Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Síða 41
Niðurlag
Vaxandi eftirspurn er eftir hjúkrunarfræðingum til starfa
þannig að brýnt er að fjölga námsplássum við háskólana
til að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga svo mæta megi þörf
samfélagsins, ekki síst öldrunarþjónustunnar. Spennandi
viðleitni er í fjarkennslu í Keflavík og á ísafirði í þessu sam-
hengi. Höfða verður til ábyrgðar forsvarsmanna háskól-
anna í landinu, að þeir beiti sér fyrir því að sinna þörfum
atvinnulífsins fyrir sérfræðimenntað starfsfólk og axli þar
með ábyrgð á hlutverki sínu.
Sjúkraliðanám er nú á framhaldsskólastigi og algengt
að sjúkraliðinn Ijúki framhaldsskólanum með stúdentsprófi
og haldi síðan í háskólanám. Þannig skilar hann sér ekki til
umönnunarstarfa sem sjúkraliði inn '\ öldrunarþjónustuna
og ófaglærðir koma í stað þeirra sem láta af störfum
vegna aldurs. Endurskoða þarf starfs- og ábyrgðarsvið
sjúkraliða í öldrunarþjónustunni og nýta menntun þeirra
betur. Treysta þarf möguleika þeirra til að byggja upp
starfsframa sinn innan stofnana og heimaþjónustu. Meta
þarf störfin að verðleikum og bæta launakjör.
Ná þarf athygli ungra íslendingar og beina þeim til
starfa í öldrunarþjónustu þar sem atvinnutækifæri eru
næg, bæði fyrir háskólamenntaða, eins og hjúkrunar-
fræðinga, lækna og sjúkraþjálfara, fagaðila, eins og
sjúkraliða og þroskaþjálfa, sem og almenna starfsmenn.
Þjóðin ber sameiginlega ábyrgð á að sjá velferðar-
þjónustu sinni farborða. Á tímum þenslu og velmegunar
vantar vinnuafl svo öllum störfum sé sinnt. Þá ríður á að
menn standi vörð um grundvallarumönnunarstörfin.
Jákvæð umfjöllun, mannræktin og meðvitundin um hvað
skiptir mestu máli verður að hafa í hávegum. Tryggja þarf
sanngjörn laun svo að starfsmenn sjái sér fært að starfa í
svo gefandi starfi sem störf með öldruðum eru. Dyggilega
hefur verið unnið að því gagnvart háskólamenntuðum
starfsmönnum. Þeir verða nú að sýna biðlund því brýnt er
að vinna áfram að hækkun lægstu launa í umönnunar-
störfum. Það gerist ekki nema aðilar vinnumarkaðarins
sýni samstöðu og styðji hverjar þær efnahagslegu aðgerðir
sem bæta lífskjör þeirra lægst launuðu. Þeir ráðherrar
ríkisstjórnarinnar, sem þau Ingibjörg, Björn, Þétur og Geir
sem hjúkrunarforstjórar, leituðu til, eiga hrós skilið fyrir
þann skilning, áhuga, samvinnu og vilja til að láta verkin
tala sem þeir sýndu í þessu samhengi. Öldrunarþjónustan
á trausta bakhjarla þar sem ríkisstjórnin er. Samfélagið allt
þarf að standa með þeim og öldrunarþjónustunni svo
tryggja megi áfram bestu öldrunarþjónustu í heimi.
LIKKISTUVINNUSTOFA
EYVINDAR ÁRNASONAR
1899
OSWALDS
simi 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AÐALSTRÆTI 4B • 101 RF.YKJAVIK
Inger Ólafur
Umsjón Útfararstj.
Davíð
Otfararstj.
12 ATRIÐI
TIL UMHUGSUNAR
FYRIR FORELDRA
9 Takið virkan þátt í lífi barnsins.
9 Sýnið viðfangsefnum barnsins áhuga.
'■9- Hlustið á barnið á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.
'9 Eflið sjálfsímynd barnsins. Hrósið fyrir viðleitni jafnt
sem árangur.
~9 Hjálpið barninu að takast á við hópþrýsting.
9 Verið barninu góð fyrirmynd.
'9 Gefið skýr skilaboð.
'9 Setjið barninu skýrar reglur.
9 Hvetjið barnið til íþrótta- og tómstundaiðkunar.
9 Verið í góðu sambandi við foreldra bekkjarsystkina
og vina.
9 Ræðið hreinskilnislega við barnið.
um áfengi og önnur vímuefni.
9 Leitið aðstoðar ef þið teljið
barnið eiga í vanda.
www.vimuvarmr.is
ÁFE N
- 0 G
VÍMUVARNARÁÐ
Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 76. árg. 2000
221