Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 27
Sæunn Kjartansdóttir
hjúkrunarfræðingur og sálgreinir
Óánægja
Ég hefá undanförnum mánuðum lagt eyrun við
óánægju hjúkrunarfræðinga, bæði í handleiðslu
þeirra og almennum samræðum. Það sem mér
heyrist valda hvað mestri óánægju er vinnuálag,
hraði og tímaleysi. Margir hjúkrunarfræðingar eru auk
þess óánægðir með aðstöðuleysi, fyrir sig sjáifa og
sjúklinga, og þeir eru þreyttir á vaktavinnu. Síðast en
ekki síst hafa þeir löngum verið óánægðir með
launin, ef ekki sín eigin, þá annarra hjúkrunar-
fræðinga.
Allt eru þetta þættir sem skiljanlegt er að veki óánægju.
Þetta eru líka atriði sem hjúkrunarfræðingar hata verið
óánægðir með svo lengi sem ég man eftir og ég hef ekki
trú á að þeir muni þreytast mikið á næstunni. Ef við erum
raunsæ þá liggur það Ijóst fyrir að innlagðir sjúklingar eru
veikari nú en þeir voru fyrir örfáum árum og þróunin mun
efalítið ganga lengra í þá átt. Það mun áfram þurfa að
manna vaktir allan sólarhringinn, stjórnvöld munu áfram
beita aðhaldi og sþarnaði í fjárframlögum til heilbrigðis-
kerfisins og ég hef ekki trú á að hjúkrun verði nokkurn tíma
hálaunastarf.
Það mætti lesa út úr þessum orðum mínum að hjúkrun
sé ekki beint fýsilegur kostur en slík ályktun væri ekki vel
ígrunduð. Það sem ég taldi upp eru einfaldar staðreyndir
en ég hef aðeins nefnt örfáar sem segja langt í frá alla
söguna.
Á starfsdegi einnar deildarinnar á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur bað ég starfsfólk um að nefna 2-3 atriði sem það
væri ánægt með í vinnunni og jafnmörg sem það væri
óánægt með. Listinn varð langur, bæði ánægjumeginn og
óánægjumeginn, og auðvitað voru það atriðin sem vekja
ánægju sem vógu þyngra. Þess vegna vinnur þetta fólk
við hjúkrun. En það er svipað með það ánægjulega og
góðu fréttirnar, þær eru sjaldnast til frásagnar. Fréttir eru
það sem telst frávik frá hinu eðlilega. Við hittumst ekki og
segjum frá sjúklingum sem batnar, við tölum um þá sem
eru veikir. Okkur finnst ekki fréttnæmt að það sé rólegt og
vel mannað á deildinni en við dæsum þegar brjálað er að
gera. Ég held ekki að þetta viðhorf eigi sérstaklega við um
hjúkrunarfræðinga, við gætum eflaust tekið hvaða starfs-
hóp sem er og fengið svipaða mynd. Hjúkrunarfræðingar
sem starfshópur þurfa hins vegar að huga að afleiðingum
þess hvernig þeir tala um störf sín, hver við annan og út á
við. Finnst þeim störf sín mikilvæg, sjá þeir í þeim tilgang,
hafa þeir af þeim einhverja ánægju, eða eru hjúkrunar-
fræðingar að verða eins og vondaufar og útpískaðar
heimasætur, langeygar eftir riddara á hvítum hesti sem
býður þeim vel launaða dagvinnu?
Þetta er kannski ekki sanngjörn lýsing en sjálfsgagnrýni
held ég að sé hjúkrunarfræðingum bæði tímabær og holl.
Ég velti til dæmis fyrir mér afleiðingum þess að þá sjaldan
að sést grein eftir almenna hjúkrunarfræðinga á síðum
dagblaða er það helst til að upplýsa almenning um bág
launakjör þeirra eða óhóflegt vinnuálag. Slík umræða hefur
ekki eingöngu áhrif á sjálfsmynd hjúkrunarfræðinga sem
stéttar, hún hefur áhrif á ímynd þeirra í hugum annarra, -
hver hefur ekki heyrt um sjúklinga sem veigra sér við að
ónáða hjúkrunarfræðingana því þeir hafa svo mikið að
gera? Þessi ímynd hefur einnig áhrif á hverjir leggja
hjúkrunarnám fyrir sig. Á hvaða forsendum velur ungt fólk
hjúkrunarfræði? Löðum við að duglega og metnaðarfulla
nemendur sem hafa áhuga á fólki? Og varðandi nemendur
þá er vert að hafa í huga að þeir eiga það sameiginlegt
með börnum að þeir læra það sem fyrir þeim er haft en
ekki bara það sem þeim er sagt að læra. Margir undrast að
nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar eru vart skriðnir úr námi
þegar þeir kvarta yfir þreytu sem búast má við hjá fólki á
eftirlaunaaldri. Ég geri ráð fyrir að skýringin sé að hluta til sú
að ungt fólk nú á dögum gerir meiri kröfur til ýmissa
lífsþæginda, en það er áhyggjuefni ef óánægja er að verða
hluti af sjálfsmynd hjúkrunarfræðinga. Hættan er sú að
óánægjan verði að vana, rmaður man ekki alveg hvað kom
henni af stað en það má alltaf finna eitthvað til að viðhalda
henni. Launin hafa lengi verið notuð í þeim tilgangi.
En hvernig getum við spornað gegn eða leyst úr
óánægju hjúkrunarfræðinga? Þessi spurning er gríðarlega
mikilvæg því óánægjan er bein ógnun við starfsgleðina
sem ég sé eins og neista sem hver og einn ber innra með
sér. Sérhver einstaklingur ber ábyrgð á sínum neista, hann
getur ekki gengið að honum vísum heldur þarf hann að
blása á neistann og vernda svo hann slokkni ekki. Ein
alvarlegasta ógnunin við neistann held ég að sé of mikil
vinna. Mér eru minnisstæðar lýsingar nokkurra kvenna
sem fannst þær hafa himin höndum tekið þegar þær
útskrifuðust úr hjúkrunarfræði. Þær höfðu ekki kynnst
neinu eins áhugaverðu og hjúkrun og nánast fluttu í vinn-
una. Eftir örfá ár var ánægjan úti, þær örþreyttar á líkama
og sál, en það sem verra var, neistinn var kulnaður og
vinnan orðin að illri nauðsyn.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999
107