Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Side 19
Fjöldi
Fjöldi
44,4%
33.3%
18,5%
3,7% ,I I,
Já Nei Veit ekki Svöruðu ekki
Mynd 3. Telur þú þig hafa hlotið næga menntun til þess að
hjúkra fjölskyldum?
félagslegum þörfum fjölskyldna (sjá mynd 3). 72%
þátttakenda fannst streituvaldandi að hjúkra fjölskyldum
og 48% töldu sig oft hafa þörf fyrir tilfinningalegan stuðn-
ing (sjá mynd 4). Þrátt fyrir þessar niðurstöður hafði
meirihluti þátttakenda (54%) ekki aðgang að faglegum
stuðningi á vinnustað. Varðandi úrvinnslu á streituvaldandi
atburðum kom í Ijós að flestir þátttakenda (61%) ræddu
Fjöldi
Mynd 4. Telur þú þig oft hafa þörf fyrir tilfinningalegan
stuðning?
um þá við samstarfsmenn sína. Þátttakendur könnuðust
ekki við að hafa fengið faglega svörun við umönnun
fjölskyldna og aðeins 15% sögðust sækjast eftir svörun frá
fjölskyldum. Ástæður, sem gefnar voru fyrir því að ekki var
sóst eftir svörun á frammistöðu, voru þessar helstar: a)
það væri ekki starfsvenja, b) tímaskortur, c) það ylli
uþpnámi hjá fjölskyldum, d) þátttakendur hefðu ekki velt
því fyrir sér. Þátttakendur töldu að varðandi umönnun
fjölskyldna vantaði skýrar línur um ábyrgð, einnig töldu þeir
þörf fyrir skriflegar upplýsingar fyrir fjölskyldur varðandi
trúarlega og lagalega þætti og ýmiss konar stuðnings- og
hjálparþjónustu og samtök sem leita mætti til.
Meirihluti þátttakenda (71%) taldi að ákveðnar reglur
ættu að gilda um nærveru fjölskyldumeðlima við endur-
lífgunartilraunir (sjá mynd 5). 80% þeirra töldu að sérstakur
starfsmaður ætti að vera með fjölskyldum væru þær
viðstaddar endurlífgun. Hátt hlutfall þátttakenda (48%) var
ekki visst um hvort fjölskyldum skyldi leyft að vera við
Mynd 5. Telur þú að ákveðnar reglur ættu að gilda um
nærveru fjölskyldna víð endurlífgun?
endurlífgun. Af þátttakendum höfðu 39% reynslu af
nærveru fjölskyldna við endurlífgun. Eins og við mátti
búast sögðu margir þá reynslu streituvaldandi, ekki síst
þar sem þeir höfðu ekki haft tækifæri til þess að vera
fjölskyldunum til stuðnings vegna annarra starfa. Samt
sem áður lýstu 15% því mjög skýrt hve þessi reynsla veitti
fjölskyldum mikla öryggiskennd þar sem þær gátu séð
það sem gert var fyrir sjúklinginn og fengið skýringar á því.
í sumum tilfellum hafði þetta gert hjúkrunina og önnur
samskipti við fjölskyldurnar auðveldari eftir á.
Mikilvægi góðrar aðstöðu fyrir fjölskyldur á bráða-
deildum var staðfest af þátttakendum, svo sem þægilegt
herbergi með síma, drykkjarföngum og salernisaðstöðu.
Upplýsingar varðandi sorg og sorgarviðbrögð voru
fjölskyldum tiltækar og 85% þátttakenda staðfestu að
upplýsingar um frekari stuðning og ráðgjöf væru fyrir
hendi. Aðeins 15% þátttakenda gat staðfest að fyrr-
greindar upplýsingar væru tiltækar á öðrum tungumálum
en ensku. Þjálfun í hjúkrun syrgjenda stóð 54% þátttak-
enda til boða. Áætlun um að fylgja syrgjendum eftir var
ekki til staðar á þessum deildum en 56% þátttakenda
vildu gjarnan hafa slíka áætlun.
Mikill meirihluti þátttakenda (80%) taldi umönnun syrgj-
enda erfiðasta þáttinn í hjúkrun fjölskyldna. Meginhindrun
fyrir umönnun fjölskyldna var að sögn 72% þátttakenda
skortur á starfsfólki þar sem ekki gafst nægur tími til
hjúkrunarinnar.
UMRÆÐA
Niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta að þátttakendur
telja sig bera ábyrgð á umönnun fjölskyldna sjúklinga sem
eru í þeirra umsjá og styðja það með þeim rökum að
mikilvægt væri fyrir sjúklinga að fjölskyldur þeirra nytu
umönnunar. Þessar niðurstöður styðja sjónarmið Kleinpells
og Þowers (1992) um forsendur ákjósanlegrar hjúkrunar-
þjónustu. Þrátt fyrir fyrrgreindar niðurstöður var nokkur
fjöldi þátttakenda ekki sammála þessu. En niðurstöður
Chelsa og Stannards (1997) gefa til kynna að óljós ábyrgð
varðandi hjúkrun fjölskyldna hindrar hjúkrunina.
Þátttakendur töldu mikilvægt að greina þarfir fjöl-
203
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000