Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 12
af henni. Bent var á að störf kvenna, t.d. ræstingar og
umönnun barna og aldraðra, fælu í sér ákveðna áhættu
sem væri ólík þeirri áhættu sem karlar byggju við. Því voru
rannsóknir, t.d. á hjarta- og æðasjúkdómum, sem byggðu
aðallega á rannsóknum á körlum, gagnrýndar harkalega.
Sú gagnrýni hefur borið þann árangur að víða er gerð
krafa um það að hlutfall kvenna og karla í rannsóknum sé
svipað og að rannsóknarniðurstöður séu greindar með til-
vísan til kynjamismunar. Veruleg áhersla er lögð á að sinna
málefnum sem snerta konur sérstaklega, s.s. barneignum
og vandamálum tengdum kynfærum kvenna. Kynferðisleg
misnotkun hefur hlotið mikla umfjöllun og á því sviði hefur
átt sér stað bylting í þjónustu og viðhorfum. Innan hjúkr-
unar hafa víða verið settar á stofn sérstakar námsleiðir fyrir
hjúkrunarfræðinga sem sérhæfa sig í hjúkrun kvenna
(Woods, 1995) og jafnframt hafa margir hjúkrunarfræð-
ingar lagt sitt af mörkum til að auka þekkingu um heilbrigði
kvenna (Fogel og Woods, 1995).
Konur eru ekki einsleitur hópur
Það sem einkenndi ofangreint tímabil var áherslan á það
sem konur eiga sameiginlegt og baráttan gegn hvers
konar kúgun og misrétti sem konur eru beittar vegna kyn-
ferðis. Lögð var áhersla á að gera störf, þekkingu og sið-
ferðisskilning kvenna sýnilegan. Samfara þessu átti sér oft
stað ákveðin upphafning á hinu kvenlega og kvennamenn-
ingunni. Fljótlega fór þó að bera á andsvari við þessa
stefnu. Bent var á að aðstæður og bakgrunnur kvenna
væri afar ólíkur og að þess vegna væri vafasamt að tala
um konur sem einsleitan hóp. Líf kvenna mótast ekki síður
af stéttarstöðu þeirra, kynþætti og kynhneigð en af þeirri
staðreynd að líffræðilega tilheyra þær kvenkyninu. Hafa
hugmyndasmiðir níunda áratugarins m.a. verið gagnrýndir
fyrir að halda á lofti úreltum og afar takmörkuðum skilningi
á hinu kvenlega eðli. Þannig hefur t.d. verið bent á að fyrir-
myndin að móðurástinni, sem talin var einn mikilvægasti
hluti kveneðlisins, á rætur að rekja til miðstéttasamfélags
viktoríutímabilsins (Inga Dóra Björnsdóttir, 1997).
Þessi nýja stefna þýddi í raun endurskoðun á skilningi
okkar á konum og stöðu þeirra þar sem margbreytileiki
kvenna varð lykilhugtak. Jafnframt kom fram gagnrýni á
hinn afgerandi greinarmun sem gerður var á konum og körl-
um. Leiddi sú gagnrýni til þess að athygli fræðimanna
beindist í æ ríkara mæli að athugun á því hvernig hugmyndir
um kynin verða til og hvernig þær mótast. Því er nú algengt
að vísa til kynjafræða fremur en kvennafræða. í kjölfar þess-
arar þróunar hafa allar tilraunir til að skilja og skýra kúgun
kvenna út frá einu kenningakerfi verið aflagðar. Konur eru
ekki lengur álitnar vera fórnarlömb feðraveldisins eða hins
kapítaliska hagkerfis, heldur eru þær bæði þátttakendur í og
viðföng flókins valdasamspils (Barrett og Þhillips, 1992). í
þessu sambandi hafa t.d. verið framkvæmdar áhugaverðar
rannsóknir á því hvernig hugmyndir um konur og hinn eðli-
92
lega og eftirsóknarverða kvenlíkama verða til og hvernig
konur bregðast við þeim (Bordo, 1993).
Ýmsir fræðimenn innan hjúkrunar hafa tekið mið af
þessari nýju stefnu en þó eru áhrif hennar engan veginn
eins útbreidd og víðtæk eins og stefna níunda áratugarins.
