Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 44
Nýtt launakerfi om uinnu- w.AY'kAðuv' hjúkrunarfræðínga Eftir Vigdísi Jónsdóttur, hagfræðing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Þessi grein fjallar um nýtt launakerfi og vinnu- markað hjúkrunarfræðinga. Fyrri hluti greinar- innar er m.a. byggður á erindi sem ég flutti á samnorrænni ráðstefnu hjúkrunarfræðinga og var birt í Tímariti hjúkrunarfræðinga á árinu 1996 (5. tbl. 72. árg.). Þær hugmyndir, sem þar voru settar fram, eru hins vegar í þessari grein settar í samhengi við samninga um nýtt launakerfi hjúkrunarfræðinga á íslandi. Samkvæmt hefðbundnum kenningum hagfræðinnar ráðast laun af samkeppni milli framboðs og eftirspurnar eftir vinnuafli. Ef eftirspurn er meiri en framboð af ákveðn- um starfshópum þrýstir það launum viðkomandi starfs- hóps upp á við þar til jafnvægi næst milli framboðs og eftirspurnar. f þessum kenningum er yfirleitt dregin upp einföld mynd af því hvernig tengsl einstaklinga og atvinnurekenda á vinnumarkaði leiða til jafnvægis fram- boðs og eftirspurnar þar sem ákveðinn fjöldi launafólks starfar fyrir tiltekin laun og einstaklingum eru greidd laun sem svara til afkasta hans og getu á vinnumarkaði. í þessum kenningum er m.a. gert ráð fyrir því að sam- keppni sé algerlega frjáls og allir aðilar hafi fullkomnar upplýsingar um eftirspurn og framboð. Hjúkrunarfræðingar og aðrir sem unnið hafa að kjaramálum hjúkrunarfræðinga gera sér hins vegar grein fyrir því að vinnumarkaður hjúkrunarfræðinga er ekki dæmigerður samkeppnismarkaður þar sem laun ráðast af jafnvægi framboðs og eftirspurnar í frjálsri samkeppni. Eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum hefur verið mun meiri en framboðið í langan tíma án þess að það leiði til hækkunar á launum hjúkrunarfræðinga nema að mjög takmörkuðu leyti og oft hafa laun hjúkrunarfræðinga verið mun lægri en laun annarra fagstétta með svipaða menntun og ábyrgð. Vinnumarkaður hjúkrunarfræðinga - vinnumarkaður ófullkominnar samkeppni? Margir teija skýringuna á lágum launum hjúkrunarfræðinga vera þá að á vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga ríki ófull- 124 komin samkeppni þar sem aðeins er um að ræða einn eða mjög fáa atvinnurekendur sem eru einkakaupendur að vinnuafii hjúkrunarfræðinga. Talað er um að ófullkomin samkeppni ríki á vinnumark- aði þar sem einn eða fáir atvinnurekendur eru á ákveðnu svæði fyrir tiltekin störf. Við þær aðstæður þurfa þeir ekki að keppa við aðra atvinnurekendur um starfsfólk og eru þess vegna í aðstöðu til að greiða starfsfólki lægri laun en ella. Oft eru atvinnurekendur hjúkrunarfræðinga fáir. Á íslandi er ríkið langstærsti atvinnurekandi hjúkrunarfræð- inga. Jafnvel þó hjúkrunarfræðingar eigi þess kost að vinna á mörgum og ólíkum stofnunum og rekstrarform þessara stofnana sé mismunandi þá er það staðreynd að fiestar heiibrigðisstofnanir eru fjármagnaðir og reknar af hinu opinbera. Rekstraraðilar þessara stofnana eru því í góðri aðstöðu til að hafa gott samráð sín á milli um launakjör starfsmanna. Á frjálsum samkeppnismarkaði hefur hver og einn atvinnurekandi ekki möguleika á að hafa áhrif á laun starfs- manna heldur verða þeir að greiða sínum starfsmönnum laun sem ráðast af framboði og eftirspurn á vinnumarkaði þar sem fjöldinn allur af atvinnurekendum keppir um vinnu starfsfólks. Þegar hins vegar er um að ræða vinnumarkað þar sem einn eða fáir atvinnurekendur eru einkakaupendur að vinnuafli ákveðinna starfshópa þá hafa atvinnurekendur möguleika á að hafa áhrif á laun þessara starfsmanna. Þessir atvinnurekendur geta verið mjög tregir til að hækka laun þrátt fyrir að eftirspurn eftir ákveðnum starfshópum sé mun meiri en framboð í töluverðan tíma og þeir þarfnist þess mjög að fá fleira starfsfólk úr ákveðnum starfsstéttum til starfa. Vegna stöðu sinnar sem einkakaupandi að vinnu- afli geta þessir atvinnurekendur ekki boðið nýjum starfs- mönnum hærri laun án þess að það hafi áhrif á laun þeirra starfsmanna sem fyrir eru. Launahækkun til að laða að nýja starfsmenn getur þannig valdið mikilli hækkun á heildar- launakostnaði atvinnurekandans. Atvinnurekendur í þessari aðstöðu reyna oft aðrar leiðir en að hækka grunnlaunin til að laða fólk til starfa eða til að fá starfsfólk til að vinna meira. T.d. bjóða þeir starfsmönn- um hærri laun með aukagreiðslum fyrir ákveðnar vaktir, bónus fyrir meiri vinnu og sveigjanlegan vinnutíma. Þannig Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.