Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Síða 20
skyldna og sinna þeim þrátt fyrir að mikill meirihluti þátt-
takenda teldi að upplýsa ætti fjölskyldur um ástand sjúkl-
inga. Nokkru færri töldu það í verkahring hjúkrunar-
fræðinga að upplýsa þær. Hickey og Lewandowski (1988)
færa rök fyrir því að meðal þess sem dragi úr samskiptum
hjúkrunarfræðinga við fjölskyldur sé óvissa um hvaða
upplýsingar læknar hafa gefið sjúklingum. Aðeins lítill hluti
þátttakenda taldi nálægð við sjúklinga mikilvæga fyrir
fjölskyldur, en niðurstöður víðtækra rannsókna Leske
(1991, 1992) hafa hins vegar staðfest að það er eitt það
mikilvægasta fyrir fjölskyldurnar.
Minnihluti þátttakenda fylgdist með fræðilegum skrifum
um hjúkrun fjölskyldna eða taldi störf sín byggð á vísinda-
legum grunni sem ætti að vera leiðbeinandi fyrir hjúkrunina
(Leske, 1991; Reeder, 1991). Ekki var mikill stuðningur við
notkun hjúkrunarlíkana en George (1995) og Meleis (1997)
hafa fært rök fyrir því að notkun þeirra geri hjúkrun
árangursríkari og skilvirkari og niðurstöður Leaheys,
Harper-Jaques, Stouts og Levacs (1995) styðja það. Færa
má rök fyrir því að áhersla á þekkingu á rannsóknum í
hjúkrun og notkun hjúkrunarkenninga og hugtakalíkana
hafi aukist með háskólamenntun hjúkrunarfræðinga og
hugsanlega geta niðurstöður þessarar rannsóknar tengst
lágu hlutfalli háskólamenntunar meðal þátttakenda. Önnur
tilgáta er að hugmyndafræði stofnananna og staðbundnar
áherslur í hjúkrun hafi áhrif á viðhorf hjúkrunarfræðinga
(Hanneman og Cardin, 1992; Chelsa og Stannard, 1997).
Hins vegar hefur Friedmann (1989) bent á að
hjúkrunarkenningar og hugtakalíkön séu flest gerð með
einstaklinga í huga og henti því illa fyrir fjölskyldur.
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar töldu þátttak-
endur sig ekki hafa næga menntun til að sinna þörfum
fjölskyldna, einnig taldi meirihlutinn sig oft hafa þörf fyrir
tilfinningalegan stuðning en minnihluti þátttakenda gat
fengið slíkan stuðning á vinnustað. Þessar niðurstöður eru
samsvarandi niðurstöðum Hickeys og Lewandowskis
(1988), Chelsa og Stannards (1997) og Fox og Jeffreys
(1997). En að mati samtaka breskra bráðalækna og
hjúkrunarfræðinga (British Association for Emergency Medi-
cine and the Royal Collage of Nursing) (1995) er stuðningur
við starfsfólk talinn grundvallaratriði í umönnun syrgjenda.
Þátttakendur sóttust ekki eftir því að fá mat á störf sín,
hvorki fagleg né frá fjölskyldum, en færa má rök að því að
slíkt mat er nauðsynlegt til að meta samræmi milli
markmiða og árangurs. Niðurstöður Thorntons (1996)
benda á að nauðsynlegt sé að hjúkrunarfræðingar sækist
eftir svörun við frammistöðu sinni frá fjölskyldum. Leske
(1991), McClowry (1992) og Rotocky (1993) undirstrika
mikilvægi þess fyrir heilbrigðisstofnanir að hafa skýrar
kröfur um frammistöðu starfsmanna og samræmdan
mælikvarða frammistöðumats.
Tiltölulega margir þátttakendur höfðu reynslu af
nærveru fjölskyldna við endurlífgun og er það í samræmi
204
við niðurstöður Chalks (1995) og Redleys og Hoods
(1996). Þátttakendur töldu að ákveðnar reglur ættu að
gilda um nærveru fjölskyldna við endurlífgun og að ákveð-
inn starfsmaður ætti að vera fjölskyldum til stuðnings.
Þessar niðurstöður eru í samræmi við tillögur samtaka
breskra bráðalækna og hjúkrunarfræðinga (1995),
Mitchells og Lynchs (1997) og Robinsons, Mackenzie-
Ross, Campell Hewsons, Eglestons og Prevosts (1998).
Enda er óhætt að fullyrða að lítill tími er fyrir slíkar
vangaveltur við fyrrgreindar aðstæður. Fáir þátttakendur
töldu að gefa skyldi fjölskyldum kost á því að vera við
endurlífgun en það samræmist ekki niðurstöðum Chalks
(1995). Þá hafa Hanson og Strawser (1992) greint frá þörf
fjölskyldna fyrir nálægð við sjúklinga við endurlífgun og
niðurstöður Robinson o.fl. (1998) greina ekki neikvæð
sálræn áhrif þess á fjölskyldur að vera við endurlífgun
samanborið við fjölskyldur sem ekki voru við endurlífgun.
Þátttakendur töldu sig vanbúna til þess að hjúkra syrgj-
endum vegna þekkingarskorts og skortur á starfsfólki jók
enn á vandann en Cooke, Cooke og Glucksman (1992)
og Tye (1993) komust að sömu niðurstöðum í rann-
sóknum sínum. Um áframhaldandi stuðning við fjölskyldur
var ekki að ræða á þessum deiidum sem er svipuð
niðurstaða og Cook o.fl. (1992) fengu í víðtækum breskum
rannsóknum. Aðeins naumur meirihluti þátttakenda í
rannsókn þessari vildi hafa áætlun um frekari stuðning fyrir
fjölskyldur, en það er ekki í fullu samræmi við auknar kröfur
um áframhaldandi stuðning við syrgjendur (Wiseman,
1992; British Association for Accident and Emergency
Medicine and the Royal College of Nursing (1995); Ellison,
1998). Niðurstöður þessa hluta rannsóknarinnar styðja
fullyrðingar McClelland (1993) og Ellison (1998) um að
fullnægjandi hjúkrun syrgjenda geti aðeins orðið þar sem
tiltekinn hjúkrunarfræðingur er ábyrgur fyrir hjúkruninni.
LOKAORÐ
Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á bráðamóttökum hvað
varðar hjúkrun fjölskyldna og engin sambærileg rannsókn
þessari fannst þrátt fyrir ýtarlega leit. Því er lítið vitað um
þjónustu bráðamóttökudeilda við fjölskyldur, gæði hennar
og árangur. Meðal þess sem þarf að rannsaka frekar á
þessum vettvangi eru þarfir fjölskyldna, þjónusta við þær
og ánægja þeirra með veitta þjónustu. Slík þróun vísinda-
legrar þekkingar á hjúkrun fjölskyldna, sem byggist á
viðhorfum og reynslu fjölskyldna og hjúkrunarfræðinga,
mun verulega styðja við árangursríka hjúkrun bráðahjúkr-
unarfræðinga. Það auðveldar stefnumörkun og áætlana-
gerð fyrir þjónustu og símenntun starfsfólks sem tekur mið
af þörfum og kröfum samfélagsins hverju sinni.
Þakkarorð
Alna Robb og Margaret Leit, kennarar við hjúkrunar-
fræðiskor Glasgow-háskóla, fá bestu þakkir fyrir veitta
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000