Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 52
SSN-vÁðst£'(xA 1999 Dagana 17. til 19. mars var haldin ráðstefna á vegum SSN á Hótel Sögu í Reykjavík. Um 230 hjúkrunarstjórnendur frá sjúkrahúsum og heilsugæslunni á Norðurlöndunum skiptust á skoðunum um þróun heilbrigðisþjónustunnar á Norðurlöndunum og í Evrópu. Ráðstefnan var sett af Ástu Möller, varaformanni SSN og formanni Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Davíð Á. Gunnarsson flutti ávarp fyrir hönd heilbrigðisráðu- neytisins og léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur undir stjórn Jóhönnu Þórhallsdóttur söng nokkur lög. Þá fluttu fulltrúar hjúkrunarfélaganna á Norðurlönd- unum stutt erindi um stefnu félaganna varðandi hjúkrunar- stjórn í löndunum, en erindin fluttu Ása Lundvad, annar varaformaður danska hjúkrunarfélagsins, Katriina Laaksonen frá finnska hjúkrunarfélaginu, Æna Reinert frá Færeyjum, Ásta Möller frá íslandi, Áse Jakobsen frá Noregi og Eva Fernvall Markstedt frá Svíþjóð. Umræðu- stjóri var Björg Eva Erlendsdóttir, fréttamaður. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni voru Sigríður Snæ- þjörnsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, en hún flutti erindi um hjúkrunarstjórn fyrr og nú og fram- tíðarsýn á þeim vettvangi, og Hrund Sceving Thorsteins- son, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Landspítalanum, sem fjallaði um rannsóknir í hjúkrun, hlutverk þeirra og ábyrgð. Á ráðstefnunni voru fluttir fyrirlestrar um þróun hjúkrunar- stjórnunar í heilsugæslunni og á sjúkrahúsunum, hvaða áhrif það hefur á heilsugæsluna og sjúkrahúsin að hafa hjúkrunarfræðinga sem stjórnendur. Þá var fjallað um ábyrgð, hæfni og menntun hjúkrunarstjórnenda, m.a. hvort doktorsnám í hjúkrun eða framhaldsnám í stjórnun væri æskilegur undirbúningur stjórnenda í heilbrigðisþjónust- unni. Fyrirlesarar auk þeirra Sigríðar og Hrundar voru m.a.s. Ann Hedlund frá Svíþjóð, Birgitte Nielsen frá Danmörku, Jan Vikenhem frá Svíþjóð, Per Kristian Vareide frá Noregi, Ann Cardulf frá Svíþjóð, Lisbeth Uhernfeldt frá Danmörku, Márta Westman frá Finnlandi, Margaretha Palmberg frá Svíþjóð og Martha Quivey frá Noregi. Auk ráðstefnustarfa gáfu fundarmenn sér tíma til að bregða sér í Bláa lónið að lokinni dagskrá fyrri dag ráð- stefnunnar og í kjölfarið var farið á víkingahátíð í Hafnarfirði og snæddur þar matur. í lok ráðstefnunnar var fundar- mönnum boðið í mat á Broadway. vkj 132 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.