Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Síða 10
hjúkrunarfræðingar líta á starf sitt. Þar kom fram að skóla-
hjúkrunarfræðingar vörðu mestum tíma sínum í bráðahjálp
og líkamlegar skoðanir, minni tíma var varið í samstarf og
ráðgjöf og minnstum tíma í stjórnun (Björg Eysteinsdóttir,
1988). Þeir töldu einnig að ráðgjöf til kennara, umsjón með
nemendum sem þurftu sérstaka aðstoð, samvinna í þver-
faglegum hópum og heilbrigðisfræðsla og ráðgjöf til nem-
enda og starfsfólks væri á þeirra ábyrgð (Anderson, 1994).
Viðhorf skólabarna til skólahjúkrunarfræðinga hafa hins
vegar lítt verið rannsökuð og ekkert hér á landi. Adams
(1990) kannaði viðhorf 13 og 14 ára nemenda í Banda-
ríkjunum og voru helstu óskir þeirra að hafa skólahjúkr-
unarfræðinginn til staðar allan daginn. Þeim fannst einnig
að skólahjúkrunarfræðingurinn ætti að hjálpa börnum með
sérþarfir, gera mælingar, s.s. mæla hæð, þyngd og heyrn,
og tala við þau og gefa góð ráð.
Markmið þessarar rannsóknar var að lýsa þeim
skoðunum og viðhorfum sem nemendur í 6. og 10. bekk í
grunnskólum Reykjavíkur hafa á störfum skólahjúkrunar-
fræðinga. Settar voru fram tvær rannsóknarspurningar til
að kanna:
1. óskir, álit og skilning nemenda á hlutverki skóla-
hjúkrunarfræðinga;
2. mun á óskum, áliti og skilningi nemenda í 6. bekk og
10. bekk á hlutverki skólahjúkrunarfræðinga.
AÐFERÐ OG FRAMKVÆMD
Rannsóknin var framkvæmd í þremur grunnskólum í
Reykjavík. Notuð var rýnihópaaðferð (focus groups) sem
er ein tegund eigindlegra rannsóknaraðferða. í rýnihópa-
aðferð eru tekin upp á segulband viðtöl við litla hópa (5-15
manns) og þau síðan skráð. Þessari rannsóknaraðferð er
oft beitt á lítt rannsökuð viðfangsefni og er leitast við að
niðurstöðurnar gefi ákveðnar vísbendingar sem rannsaka
megi betur með öðrum aðferðum. Hver hópur er spurður
opinna spurninga til að fá innsýn í viðhorf og skoðanir
þátttakenda. Með þessum hætti fást þátttakendur til að tjá
sig með sínum eigin orðum og lýsingum. Niðurstöður eru
síðan fengnar með því að greina og flokka svör
einstaklinganna (Krueger, 1994).
Úrtak rannsóknarinnar voru áhugasamir nemendur í 6.
og 10. bekk í þeim skólum sem fyrr var getið. Ákveðið var
að hafa þessa tvo aldursflokka þar sem nemendur í 6.
bekk höfðu ekki fengið neina skipulagða fræðslu hjá
skólahjúkrunarfræðingi en nemendur í 10. bekk höfðu
fengið kynfræðslu árið áður. Viðtöl voru tekin við sex hópa,
þrjá með nemendum í 6. bekk og þrjá með nemendum í
10. bekk. Sex til tíu nemendur voru í hverjum hópi. Skóla-
hjúkrunarfræðingarnir í skólunum voru í 50-100% stöðu
þar.
Samþykki var fengið hjá the Human Subjects
Committee of the University of Minnesota, Tölvunefnd,
fræðslustjóranum í Reykjavík, skólastjórum þessara skóla
194
og foreldrum nemenda sem tóku þátt í rannsókninni.
Skólastjórarnir aðstoðuðu við val á bekkjum. Rannsóknin
var kynnt fyrir nemendum þessara bekkja og þeir sem
áhuga höfðu fengu heim með sér bréf þar sem farið var
fram á samþykki foreldra fyrir þátttöku barna þeirra í
rannsókninni. Bréf þetta komu nemendur með undirskrifað
daginn sem rannsóknin fór fram. Viðtölin fóru fram í
lausum kennslustofum eða inni á skrifstofu skólastjóra á
kennslutíma og tók hvert viðtal 1-1,5 klst.
í viðtölunum var hver hópur spurður níu spurninga sem
höfundur hafði samið. Gefinn var góður tími fyrir hverja
spurningu þannig að allir þátttakendurnir höfðu tækifæri til
að tjá sig, og ef umræðurnar leiddust út fyrir efnið greip
rannsakandi inn í og kom hópnum aftur á sporið. Spurn-
ingarnar voru byggðar á nýlegum greinum úr fagtímaritum
um skólaheilsugæslu og á tillögum frá leiðbeinanda
höfundar þegar hann var við nám við University of Minne-
sota. Spurningarnar voru yfirfarnar af þremur skóla-
hjúkrunarfræðingum í Minnesóta og tveimur á íslandi.
Spurningarnar níu voru:
1. Er skólahjúkrunarfræðingur í skólanum og vitið þið
hvað hann heitir?
2. Vitið þið hvenær skólahjúkrunarfræðingurinn er við?
3. Hafið þið farið til skólahjúkrunarfræðingsins?
4. Ef svo er, hvað gerði skólahjúkrunarfræðingurinn fyrir
ykkur?
5. Voru þið ánægð/óánægð með þá þjónustu sem þið
fenguð? Hvers vegna? Hvers vegna ekki?
6. Hvað hafið þið séð skólahjúkrunarfræðinginn gera í
skólanum?
7. Hvað haldið þið að skólahjúkrunarfræðingurinn geri í
skólanum?
8. Hvað finnst ykkur að skólahjúkrunarfræðingurinn ætti
að gera í skólanum?
9. Gæti skólahjúkrunarfræðingurinn verið ykkur hjálplegri?
Ef svo er, hvernig?
Gagnagreining
Eftir að viðtölin höfðu verið tekin upp, rituð inn á tölvu og
yfirfarin var ákveðið að flokka svör við spurningum 1 og 2
sérstaklega en nota innihaldsgreiningu (content analysis) til
að flokka svör við spurningum 3-9. Með innihaldsgreiningu
voru svörin flokkuð eftir eðli þeirra í þrjá aðalflokka:
„Reynsla", „álit“ og „óskir“, auk flokks sem fékk nafnið
„annað". Notuð var „klippa og líma“ aðferð (cut and paste
technique) við innihaldsgreininguna, en sú aðferð felst í því
að þegar ákveðin atriði koma fram í svörum nemendanna,
sem flokka má saman, eru þau klippt út og haldið saman
(Stewart og Shamdasani, 1990). Hver aðalflokkur innihélt
svör sem tengdust rannsókninni en flokkurinn „annað“
innihélt atriði ótengd markmiðum rannsóknarinnar og var
því ekki tekinn með við úrvinnslu. Flokkurinn „reynsla"
Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 76. árg. 2000