Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 17
Erla Dóris Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur og sagnfræðingur ilkíAAr oa ljó$$ Vestur-íslenskar hjúkrunarkonur sem störfuðu við hjúkrun særðra og sjúkra hermanna í fyrri heimsstyrjöldinní Týndu hlekkirnir Fyrri heimstyrjöldin geisar. Árið er 1916. Hildarleikur stríðs- ins stendur sem hæst. Þrjár ungar, vestur-íslenskar hjúkr- unarkonur eru á leið frá Kanada til hjúkrunarstarfa á vígvelli styrjaldarinnar. Hörmungar stríðsins bíða þeirra, þjáðir, limlestir og jafnvel dauðvona ungir menn. Þetta voru fyrstu vestur-íslensku hjúkrunarkonurnar sem fóru á vígvöllinn til hjúkrunarstarfa en fleiri áttu eftir að fylgja í kjölfarið. Tilgangurinn með þessari grein er að minnast vestur- íslensku hjúkrunarkvennanna sem tóku þátt í að hjúkra fórnarlömbum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Um störf þessara hjúkrunarkvenna sem og annarra er tóku þátt í að hjúkra fórnarlömbum styrjaldarinnar hefur ekki verið mikið skrifað og má segja að þær séu týndu hlekkirnir í fyrri heimsstyrj- öldinni. Ýmislegt í sögu vestur-íslensku hjúkrunarkvenn- anna er enn á huldu og heimildir um þær af skornum skammti. Mjög freistandi væri að gera tilraun til þess að safna saman bréfum og/eða dagbókum frá þeim tíma er þær störfuðu við hjúkrunarstörf í stríðinu. Þær heimildir er e.t.v. að finna á heimaslóðum þeirra í Kanada og í Banda- ríkjunum. En slík heimildasöfnun verður að bíða betri tíma. Ýmsar ástæður liggja að baki fyrri heimsstyrjöldinni. Flestir fræðimenn eru sammála um að neistinn, sem hleypti henni af stað, hafi verið morðin á hjónunum Franz Ferdinand, erkihertoga og arftaka austurrísku keisaratign- arinnar, og konu hans, Soffíu, hertogaynju af Hohenberg, í borginni Sarajevo í Bosníu 28. júní 1914 (Tucker, 1998). Vegna morðsins á hjónunum þótti ríkisstjórn Austurríkis- Ungverjalands ástæða til þess að bregðast mjög hart við gagnvart Serbum með stuðningi bandamanna sinna í Þýskalandi. Rússar tilkynntu þá með samþykki Frakka að þeir myndu veita Serbum stuðning ef á þá yrði ráðist. Og upp úr sauð 1. ágúst 1914 þegar Þjóðverjar sögðu Rússum stríð á hendur. Þremur dögum síðar sögðu Þjóð- verjar Frökkum stríð á hendur. Fyrri heimstyrjöldin var hafin (Tucker, 1998). í byrjun stríðsins voru Bretar, Frakkar, Rússar, Serbar og Belgar bandamenn gegn Þjóðverjum og Austurríkis- nnönnum og áður en yfir lauk voru styrjaldarríkin orðin enn fleiri (Þorbergur Thorvaldson, 1923). Og þegar í byrjun þótti Kanada ástæða til að leggja móðurlandi sínu, Bretlandi, lið með því að senda kanadíska hermenn og hjúkrunarkonur á vígvellina. Um 440 þúsund kanadískir hermenn voru sendir á vígvelli víðs vegar í Evrópu, aðal- lega í Frakklandi. í þeim hópi voru vestur-íslenskir hermenn (Brandson, 1923). Frá Kanada fóru um tvö þúsund hjúkr- unarkonur til hjúkrunarstarfa á herspítala og hersjúkraskýli í Evrópu (María Rétursdóttir, 1969). í þessum hópi hjúkr- unarkvenna voru fjórtán vestur-íslenskar hjúkrunarkonur. Átta þeirra voru búsettar í Kanada og sex í Banda- ríkjunum. Ein þessara vestur-íslensku kvenna lét lífið við störf sín í þágu hjúkrunar (Björn B. Jónsson, 1923). Hildarieik fyrri heimsstyrjaldarinnar lauk 11. nóvember 1918. Sextíu og átta milljónir hermanna höfðu tekið þátt í átökum víðs vegar um heiminn. Ófriðurinn olli miklu mann- tjóni því um tíu milljónir hermanna létu lífið, átta milljónir þeirra létust á vígvöllum og tvær milljónir létust úr sjúk- dómum og vannæringu. Tuttugu og ein milljón hermanna særðist í ýmsum orrustum og átta milljónir þeirra voru teknar til fanga eða týndust í stríðinu (Tucker, 1998). Þess eru dæmi að hinir látnu hermenn hafi týnst á vígvöllum því oft var jörð svo rótuð eftir átök að hinir dánu huldust moldu og fundust ekki eftir það (Minningarbók íslenskra hermanna, 1923). Manntjón varð einnig meðal óbreyttra borgara í fyrri heimsstyrjöldinni. Tæplega sjö milljónir óbreyttra borgara týndu lífi í þessum hildarleik (Tucker, 1998). Hörmungar stríðsins Hertækni og bardagaaðferðir voru margvíslegar í fyrri heimsstyrjöldinni. Flugvélar voru notaðar til sprengjuárása á vígstöðvar óvinaherja. Á hafi úti var barist á skipum og kafbátum. Á jörðu niðri grófu hermenn sig niður í jörðina. Þar stóðu þeir með byssustingi, skutu og drápu. Og í þessum skotgröfum bjuggu hermann við ömurlegar aðstæður (Handbók í Herfræðum, 1916). í byrjun ársins 1915 var farið að nota tára- og eiturgas í hernaðinum. Þjóðverjar urðu þar fyrstir til. Þeir ætluðu að brjótast gegnum víglínur fjandmannanna með því að skjóta á þá sprengikúlum með táragasinu xýlýlbrómíði. Fyrsta tilraun þeirra mistókst því táragasið fraus vegna kulda og náði ekki þeim árangri sem ætlað var. En ekki leið á löngu 97 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.