Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 13
Halla Hersteinsdóttir HEILBRIGÐI YtKKei kt) HJ AVUAA Eftirfarandi grein er unnin meðal annars upp úr verkefninu „Endurspegla ófrjósemisaðgerðir kynjamisrétti?“ sem höfundur vann ásamt Lindu M. Stefánsdóttur. Verkefnið var unnið í nám- skeiðinu „Heilbrigði kvenna og fjölskyldunnar“ í umsjón Herdísar Sveinsdóttur. Hefðbundin kynhlutverk hafa verið frábrugðin hvort öðru frá örófi alda. Konan er talin hafa borið ábyrgð á barnauppeldi og heimilisstörfum en karlinn á að afla fjöl- skyldunni lífsviðurværis. Fram á síðari hluta 20. aldar hafði frjósemi gífurleg áhrif á líf flestra kvenna. Þær höfðu ekki aðgang að áhrifaríkum og öruggum getnaðarvörnum og gátu ekki neitað eiginmönnum sínum um „hjúskaparrétt" þeirra (Foster, 1995). Samfara aukinni þekkingu á starf- semi líkamans gátu konur stjórnað barneignum að einhverju leyti. Þróun getnaðarvarna hófst og ólíkt því sem tíðkaðist, þ.e. að rannsaka karla, beindu rannsakendur nú sjónum sínum að konum. Þegar kemur að rannsóknum á frjósemi og þróun getnaðarvarna þykir líkami konunnar hentugri til rannsókna (Rosser, 1992). Þetta endurspeglar þau viðhorf að ábyrgð á barneignum sé alfarin konunnar. Læknar hafa einnig viljað stýra notkun kvenna á getnaðarvörnum, þ.e. hafa þróað varnir sem neyða konur að fara til læknis áður en getnaðarvarnirnar eru notaðar. Samkvæmt úttekt breska félagsfræðingsins Foster (1995) var 60% þess rannsóknarfjár sem notað var til rannsókna á getnaðarvörnum varið í þróun á hátækni getnaðar- vörnum fyrir konur, s.s. pillu, ígræddri getnaðarvörn og getnaðarvörn í sprautuformi. Eingöngu 3% var varið í að skoða aðrar leiðir, svo sem sæðisdrepandi krem og náttúrulegar getnaðarvarnir og aðeins 7% var varið til þróunar á getnaðarvörnum fyrir karla. Árangur þessara rannsókna hefur haft áhrif um allan heim og haft jákvæð og neikvæð áhrif á stjórnun kvenna yfir eigin frjósemi. Dæmi um neikvæð áhrif er þegar ófrjósemisaðgerðir eru framkvæmdar gegn vilja eða án vit- undar kvenna eins og gert hefur verið meðal annars á 200 þroskaheftum og fötluðum konum í Ástralíu á árunum 1992-1997. Því hefur verið haldið fram að tíðni þessara aðgerða sé allt að fimm sinnum hærri eða eitt þúsund (Ófrjósemisaðgerðir framkvæmdar á þroskaheftum í Sydney, 1998). Tíðni ófrjósemisaðgerða hefur aukist síð- ustu tvo áratugi og er útbreiddasta og vinsælasta getn- aðarvörn í heiminum í dag. Ófrjósemisaðgerðir á konum er algengasta getnaðarvörnin í Bandaríkjunum og sífellt fleiri barnlausar konur fara í ófrjósemisaðgerð. Um 11 % amerískra kvenna á aldrinum 18-34 ára búast ekki við að eignast börn (Smith, Friedrich og Rribor, 1994). Ein skýring er talin vera að þær séu með því að hafna takmörkunum hins hefðbundna kvenhlutverks. Um það bil 140 milljónir kvenna á barneignaraldri í heiminum hafa farið í ófrjósemisaðgerð á móti 42 milljónum karla. Eins og vikið verður að hér síðar eru ófrjósemisaðgerðir á körlum þó öruggari, ódýrari og einfaldari en á konum (Giri, 1993). Frá árinu 1981 til 1992 voru ófrjósemisaðgerðir fram- kvæmdar í 95% tilfella á konum hér á landi. Á Norðurlönd- unum er kynjahlutfallið jafnara og má nefna að í Noregi er hlutfallið 70% konur á móti 30% karla (Sóley S. Bender, 1996). í Danmörku fóru fleiri karlar í aðgerð en konur á árunum 1974-1975 (David, Morgall, Osler, Rasmussen og Jensen, 1990). í Svíþjóð eru 20% ófrjósemisaðgerða gerðar á körlum, en þar eru framkvæmdar 8.000-10.000 ófrjósemisaðgerðir árlega (Ehn og Liljestrand, 1995). Þessar staðreyndir gefa ákveðnar hugmyndir um stöðu kynjanna hér á landi og má spyrja hvort íslenskar konur beri alfarið ábyrgð á barneignum? Ef rétt er að ófrjósemisaðgerðir endurspegli ábyrgð kynjanna á barneignum þá átti sér stað jákvæð þróun hérlendis síðastliðið ár í að auka ábyrgð karla, en eins og sést á súluritinu þá hefur hlutfall karla sem fara í þessar aðgerðir miðað við konur þrefaldast frá 1988-1996. Samkvæmt íslenskum lögum verður einstaklingurinn að hafa náð 25 ára aldri til að fá að fara í ófrjósemisaðgerð (Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir nr. 25/1975). Höfundur; Halla Hersteinsdóttir, B.Sc. í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 1991, embættispróf í Ijósmóðurfræði frá Háskóla íslands áríð 1998. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.