Töluverð umræða hefur t.d. farið fram um stöðu karla
innan hjúkrunar og þá erfiðleika sem fylgja því að velja sér
starfsvettvang sem mótast af hefðum og starfsaðferðum
annars kyns. Jafnframt er vaxandi áhugi á að skoða áhrif
tungumálsins eða orðræðunnar á þá starfsemi sem veitt
er innan heilbrigðiskerfisins.
Lokaorð
í þessari grein hef ég rakið þróun femínismans á tuttug-
ustu öldinni í stuttu máli. Jafnframt hef ég nefnt nokkur
dæmi um áhrif hans innan hjúkrunar og á þróun þekkingar
um heilbrigði kvenna og heilbrigðisþjónustu fyrir konur.
Heimildir:
Barrett, M., og Phillips, A. (ritstj.). (1992). Destailizing theory. Stanford,
Stanford University Press.
Benhabib, S., og Cornell, D. (ritstj.). (1987). Feminism as critique.
Minneapolis, University of Minnesota Press.
Benner, R, og Wrubel, J. (1989). The primacy of caring: Stress and
coping in health and illness. Menlo Park, Addison-Wesley.
Bordo, S. (1993). Unbearable weight: Feminism, western culture and the
body. Berkley, University of California Press.
Cott, N.F. (1987). The grounding of modern feminism. New Plaven,
Connecticut: Yale University Press.
Crowley, H., og Himmelweit, S. (ritstj.). (1992). Knowing women:
Feminism and knowledge. Cambridge, Englandi: Polity Press.
Faludi, S. (1992). Backlash. New York: Doubleday.
Fogel, C.l, og Woods, N.F. (ritstj.) (1995). Women's health care.
Thousand Oaks, Sage.
Gilligan, C. (1983). In a different voice. Cambridge, Massachusetts:
Harvard University Press.
Herdís Sveinsdóttir (1998). Tímarit hjúkrunarfræðinga. 5,tbl.
Inga Dóra Björnsdóttir (1997). Gagnrýni og gróska: Um hlut gagnrýni í
þróun kvennafræði. í: Helga Kress og Rannveig Traustadóttir (ritstj.).
íslenskar kvennarannsóknir (bls. 265-271). Reykjavík: Háskóli íslands,
Rannsóknastofa í kvennafræðum.
Jaggar, A. M. (1983). Feminist politics and human nature. Totowa,
Rowan og Allanheld.
Kristín Björnsdóttir. (1994). Sjálfsskilningur íslenskra hjúkrunarkvenna á
tuttugustu öldinni: Orðræða og völd. í: Ragnhildur Richter og Þórunn
Sigurðardóttir (ritstj.). Fléttur: Ritröð Rannsóknastofu í kvennafræðum
við Háskóla íslands (bls. 203-242). Reykjavík: Rannsóknastofa í
kvennafræðum við Háskóla íslands.
Meleis, A.M. (1997). Theoretical Nursing: Development and Progress (3.
útgáfa). Philadelphia: Lippicott.
Robinson, V., og Richardson, D. (ritstj.).( 1997). Introducing women's
studies: feminist theory and practice (2. útg.). Houndmils, Englandi:
Macmillan Press.
Sigríður Þorgeirsdóttir. (1994). Er til kvennasiðfræði? Hugleiðingar um
hugmyndir Carol Gilligan um siðgæði kvenna og þýðingu þess fyrir
hugmyndafræði íslenskrar kvennapólítíkur. í: Ragnhildur Richter og
Þórunn Sigurðardóttir (ritstj.). Fléttur: Ritröð Rannsóknastofu I
kvennafræðum við Háskóla íslands (bls. 9-34). Reykjavík:
Rannsóknastofa í kvennafræðum við Háskóla íslands.
Watson, J. (1985). Nursing: Human science and human care. Norwalk,
Appleton-Century-Crofts.
Watson, J. (1987). Nursing on the caring edge: Metaphorical vignettes.
Advances in Nursing Science, 10(1), 10-18.
Woods, N.F. (1995). Frameworks for nursing practice with women. í C.l.
Fogel og N.F. Woods (ritstj.). Women's health care. Thousand Oaks,
Sage.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999