt þeim stuðning innan skólans. „Þetta ferli er að byrja og hefur gefið góða raun. Við vorum með þetta átak á níu stöðum í Reykjavík og úti á landi. Það er nauðsynlegt að halda uppi mikilli fræðslu en við höfum hvorki fjármagn né fólk til að sinna þessu eins vel og við vildum. Það er stefnt að því að hafa forvarnarfulltrúa í sem flestum skólum. Við gætum þá unnið náið með þeim.“ Námsráðgjafar og skólahjúkrunarfræðingar hafa leitað til neyðarmóttökunnar eftir aðstoð við nemendur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og misnotkun. „Við höfum brýnt fyrir þeim að vera vakandi fyrir einkennum sem geta komið í kjölfar nauðgana, til dæmis breytingum á hegðun eða jafnvel útlitsbreytingum. Krakkar breytast oft þegar þeir byrja í eiturlyfjum og fer að ganga verr í skólanum. En svona getur líka farið þegar þeim er nauðgað eða þau beitt kynferðislegu ofbeldi eða misnotkun. Við höfum séð augljós dæmi þessa hér á deildinni. Nemendur missa allan áhuga og einkunnirnar hrapa. Þeir einangra sig frá vinum sínum eða leita í aðra vinahópa og finnst þeir vera einskis virði." Nauðgun er reynsla sem grefur undan sjálfsvirðingu og sjálfsmati þeirra sem slíkt þurfa að þola. Krökkum finnst þeir óhreinir og þeir eigi ekki betra skilið. „Við höfum meira að segja fengið til okkar unga krakka sem hefur verið nauðgað og síðan hafa þeir sömu komið aftur á slysadeildina eftir að hafa reynt sjálfsvíg. Oft þarf að grennslast fyrir um krakka eða spyrja þá beint ef það er grunur um nauðgun. Þess vegna skiptir fræðsla og samráð svo miklu máli.“ Áfallahjálp Eyrún er 45 ára og hefur starfað á slysa- og bráðamóttöku SHR frá árinu 1989. Hún útskrifaðist frá Hjúkrunarskólan- um áriðl 979 og starfaði í 7 ár á Landakoti. En hvaðan kemur sérþekkingin sem augljóslega þarf til að annast 106 fórnarlömb nauðgunar? „Ég hef kynnt mér bæði orsakir og afleiðingar kynferðislegs ofbeldis, meðferðarvinnu og úrræði vegna þessara mála á námskeiðum. Ég hef einnig kynnt mér áfallahjálp og starfað við hana hér. Ekki síst hefur reynslan af starfinu og samskipti við starfsfólk, skjólstæðinga og fleiri kennt mér mikið. Starfsfólkið hér er vakandi fyrir því að viðhalda og auka þekkingu sína á þeim margvíslegu viðfangsefnum sem við fáum í starfi okkar.“ Eyrún segir góða samvinnu meðal starfsfólks á slysadeildinni. „Það er hjúkrun og vinna sem tengist því að sinna fólki sem hefur orðið fyrir áfalli. Daglega erum við að fást við fólk sem er í mikilli kreppu og við vinnum náið með bæði sjúklingnum og aðstandendum hans. Stór þáttur í starfi okkar er fræðsla og andlegur stuðningur. Við tökum á kreppueinkennum og vísum fólki þangað sem það fær stuðning. Við erum einnig með áfallahjálparsíma á deildinni sem er mikið hringt í. Annaðhvort ræðum við sjálf við fólkið og leysum úr málunum eða vísum viðkomandi á önnur úrræði, formlega áfallahjálp eða viðtöl við prest, sálfræðing, geðlækni eða aðila í félagsmálakerfinu. Þannig þjálfumst við í starfi okkar.“ Líf eftir nauðgun Það hlýtur að vera erfitt að taka á móti fólki eftir nauðgun, fylgja því í gegnum ferlið og sjá á eftir því án þess að vita meira um afdrif þess. Er fylgst með framgangi mála fólks eftir 6 mánaða endurkomuna? „Við fylgjumst með öllum kærðum málum í gegnum lögmennina. Við fáum alla dóma og upplýsingar um málin, sem eru kærð, og hvernig þau fara. Það er kannski sérstaða okkar hér á íslandi. Það er náin og góð samvinna við lögregluna og við getum fylgt málum eftir. Okkur er ekki sama hvernig þessum málum reiðir af.“ Sálfræðiviðtölin eru að einhverju leyti miðuð við framgang mála í kerfinu. „Ef konur þiggja sálfræðiviðtölin reynum við að dreifa þeim yfir þann tíma sem líður frá kæru og þar til réttarhöld hefjast. Sá tími er oft langur og erfiður. Þegar manneskjan mætir sem vitni eftir marga mánuði fer hún oft í sama farið. Þetta er mjög erfið reynsia: orð hennar eru véfengd, henni finnst hún lítillækkuð og finnst jafnvel að þetta hafi verið henni sjálfri að kenna. Sál- fræðingurinn er því oft með tvö til þrjú viðtöl eftir réttar- höldin til að hjálpa brotaþola." Eyrún leggur áherslu á að eftir viðtölin tíu fari sumir í enn frekari meðferð. „Fólk getur líka hringt hingað, talað við ráðgjafa eða sálfræðing. Þannig reynum við að fylgja fólki eftir eins og hægt er. Við hjálpum manneskjunni í gegnum fyrstu skrefin eftir áfallið og styrkjum hana í þeirri trú að viðbrögð hennar séu eðlileg. Við eflum bjartsýni á að þetta sé reynsla sem hægt sé að lifa með. Fyrstu viðbrögin eru oft þau að þolandanum finnst allt vera búið. Allur hópurinn hér á neyðarmóttökunni leggur áherslu á að manneskjan sé heil áfram og geti lifað eðlilegu lífi aftur.“ Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.